Siglfirðingur


Siglfirðingur - 26.01.1935, Blaðsíða 4

Siglfirðingur - 26.01.1935, Blaðsíða 4
4 SIGLFIRÐINGUR Frosinn fiskur Tilkynning til skattgreiðenda. Eyðublöð undir skattaframtöl er nú verið að bera út til skattgreiðenda. — Fái einhver eigi eyðublað, er hann beðinn að vitja þess á skritstofu nefndarinnar. Skattanefndin hefir skrifstofu í Vetrarbraut 9, uppi, (gengið inn að sunnan) og verður hún ópin á hverjum virkum degi kl. 5—7 e.h. allan febrúarmánuð. Verður þar tekið á móti framtalsskýrslum og þar veitir skattanefndin upplýsingar um allt það er að framtalinu lýtur — en alls ekki annarstaðar eða á öðrum tíma. — Allar framtalsskýrslur skulu komnar til nefndarinnar fyrir febrúarlok í síðasta lagi. Hver sá skaftgreiðandi, eins'takir menn jafnt sem félög, sem ein- hverja atvinnu rekur, hvort heldur er verzlun, iðnaður, handverk eða opinber staríræksla, skal Iáta framtali sínu fylgja greinilegan reksturs- reikning, og þeir sem skuldir telja fram, skulu láta skuldalista fylgja. eða sundurliða skuldirnar á framtalinu. Athygli útgerðarmanna skal vakin á nýjum eyðublöðum fyrir útgerð skipa og báta, sem fylgja ber framtali eiganda. Allar þær upplýsingar, sem áhrif geta liaft á skatt manna og útsvör ber að tilfæra greinilega á framtölunum. Kaupgjaldsskýrslum ber atvinnurekendum að skila fyrir janúarlok, Siglufirði, 25. janúar 1935. Skattanefndin. V erkstjórastaða bæjarins, saraeinuð byggingafulltrúastarfinu, laus til um- sóknar frá 1. apríl n. k. Arslaun 4000 kr. Umsóknir séu afhentar á bæjarfógetaskrifstofuna fyrir 20. febr. n.k. Skrifstofu Sigiufjarðar 26. jan. 1935. G. Hannesson. KAUPTILBOÐ óskast í svokallaða Vestesens-villu með lóðarréttindum og í svokallað hvíta hús Sören Goos við Gránugötu ásamt lóðarréttindum. Góðir borgunarskilmálar. Leigutilboð óskast einnig í eignir þessar. Skrifstofu Siglufjarðar 26. jan. 1935. G. Hannesson til sölu á frystihúsi h.f. Ásg. Péturss. & Co. Gullsmíðaverkstæði mitt. hefi eg opnað aftur á sama stað. Aðalbjörn Pétursson. Ný egg. Verðið lækkað. Kjötbúð Siglufjarðar Bæjarfréttir. Bæjarstjórnarfundur var haldinn hér í gærkvöldi. Hið merkasta er þar gerðist var þetta: Veganefnd leggur til að ráðinn verði frá 1. apríl næstkomandi verkstjón fvrir bæinn er jafnframt sé byggingarfulltrúi og áhaldavörður bæjarins. Árslaun séu 4000 krónur. Bæjarstjórn setur verkstjóra erindis- bréf. Sé starfinn auglýstur til um> sóknar og séu umsóknir afhentar á skrifstofu bæjarfógeta fyrir 20. febr. n.k. Hafnarnefnd samþykkti, að taka þátt í kostnaði við embætti þetta að fjórða hluta (1000 kr. á ári) gegn því, að maður þessi verði jafnframt verkstjóri og áhaldavörður Hafnarsjóðs. Allar fastar nefndir innan bæjarstjórnar voru endur- kosnar í einu hijóði. Fá voru og endurskoðendur bæjarreikninganna endurkosnir. Pá var kosinn í skattanefnd til 6 ára Sig. Kristjánsson, kaupm. og Gunnl. Sigurðsson varamaður. Bygg- ingarfulltrúi sagði lausri stöðu sínni og var Iausnarbeiðnin samþykkt. Lesið var upp erindisbréf við- gerðar og eftirlitsmanns útilagna raf- veitunnar. Var erindisbréfið ítar- legt og yfirgripsmikið. Skal viðgerð- armaður hafa í hendi uppsetningu nýrra raflagna utanhúss, uppsetningu nýrra staura, endurskoðun alls ljósa- kerfisins og viðgerðir á því er þar er áfátt og verða kann. Hannskal og koma í veg fyrir aðljósaleiðslu« kerfið trufli útvarpstæki bæjarbúu, og Ioks-skal hann einnig mæla tvisvar á ári rafleka í öllum húsum í bænum. Er þetta mikið starf og vanda« samt og væri óskandi að vei takist. Mætti í fljóti bragði virðast svo, að maðurinn muni ekki þurfa að slá slöku við ef hann á að inna allt það af heudi hjálparlaust er honum er uppálagt í erindisbréfinu. Hjálp er bærinn þó skyldur að kosta ef mikið tjón verður^af leiðsl- unum af völdum ofviðris. Til starfans er ráðinn Jóhann Jóhannesson rafvirki með 2000 kr. árslaunum. Ritstjóri og ábyrgðarm.: Sig. Björgólfsson. Siglufjarðarprentsmiðja. M a i s - m j ö 1, mjög ódýrt. - Egill Stefánsson.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.