Siglfirðingur


Siglfirðingur - 23.02.1935, Page 1

Siglfirðingur - 23.02.1935, Page 1
VIII. árg. Siglufirði, Laugardaginn 23. febrúar 1935 4. tbl. Bókasafnið. i. Eitt af því er bráðast kallar að í þessumbæogþarf skjótra og röggsam- legra umbóta og gagngerðrar skipu- lagningar er bókasafn bæjarins. Eg býst við, að ekki sé nauðsynlegt að útskýra það hér, hvílíkur menniogarauki og menningarnauð- syn gott bókasafn væri bænum, bókasafn, sem dálítill veigur væri í og stjórnað væri með dugnaði og áhuga. Bókasafnsmálið er ekki og virðist aldrei hafa verið flokksmál, svo eigi þarf um að saka neinn flokkinn öðrum fremur um tómlæti það, er því hefir sýnt verið. Það virðist nokkurnveginn víst, að allir flokk- arnir hafa sýnt í því alveg óvenju góð samtök og samvinnu, annað tveggja, að láta málið algerlega af- skiftalaust-, eða þá að sletta tilsafns- ins svo lítilfjörlegnm styrkjum, að litlu hefir numið. Og „bókasafns- nefndirnar" hafa sýnt það og sann- að með áhugaleysi sínu og trassa- skap, að þetta mál hafi verið þeim og bæjarstjórn algjörlega utangarna. Buð þarf ekki annað en að líta í gerðabók bókasafnsnefndar til þess að sannfærast um þessi mál. Stund- um hafa liðið heil ár svo að engir fundir hafa verið haldnir, ellegar þá, og oftast, einn fundur á ári til þess að samþykkja bókakaup. All- ur vandinn hefir legið á bókaverð- inum og hið litla, er gert hefir verið fyrir safnið hefir hann gert, og oft lagt á sig allmikið erfiði fyrir lítil og engin laun. Mest mun hafa ver- ið lagt til safnsins eitt þúsund krón- ur á ári og sjá allir, hve slíkt fjir framlag er algjörlega ónógt,, er um er að ræða slíka stofnun. Fyrirþetta fé hefir átt að kaupa bækur, ís- lenzkar bækur, sem hafa verið og eru mjög dýrar; fyrir þetta fé hefir átt að binda bækurnar, gera við eldri bækur og halda þeim við og kaupa í skörðin, fyrir þetta fé hefir orðið að greiða húsaleigu fyrir safn-' ið, ljós og hita, og greiða bókaverði fyrir vinnu sina o. fl. Allt hefir þetta því orðið kák eitt, og ber safnið þess glöggan vott, ?ð til þess hefir algjörlega verið kastað hönd- unum. Safnið má heita algjörlega ósamstætt rusl, og svo lítíð að vöxt- um að furðu gegnir, eftir að hafa verið undir handarjarðri bæjarstjórn- ar og bókasafnsnefnda hennar í 16 ár. Er þetta þeim mun einkenni- legra þegar tillit er tekið til alls þess fjármagns, er bærinn hefir ráðið yfir, því sannarlega hefir Siglufjörður verið „ríkur bær“, og gæti svo enn verið. En það yrði of langt mál að fara nánar útí þá sálma að þessu sinni. í safninu mun nú vera um (eða tæp) 1000 bindi. Og sé litið yfir bókaskrána kemur fljótt í ljós hve fátæklegt safnið er og ósam- stætt. T. d. má heita, að safnið sé algjörlega handbókalaust. Ekki er þar til nema ein og ein bók af bók- um Bókmenntafélagsins, né annara merkra útgáfufélaga. Allt að þessum tíma hefir þó verið hægt að fá þess- ar bækur við vægu verði. Engin ritsöfn merkra rithöfunda eru til. Aldrei hefir verið haldið saman ísl. btöðum og aldrei hafa þau keypt verið. Hér á Siglufirði hafa mörg blöð verið gefin út. Sum þeirra eru nú hvergi til í heiminum, sam- stæð. Oll siglfirzku blöðin hefði ver- ið hægðarleikur fyrir safnið að eignast fyrir ekkert, ef nokkur fyrirhyggja hefði verið þar um af hálfu bókasafnsnefnda. I þessum blöðum öllum er þó að finna á- byggilegustu heimildir, sem fengizt geta um þroskasögu bæjarins frá því hann fékk bæjarréttindi og fyr. Og óneitanlega er það lélegur vitn- isburður um menningarþroska bæj- arstjórna og bókasafnasnefnda þessa tímabils, að framvegis skuli þurfa að leita útfyrir kaupstaðínn til þess að fá að líta í þessi gömlu blöð og hagnýta þær heimildir er þau hafa að geyma um sögu bæjarins. Pað var eftirtektarvert, að þegar Takið eftir. Eg undirskrifuð tek að mér að sauma karlmannaföt, upphluti og peysuföt. Guðbjörg Hjálmar sdóttir Túngötu 10 (uppi). lesið var upp í útvarpinu á mið- vikudagskvöld s.l. áætluð tjárfram- lög ríkissjóðs til bókasafna, voru þar tilnefnd bókasöfn allra kaupstaða landsins nema S igluufjarðar. Bókasafninu hérna er enginn styrk- ur ætlaður fram yfir það, er það kann að fá af því fé, er áællað er til sveitabókasafna! Undanfarin ár hefir ríkisstyrkur til bókasafnsins hérna verið 250 krónur og má ef til vi 11 búast við að svo verði nú, þó hreint ekki sé víst um það, þar eð síðastliðið ár mun ekki einusinni áætlað framlag úr bæjarsjóði hafa verið notað. Til þess að sanna og sýna hve lítilfjörlegnr styrkurinn til safnsins frá bæ og ríki er í framkvæmd- inni, skal settur hér síðasti (og lík- lega eini og fyrsti) ársreikningur bókasafnsins er birtur hefir verið opinberlega, Bessi reikningur er líka að því leyti merkilegur, að hann sýnir glögglega þau kjör er bóka- safnið hefir haft við að búa mörg undanfarin ár: Tekjur: Árstillög frá bæjarsjóði kr. 1000,00 — — ríkissjóði — 250,00 Samtals kr. 1250,00 Gjöld: Húsaleiga kr- 300,00 Hreingerning og eldsneyti — 100,00 Ýmiskonar (pappír í skrár og fleira — 50,00 Póknun til bókavarðar — 250,00 Eftir til bókakaupa, bók- bands og viðhalds á eldri bókum — 550,00 Samtals kr. 1250,00 Það skal þó tekið fram, að ríkis-

x

Siglfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.