Siglfirðingur


Siglfirðingur - 26.01.1935, Blaðsíða 2

Siglfirðingur - 26.01.1935, Blaðsíða 2
2 SIGLFIRÐINGUR stoðarfólk eftir því sem nauðsyn krefur. Laun nefndarmanna ákveð- ur ráðherra og greiðast þau úr rik- issjóði. 2. gr. — Síldarútvegsnefnd hefir með höndum úthlutun útflutnings- leyfa, veiðileyfa til verkunar, söltun- arleyfa á síld og löggildir síldarút- flytjendur. Hún skal gera ráðstafan- ir ti! þess, að gerðar séu tilraunir með nýjar veiðiaðferðir og útflutn- ing á síld með öðrum verkunarað- ferðurn en nú eru tíðkaðar. Hún skal hafa forgöngu um markaðsleit og tilraunir til að selja síld á nýja markaði og annað það, er lýtur að yiðgangi síldarútvegsins. Til þess að standast kostnað af þessum störfum nefndarinnar, getur síldarútvegsnefnd ákveðið, roeð sam- þykki ráðherra, að greitt verði i sérstakan sjóð 2 prc. — tveir af hundraði — af andvirði seldrar síldar, Sjóði þessum má eingöngu verja í' þágu síldarútvegsins. Nú verður sjóður þessi svo mikill, að öruggt þyki. og getur þá sildarút- vegsnefnd ákveðið, að fengnu sam- þykki ráðherra, að endurgreiða úr honum til sídareigenda í réttu hlut- falli við verðmagn seldrar sildar. 3. gr. — Enginn má bjóða til sölu, selja eða flytja til útlanda salt- aða síld eða verkaða á annan hátt, sem veidd er af íslenzkum skipum eða i íslenzkri landhelgi, eða verk- uð hér á landi eða lögð á land verkuð, nema með leyfi síldarút- vegsnefndar. Eigi má afgreiða farm- skírteini fyrir síldarsendingum, að ísaðri síld undanskilinni, til útlanda, nema slikt leyfi liggi fyrir. Leyfi til útflutnings á síld skulu aðeins veitt þeim, sem fengið hafa löggild- ingu sem síldarútflytjendur' Pó get- ur nefndin veitt undanþágu fyrir smásendingum af millisíld. 4. gr. — Síldarútvegsnefnd lög- gildir síldarútflytjendur, ákveður tölu þeirra og löggildingartírna. Til þess að geta fengið löggild- ingu sem útflytjandi, skal hlutað- eigandi fullnægja ákvæðum laga nr. 52, 27. júní 1925, um verzlunarat- vi'rtnu, ef um einstakling er að raeða, eða éf um félög er að ræða, að vera skrásett lögum samkvæmtsem hlútafélag, samvinnufélag eða sölu- sam'lag síldarframleiðenda, opið öll- utn síldarframleiðendum, enda ráði umSáekjandi yfir því lágmarksmagni síldár, ér néfndin ákveður. Nú hefir sölusamlag síldarfram- leiðenda eða samvinnufélag umráð yfir 75 prc. af síldarfratnleiðslu landsmanna, eða sama hundraðs- hluta af sild, sem verkuð er með sérstakri verkunaraðferð, og getur síldarútvegsnefnd þá ákveðið að veita því útflutningsleyfi fyrir jafn háan eða hærri hundraðshluta af síldarframleiðslunni eða þeirri sér- verkuðu síld, er það hefir umráð yfir. enda sé þá æðsta vald í fé- lagsmálum hjá félagsfundum og at- kvæðisréttur félagsmanna miðist eigi nema að nokkru leyti við það síld- armagn, svo að enginn þeirra geti farið með meira en 1|20 afatkvæða- magni félagsins fyrir sjálfan sig og aðra á fundum þess. 5. gr. — Peir, sem samkvæmt 4. gr. fá löggildingu nefndarinnar sem útflytjendur, verða að skuldbinda sig til að hlíta fyrirmælum henn- ar um framboð og lágmarksverð á síld, sem seld er til útlanda, um skiptingu markaðsstaða, útflutnings- tima, afhendingu gjaldeyris og ann- að það, sem nefndin setur að skil- yrði fyrir veitingu útflutningsleyfa samkv. lögum þessum. Með reglu- gerð má ákveða, að síldarútflytj- endur skuli skyldir að taka síld til sölu af framleiðendum gegn hæfi- legri hámarksþóknun, enda sé síld- in markaðshæf vara, og annaðþað, sem greiðir fyrir því, að allir síld- arframleiðendur njóti sem fyllzt jafnréttis um sölu framleiðslu sinnar. 