Siglfirðingur


Siglfirðingur - 09.03.1935, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 09.03.1935, Blaðsíða 1
VIII. árg. Siglufirði, Laugardaginn 9. marz 1935 5. tbl. „ Handjárn ". Eru Jafnaðar- o£ Framsóknarmenn Siglu- fjarðar komnir undir handjárna-okið? Síðastliðið ár hefir Sverre Tynes gengt byggingafulltrdasfarfi bæjarins. Hinn 17. jan. s.l. lagði hann upp- sögn sína fyrir byggingarnefncl. Pótti ýmsum eftirsjá að Sverre, því hann var starfi sínu vel vax- inn á marga lund og vann að því með trúmennsku og reglusemi. Síðastliðið haust kom til orða meða.l bæjarfulltrúanna, að æskilegt væri, að ráðinn yrði maður, er hefði með höndum allar vorklegar framkvæmdir bæjarins og stjórnaði þeim og annaðist jafnframi áhalda- vörzlu fyrir bæinn. Vakti Jdh. F. Guðmundsson bæj- arfulltrúi fyrstur máls á þessu, og benti þá á, að völ mundi á ágæt- Iega hæfum manni til starfans, en það var þáverandi verkstjóri við byggingu Ríkisverskm., Karl Frið- riksson. Fékk mál þetta beztu undirtektir meðal bæjarfulltrúanna. Pegar Sverre Tynes sagði upp starfa sínum, var mál þetta upp tekið að nýju, og samþykktu þá hafnarnefnd, bygginganefnd, vega- nefnd og fjárhagsnefnd að sameina í eittembætti störf byggingarfulltrda, verkstjóra hafnar og bæjarögskyldi starfsmaður þessi auk þess gegna áhaldavörzlu hafnar og bæjar| Pótti sýnt, að með þessumundi sparazt mikið fé. Varð það svo að ráði bæjar- stjdrnarað starfinn skyldi auglýstur laus tii umsóknarog launin ákveðin 4U00 kr. á ári. Starfi þessi var svo auglýstur til umsóknar 26. jan. og skyldi um- sóknarfresturinn vera til 20 febr. Prír menn sótlu um stöðu þessa, þeir Lúðvik Kemp, vegaverkstjóri, Páll Jónsson, trésmiður (bdsetlur hér í Siglufirði) og Karl Friðriksson, sá er fyr getur. Pess má geta hér, aðýmsir fleíri mætir menn ætluðu, að sækja um stöðuna, en hættu við það sakir þess, að allir töldu víst að flestall- ir bæjarfulltrdarnir væru ákveðnir í því að greiða Karli atkvæði, og væri honum því staBan vís. Pað höfðu líka ýmsir bæjarfull- trdar — og varafulltrdar — látið ótvírætt í Ijósi, að þeir væru ráðn- ir í því, að greiða Karli atkvæði, þar á meðal þeir Hannes og Jóh. F. Guðm., enda hafði sá síðar- nefndi frá öndverðu barizt fyrir því, að Karli yrði veitt staðan, og fullyrt við hann sjálfan, að svo mundi fara. En þegar líður að bæjarstjórnar- fundi þeim, er veita skyldi stöðuna, heldur Jafnaðarmannafélagið fund urn málið, og mun á þeim fundi hafa verið fast ákveðið og svo fyrir skipað, að vinna að því, að Páll en eigi Karl yrði kosinn. I sambandi við þetta hafa gengið ýmsar sögur um bæinn, og þætti mér gaman að fá að vita hvort slíkar sögur séu sannar — t. d: Hvort Jóh. F. Guðm. hafi verið hótað brottrekstri dr Jafnaðarm, fél. ef hann kysi Karl. Hversvegna Kristj, Sigurðsson mætti á bæjarstjórnarfundi í stað Jóhanns, enda þótt Jóhann væri í bænum og eigi forfallaður svo vitað væri? Hversvegna Hannes greiddi ekki atkv. með Karli, eins og hann hafði áður lýst yfir að hann mundi gera? Pví fullvíst má telja, að svo hafi eigi verið. þrátt fyrir það þótt kosningin væri „leynileg". Var þarna beitt „handjárna-aga" stjórnarklíkanna til þess að bola frá embætti pólitískum andstæð- ingi? Öllum þessum spurningum væri fróðlegt að fá svarað. Pað er mik- ill fjöldi bæjarbda undrandi yfir afgreiðslu þessa máls. Pað skal þógreinilega tekið fram, að greinarkorn þetta er alls ekki skrifað í þeim tilgangi, að vekja vantraust á Páli, því fer fjarri. En hitt er heldur, að þessi em- bættisveiting stappar nærri að sé allmörgum bæjarfulltrúunum til stórrar hneysu, vegna þess, að meirihluti bæjarfulltrdanna mun hafa lofað fylgi sínu við Karl, og hefði hann því óumflýjanlega hlotið starfann, ef þeir hinir sömu hefðu ekki hvikað frá loforðum sínum (og sannfæringu?) Par að auki má geta þess, að Karl, sem mun hafa — og ekki að ástæðulausu — talið sér stöðuna vísa, samkvæmt fullyrðingum um meirihlutafylgi, hefir lagt á sig all- þung fjárhagsleg dtgjöld og mikla fyrirhöfn til þess að bda sig undir starfann. Auk þessa varð þessi !von hans um þetta embætti þess valdandi. að hann setti sig dr færi að taka tilboði um vel launaðan starfa, er honum bauðst frá vegamálastjórn- inni. Pessi veiting e r þvi pólitísk — ámóta og veitingarnar á embættum þeim, er nýverið eru veitt af stjórn Ríkisverksmiðjanna. En þess ber að gæta að í báðum tilfellum mun stjórnarliðið hafa þótzt nauðbeygt til að fara nákvæmlega! eftir 32. gr. „Fjögra ára áætlunarinnar" (Málefnasamninghins") sem kratarn- _ ir gáfu út fyrir kosningarnar 8.1. sumar. Áætlun þessi heitir „íslenzk 4 ára áætlun 1935—39" og þar stendur þetta á bls. 13. 32, gr.: Flokkarnir ætla „.....tðvinna að því, aðöllum verði gefin jöfn aðstaða til að keppa um stöður við hverskonar opinberar stofnanir og að eingóngu verði valið í stöð- urnar eftir hæfileikum um- sækjenda." Petta væri og er gullvæg regla,

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.