Siglfirðingur


Siglfirðingur - 23.02.1935, Blaðsíða 2

Siglfirðingur - 23.02.1935, Blaðsíða 2
2 SIGLFIRÐINGUR sjóðstillagið hefir oft ekki verið svona rausnarlegt. Ressar tölur tala slnu máli. Pað veit hver einasti skynbær maður, sem nokkuð þekkir til bóka og bóka- verðs, hversu skoplega lítið at’ bók- um til heils bókasafns sem á að fullnægja lestrarþörf 2—3000 manna muni fáanlegt fyrir 550 kr. þegar þar frá dregst band nýrra bóka og viðhald alls safns- ins, sem fyrir er. Og bókasafnið er áskrifandi tímarita og ársbóka bókaútgáfufélaga sem kosta um 100 krónur. Og varla mundi það vansa- laust, ef bókasafnið gæti eigi staðið í skilum með áskriftagreiðslur sínar. II. Forráðamenn bæjarins verða að muna það, að nú hefir bærinn eign- azt sjálfstæða menntastofnun þar sem er hinn nýstofnaði gagnfræða- skóli. Sú stofnun leggur bæjarfélag- inu nýja kvöð á herðar til aukn- ingar og endurbótar bókasafnsins. Pað er víst tímælalaust ósk og von allra bæjarbúa, að þessi mennta- stofnun eigi fyrir höndum glæsilega framtíð, að nemendur hennar fjölgi og hún eflist og fullkomnist, og verði siglfirzkum æskulýð til þroska og blessunar. En bezta undirstaðan til slíks þroska er það, og verður fram- vegis hér, eins og allstaðar annar- staðar, að námfúsir unglingar og æskumenn eigi eitthvert athvarf þar sem þeim gefst kostur á aðaukaog efla þekkingu sína með sjálfsnámi og lestri yfirgripsmeiri bókmennta en námsbækurnar eru, sem lög- boðnar eru til skólanámsins. Pað sjálfsagða athvarf veður eigi veitt upprennandi menntafúsum æsku- mönnum með öðru en góðu bóka- safni og vistlegum lestrarsal. Auk þess yrði sá lestrarsalur kærkomið athvarf fjölda æskumanna, er nú eiga sér helzt athvarf á danskrám og drykkjuknæpum. Mundi margt foreldri vilja allhart á sig leggja til þess, að svo breyttist tízkan, að sona þeirra óg dætra yrði fremur að leita á lestrarsal bókasafnsins en á dans og drykkjukrám eða ballskákar- stofum. Eg er alveg viss Um það, að hver einasti bæjarfulltrúi, þeirra er nú eiga sæti í bæjarstjórn, hafa fullan vilja á að kippa þessu nauð- synjamáli í æskilegra horfennú er, því aldrei hefir niðurlæging bóka- safnsins komizt á hærra stig en á þessum vetri, einmitt þegar þessi marghrjáða stofnun er loks búin að fá gott og varanlegt skýli ynr höf- uðið. Pað er kunnugt öllum bæjar- búum að safninu er ætlaður stór og rúmgóður salur á kirkjuloftinu, þar sem bæði er nægilegt rúm fyrir bækur safnsins í bráðina og auk þess allstórt rúm afgangs til lestrar- stofu. Safnið var á síðastliðnu hausti flutt í þessi nýju híbýli, og væntu menn að útlán mundu hefjast á haustnóttum eins og áður. En svo brá þá við, að síðan hefir safnið legið eftirlitslaust i hrúgu á gólf- inu og vitanlega engum til gagns né nytja. Eg hefi heyrt að þetta stafi af því, að hyllur vanti undir bækurnar í þessum nýja bókasal. Og þær eru ekki komnar enn. Senni- lega er þetta að kenna fátækt bæj- arins, eða er það bókasafnsnefndin sem hér á sökina? En þar.ia liggur safnið undir skemmdum. Pað þarf ekki arinað en að bleyta komizt á gólfiðgegnum þakglugga. Pá er