Siglfirðingur


Siglfirðingur - 26.01.1935, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 26.01.1935, Blaðsíða 1
VIII. árg. Siglufirði, Laugardaginn 26. jan. 1935 2. tbl. Hvers er að minnast? Hvað er fraraundan? I dag halda Sjálfstæðismenn Siglufjarðar, eldri og yngri, árshá- tíð sína. Félag hinna eldri Sjálfstæðis- manna er nú rúmlega 6 ára, það var stofnað 12. des. 1928, en Félag ungra Sjálfstæðismanna er rúmlega 4i árs; það var stofnað 11. maí 1930, og gekk þá rúmum mánuði síðar í Samband ungra Sjálfstæðis- manna, er stofnað var í Hvannagjá á Þlrigvöllum annan dag Alþingis- hátíðarinnar. ' Það er engum blöðum um. það að fletta, að þessi samtök og sam- eining Sjálfstæðismanna þessa bæj- ar hefir orðið flokknum hér til mikils framdráttar, og hefir, þegar mest á reið, þjappað þeim saman um stefnumál sín. Alloft helir starfsemi félaganna verið hin fjörugasta og er eigi því að neita, að þar hafa yngri menn- irnir sýnt enn meiri áhuga en hin- ir eldri. Og er það eðlilegt. Félagatala Sjálfstæðisfélaganna hefir sí og æ farið vaxandi, ogtelja nú bæði félögin um þrjú bundruð meðlimi. Eru því Sjálfstæðismenn fjölmennasti stjórnmálaflokkur þessa bæjar og mun enn vaxa og eflast. Við síðustu bæjarstjórnarkosning- ar unnu Sjálfstæðismenn eitt sæti og við Alþingiskosningarnar í vor áttu þeir stærstan þáttinn í sigri þeim, er flokkurinn vann hér í sýslunni og aflaði þeim uppbótar- þingsætis. Má með sanni segja, að uppbótarþingmaðurSjálfstæðisflokks- . ins í Eyjafjarðarsýslu sé þingmaður vor Siglfirðinga. Ættu Siglfirðingar að minnast þess á sínum tíma, að Garðar Þor- steinsson var málum vorum Siglfirð- inga mun trúrri á Alþingi en hinir tveir kjördæmiskjörnu. Má minna á, er þeir urðu til þess að fella breytingatillögu Garð- ars við fjárlögin, er fór fram á 10 þús. kr. hækkað ríkissjóðsframlag til vegarins yfir Siglufjarðarskarð. En það þýðir meðal annars 10 þús. kr. minni atvinnu til bæjarbúa. Til Sjálfstæðisfélaganna skal að lokum þetta sagt: Eftir hin fáu starfsár Sjálfstæðis- flokkssamfakanna hérna er margra sigra að minnast, og margrar á- nægjulegrar áhugastarfsemi. Að vísu eru sigrarnir ekki stórir, en þeir benda þó til vaxandi gengis og vaxandi þroska, og á hver félags- maður þakkir skilið fyrir vel unnið starf. Hvað er framundan? Framundan blasir við starf og stríð. Oeigingjarnt starf fyrir fram- gangi og heill hinnar göfugu stefnu flokksins fyrst og fremst, — fyrir heill þjóðarinnar í heild og fyrir heill þessa bæjarfélags. Starfið er margt. Mörg óleyst verkeftii bíða drengilegra átaka dáðrakkra manna. Stríð bíður vor einnig. Stríð og barátta við harðsnúna andstæðínga. Barátta gegn öllu því í pólitísku fari andstæðinganna, er vér vitum víst að verða muni landi og lýð til hnekkis og ógagns, barátta gegn. einræði og ofstopa öfgaflokkanna, er hvarvetna æsa til illdeila og eru þess albúnir að rifa allt í júst, er þúsund ára sjálfstæði þjóðarinnar hefir byggt upp. Á Sjálfstæðismönnum liggur sú þunga skylda að leiða þjóðina útúr ógöngum og fram til nýrra sigra á brautum þjóðræknis og sjálfstæðis. Engin önnur stjórnmálastefna er máttug þess. Fram til sigurs, Sjálfstæðismenn! Hleypum nýjum þrótti og nýju fjöri í félagsskap vorn með nýju ári. Vinnum fleiri sigra á Lessu ári en nokkru sinni fyr. Verum samtaka — samhuga, þá er sigurinn vís! Siglfirðingur óskar þess að þessi ársfagnaður Sjálfstæðisfélaganna styrki þá til hraustlegrar sóknar og drenglyndrar baráttu til sigurs góð- um málstað. Lög um síldarútvegsnefnd, útflutning á síld, hagnýtingu markaða o. fl. Eins og kunnugt er. píndu stjórnar- flokkarnir gegnum þingið „Lög um Síld- arútflutningsnefnd o. s. frv." í fullu ósam- rœmi og óþökk flest allra si'ldarframleið- enda, að minnsta kosti eins og þau eru úr garði gerð frá þinginu. En fyrst þetta eru nú orðin „lög", sem borgararnir verða að hlýða og hlíta, þá er sjálfsagt að menn fái að kynnast þeim. Er þess eigi sízt þörf Siglfirðingum, sem svo að segja lifa á síldarútvegnum. Peir sem vilja kynua sér þessi lög, settu því að geyma blaðið. Ritstj. 1. gr. — Stofna skal síldarút- vegsnefnd skipaða 5 mönnum og 5 til vara. Sameinað Alþingi kýs 3 menn hlutfallskosningu, Alþýðusam- band íslands einn, og einn skal kosinn af síldarútvegsmönnum, eftir reglum, er atvinnumálaráðherra set- ur. Varamenn skulu kosnir og til- nefndir á sama hátt, Atvinnumála- ráðherra skipar formann úr hópi hinna þingkosnu nefndarmanna. Kosning'tn gildir til þriggja ára, en skipun formanns til eins árs. Nefnd- armenn eða varamenn þeirra skulu allir dvelja á Siglufirði yfir síldveiði- tímann. Nú vanrækir aðili að til- nefna mann í nefndina, og skipar þá ráðherra mann i hans stað. Nefndin getur ráðið sér fulltrúa til a? annast dagleg störf, svo og að-

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.