6. gr. — Utflytjendur eru skyld- ir að gefa nefndinni allar upplýs- ingar, sem hún óskar, um allt, sem snertir sölu og útflutning síldar, og hefir nefndin frjálsan aðgang að verzlunarbókum og skjölum þeirra hér að lútandi. Nefndin er bundin þagnarheiti um viðskiptamál útflytj- enda, er hún verður áskynja um á þennan hátt. 7. gr. — Nú verður það nauð- synlegt, að dómi síldarútvegsnefnd- ar, að tryggja gæði síldar eða sölu á síldarframleiðslu landsmanna, að takmarka veiði, og er nefndinni þá heimilt að ákveða, hvenær söltun megi hefjast; svo og að takmarka eða banna söltun um lengri eða skemmri tíma og ákveða hámark söitunar á hverju skipi. 8. gr. — Síldarútvegsnefnd út- hlutar veiði- og verkunarleyfum. Allir sildarútgerðarmenn skulu fyrir þann tíma, er nefndin ákveður, sækja um veiðileyfi fyrir skip sín. Skal í leyfisbeiðninni tilgreina tölu skipa, stærð og einkennistölu og áætla afla til verkunar. Ennfrem- ur skal skýra frá hjá hvaða salt- anda og hvernig síldin skuli verk- uð, svo og hver hafi sildina til sölumeðferðar. Allir sildarsaltendur skulu fyrir sama tíma sækja um verkunarleyfi til nefndarinnar og skýra frá. hve margar tunnur hverrar tegundar þeir óska að verka og af hvaða skipum. Hver saltandi, er söltunarleyfi fær, er skyldur að hlíta fyrirmæl- um nefndarinnar um hámark verk- unargjalds á hverja tunnu, sem hann saitar fyrir útgerðarmenn, og um ábyrgð á sildarverkuninni. Allir sildarframleiðendur eru skyldir að láta nefndinni i té þær upplýsingar, sem hún krefst og stuðlað geta að því að veiðinni verði hagað eftir söluhorfum, og skulu þeir hlíta fyrirmælum hennar í þeim efnum, en skylt er nefnd- inni að hafa um þetta sem nánasta samvinnu við síldarframleiðendur. Skýrslur um veiði og verkun skal gefa nefndinni daglega. 9. gr. — Ráðherra setur með reglugerð nánari fyrirmæli um fram- kvæmd undanfarandi ákvæða, svo sem að hver sildareigandi ber á- byrgð á gæðum sinnar sildar, ákvæði um jafnaðarverð á síld sömugæða, umboðslaun til að standast kostnað á sölu og öll þau atriði önnur, er hann telur þurfa. 10. gr, — Brjóti löggiltur útflytj- andi ákvæði laga þessara eða reglu- gerða, sem settar eru samkvæmt þeim, getur síldarútvegsnefnd svift hann löggildingu og kært hann til fjársekta. 11. gr. — Nú telur ríkisstjórnin og síldarútvegsnefnd, með tilliti til markaðslanda og innanlandsástands, að betur muni notast útflutnings- möguleikar með því að taka upp einkasölu á síld, og getur ríkis- stjórnin þá, með samþykki síldar- útvegsnefndar, ef félag síldarfram- leiðenda, sem uppfyllir ákvæðí 3. málsgr. 4. g.r., æskir þess, veitt því um ákveðinn tíma einkarétt til að selja og flytja síld til útlanda, enda séu þá framkvæmdarstjórar tveir, og tilnefnir síldar.útvegsnefnd annan þeirra. Sé slikur félagsskapur sildarfram- leiðenda ekki til eða síldarútvegs- nefnd rnæli eigi með því, að hon- um sé veittur slíkur einkaréttur, get- ur ríkisstjórnin falið síldarútvegs- nefnd einkasölu á síld til útlanda, enda komi samþykki nefndarinnar til. Ræður þá síldarútvegsnefnd tvo framkvæmdarstjóra til þess að ann- ast síldarsöluna og gerir aðrar þær

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.