bóka- safnið í voða — alltkomið „á flot“. Er þetta ekki vítaverður trassaskap- ur að láta þúsunda króna virði Iiggja þarna á gólfinu mikinn part árs aðeins af því, að ekki sé fært, kostnaðar vegna (eða trassaskapar) að slá saman hyllum undir bæk- urnar? Allir bæjarbúar munu bera það traust til bæjarstjórnar og bókasafns- nefndar, að nú verði bókasafnið ekki lengur olnbogabarn, heldur óskabarn bæjarins og forráðamanna hans. Pað mætti sýnast svo, að bær, sem hefir efni á að kaupa á sama ári fasteignir sem vafasamur hagnaður mun affyrir á þriðja hundrað þúsund krónur, munaði ekki mikið um að sýna mestu og beztu menningar- stofnun sinni þá rausn, að hún mælti verða bænum í gagns og sóma en ekki vansæmdar. Par getur ekki komið tií mála fjárskortur. III. Prir bæir landsins hafa ný fengið sínar sjálfstæðu menntastofnanir: Siglufjörður, Neskaupstaður og Vest- mannaeyjar. Allir þessir bæir hafa það sameiginlegt, að eiga lítil bóka- söfn, sem, sakir skólanna, mega til ineð að vaxa og eflast, ef skólarnir eiga að geta keppt við aðra ámóta- kaupstaðarskóla, því allir aðrir bæ- ir, er slika skóla hafa, eiga stór bókasöfn, er landslög heimila sér- réttindi til að fá ókeypis allar bæk- ur íslenzkar er út eru gefnar hér- lendis og tveim örkum eru stærri. Eg gæti vel-hugsað mér, að ekki yrði torsóít að fá þessa þrjá bæi undir sömu réttindi ef t. d. bæjar- sljórn Siglufjarðar vildi vinna það til viðgangs síns eigin bókasams, að fá viðkomandi þingmenn til að flytja frumvarp til lagabreytingar í þessa átt. Ekki væri þar gengið á örbirg- an ríkissjóðinn til framlaga en hins- vegar fylgdi sá böggull skammrifi, að til bókavörzlu yrðu bæirnir að fá bókvitra menn og bókhneigða. Væri nú ekki reynandi fyrir bæjar- stjórnina hérna að hefjast handa og .hafa forgöngu um þetta. Að minnsta kosti væri ekki úr vegi að ræða þessa uppástungu. Hún er vel þess verð. Og kxmist máiið í þetta horf væri framtíð bókasafnsins borgið. Sig. Bj. A 1 þ i n g i . var sett 15. febr. samkv. ákvæðum stjórnarskrárinnar. Nefnda og em- bæltaskipun þingsins má heita ó- Lreytt frá því er var á síðasta þingi. Helztu afrek þingsins, enn sem komið er, er afnám heimildarlaga frá síðasta þingi fyrir rikisstjórnina til lántöku. Hafði heimildin af ó- gáli eða óðagoti orðið þá rúmum tveim miljónum of lá. Varúrþessu bætt þingsetningardaginn' og ný lántökuheirnild uppá lli miljón króna keyrð gegnum sameínaðþing og báðar deildir á þrem klukku- stundum. „Peir þurfa ekki að vera að hugsa sig lengi um þessir kallar, þó um sé að ræða 11 til 12 mil- jónir!" sagði einn fratnsóknarbur- geisinn. Nei. Peir eru ekki h;ssa. En landslýðurinn stynur og kiknar undir skattabyrðunum. Pað er nú orðið álika ástitt um stjórnarfleytu na og frá segir í vís- unni: „Vélin biluð, mastrið mölvað, matrósar í ólagi, vitlaus kompás, veðrið b'úlvað, verra engin skipstjóri! “ Hvað verður langt þangið til slík feigðarfleyta strandarog sekkur? í b ú ð i n Lækjargata 15B ásarnt lóðar- réttindum er til sölu nú þe£» ar, semja ber við Kristinn Jóakimsson.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.