Siglfirðingur


Siglfirðingur - 09.02.1935, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 09.02.1935, Blaðsíða 1
¦^*&g$&' 1) W' VIII. árg. Siglufirði, Laugardaginn 9. febrúar 1935 3. tbl. H r u n . Er stjórnin með ráðnum hug að vinna að hruni íslenzks atvinnureksturs o£ verzlunar? i. Pað mun vera í fersku minni allra Alþingiskjósenda, að allir flokkar lofuðu því i vor fyrir kosn- ingarnar að minnka atvinnuleysið í í landinu. Það er sennilegt, að allir flokkar hafi í kosningavímunni lofað heldur meiru en ætla mátti við skynsam- lega yíirvegun, að til mála kæmi að unnt yrði að framkvæma. Þegar um er að ræða lausn þessa mikla og flókna vandamáls allra þjóða, er í raun og veru um tvær leiðir að velja. Hin fyrri |er sú. að vinna að því að koma atvinnuvegunum í það horf að þeir gefi þeim er þá stunda lífsframfæri, auka þá og styðja með aðstoð ríkisvaldsins, styrkja þá bg efla svo, að sem allra flestir vinn- andi menn þjóðarinnar fái hjá þeim framfærzlu sína og sinna. Þetta verður vitanlega ekki hægt nema því aðeins, að' kraftar og af- kastaþrá einstaklinganna fái að njóta sín. Þessa leið hafa Sjálfstæðísmenn á stefnuskrá, °og að miklu leyti Bændaflokkurinn. Síðasta þing var nú þann veg skipað að andstöðu- menn þessarar sjálfsögðu stefnu komust í meirihluia, svo eigi varð fram komið nauðsynlegum- umbót- um í þessa átt, sakir ofsa þeirra óg óskammfeilni. Þessá leið má kalla „hioa einu nauðsynlegu" í skipulagsmálum at- vinnnveganna. Hin leiðin er sú að "halda uppi svokallaðri „atvinnubótavinnu". — Til þess að henni verði haldið uppi að nokkru gagni, þarf gífur- legt fjárframlag af hálfu hins opin- bera, en slíkt fé verður eigi fengið öðruvísi en með því að pína það með illu eða góðu út úr almenningi. Atvinnubótavinnan á að vinnast hvort sem raunveruleg þörf er fyrir framkvæmdirnar eða ekki. Hún verður oft — og oftar en hitt — að framkvæmast á þeim tíma þeg- ar örðugast er að vinna það sem að verulegu haldi má koma og sem er til verulegra þjóðfélagslegra nytja. Afrakstur þessarar vinnu verður því oft neikvæður — þ. e. féð er greitt fyrir fánýt störf — því er oft eytt til einkis. Hinsvegar getur svo farið, að með slíkri vinnu sé hægt að framkvæma nyt- samleg störf. Fyrri leiðin miðar að því að útrýraa orsökum atvinnuleysisins og þarmeð sjálfu atvinnuleysinu. Siðari leiðin er aðeins stundar- friður. Pegar fram í sækir viðheld- ur atvinnubótavinnan atvinnuleysinu og eykur það. Þessa síðari leið kaus stjórnin og hennar fylgismenn að fara, enda þótt ætla mætti að hver beilbrigð og viturleg stjórnmálastarfsemi hefði kosið hina leiðina. Þetta var þó engan veginn nein tilviljun í þetta sinn, því eins og kunnugt er, þá ráða Sósíalistarallri starfsemi hinna ráðandi flokka í þinginu og þá vitanlega í ríkisstjórn- inni með. Forráðamenn Tíma- manna hafa reynzt í öllum fram- kvæmdum hinir leiðitömustu við Sósialista og stundum gengið fram fyrir skjöldu í þjóðnýtingarbarátt- unni. Má nú telja þá orðna flokks- bundna Sosialista, flestalla, og þótt noLkrir þingmenn þeirra séu und- ir niðri allfjarri slíkri stjórnmála- starfsemi, eru þeir kúgaðir til auð- sveipni af járnhörðum flokksaga og hótun um atvinnusvifti, ef þeir láti sína eigin réitlætiskennd og sam- vizku fá yfirhöndina. Nú er, sem kunnugt er, efst á stefnuskrá Sosialista að umbylta öll> um sjálfstæðum atvinnurekstri og keyra hann í þjóðnýtingarhorf hvort sem slíkt skipulag samrýmist kröfum tímans og vilja þjóðarinnar eða ekki. Þeir láta sig engu skifta reynsluna og staðreyndirnar, enda þótt þær sýni svart á hvífu fánýti og skaðsemi stefnunnar. Prinsipin og teórían er þeim allt. Fyrir þessa sök leggja flokkar þessir alla stund á að torvelda allan sjálfstæðan at- vinnurekstur í stað þess að styðja hann og eru dæmin nærtæk því til sönnunar. að srjórnin gengur til þessa verks með ráðnum hug. Má fyrst minna á hækkun vega- vinnukaupsins, sem var bein árás á sveitabúskapinn, annarsvegar með því að gera- bændum sem erfiðast fyrir um rekstur búa sinna með kauphækkuninni, hinsvegar með því að koma losi á þá menn, er voru í vistum hjá bændum. Vonin um stundarhagnað og „frjálsræði" var eftirsóknarverðara en vista- böndin. Og meira aðsegjamunu margir yngri bændur hafa látið ginnast frá búum sínum um stund" sakir í sömu von um fljóttekinn gróða, Munu nú, semvbetur fer, vera farin að uppljúkast augu bænd- anna svo þeir sjá og skilja „dreng- skaparbragðið" við landbúnaðinn. í öðru lagi er kaupdeilan, er stjórnarliðar hófu við útgerðarmenn og nú er nýleyst. Par er vopnunum beint gegn sjáfarútveginum. Vitanlega er stjórn* ar klíkan eigi svo skyni skroppin að hún sjái eigi, að þegar svo- er örð- ugur hagur atvinnuveganna, að tekj-

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.