Siglfirðingur


Siglfirðingur - 09.03.1935, Blaðsíða 4

Siglfirðingur - 09.03.1935, Blaðsíða 4
SIGLFIRÐINGUR Röng mælitæki og rangar vogir. Pað hefir ekki verið um það getið í blöðum stjórnarflokkanna né í út- varpinu að upp er komið og opin- bert, að mikill meirihluti mælitækja voga, lóða og kvarða austan og norðaustanlands hefir við rannsókn reynzt stórkostlega rangur. Kom í ljós við rannsókn, er M. Guðm. fyrv. dómsm.ráðh. fyrir skipaði. og löggildingamaðnr mæli- tækja, Óskar Bjartmars, framkvæmdi að skekkjan hefir numið 5—15 prc. og i mörgum tilfellum uppí 20 prc. Pað hefir aldrei verið tilgangur- inn hjá þeim, er á þetta hneyksli hafa minnzt, að halda því fram, að hér sé um vísvitandi svik að ræða af þeirra hálfu er mælitækin eiga. En þegar stjórnarblöðin gera úlf- alda úr mýflugu ef um er að ræða miklu smávægilegri misfellur í at- vinnurekstri, t. d. mælitæki Kveld- úlfs og flöskurnará Korpúlfsstöðum, skyldu menn ætla að vandlætingin kæmi eigi síður fram við aðra, — jafnvel flokksmennina sjálfa. Ætli hefði ekki heyrzt óp og ýlfran úr herbúðum stjórnarliðsins yfir samskonar vanrækslu og slíkt kallað þar „glæpamennska", „ok- ur", „auðvaldskúgun", og jafnvel höfðað mál og fyrirskipuð saka- málsrannsókn, ef andstæðingar hefðu átt í hlut. En nú vill svo til, að mikill hluti þessara fyrirtækja eru kaupfélög og stofnanir, er stjórnar- liðið álítur viðurhlutamikið að styggja með miklu brölti og hávaða. Hefir því verið þagað um þetta. En óviðkíinnanlegt finnst mörg- um, að haldið skulí hlífiskyldi yfir samskonar „athæfi" stjórnarliða og stjórnarandstæðingar eru ofsóttir fyrir með odd og egg. Löggildingamaður hefir nú sent skýrslu til stjórnarinnar, ogþað fyrir all-Iöngu, um þetta hneykslismál. En það hefir algerlega verið um þetta þagað. Hvað mikið hafa þessar stofnan- ir haft af viðskiftamönnunum með þessum mælitækjum? Og því fá ekki þessir aðilar refsingu að lög- um fyrir notkun rangra mælitækja? Á þessar vogir hafa þó vegnar ver- ið vörur bændanna og sjómann- anna, ullin, kjötið, nskurinn, olían og fleira. Verið einhuga um að líftryggja yður hjá eina innlenda líftryggingarfélaginu LÍ FT RYGGINGARDEILD Sjóvátryg£ingarféla£s íslands h.f. Umboðsmaður á Siglufirði er Porraóður Eyólfsson konsúll. Hér skulu nefnd dæmi: Hjá Kaupfélaginu á Hornafirði voru 9 vogir rangar, þar af 6 stórar decimalvogir (200—500 kg.). Par voru 58 lóð röng, en 26 rétt, og hin þyngri lóðin voru röng, en hin léttari (gramma-lóðin) voru rétt. Hjá Kaupféiaginu á Reyðarfirði voru 6 decimalvogir (200—500 kg.) allar rangar. Par voru 35 lóð röng, þar á meðal öll þyngri lóðin, en aðeins 5 rétt, smálóð, er vega 50— 500 grömm. Par voru tveir kvarð- ar í búðinni, báðir rangir. Hjá Kaupfélaginu á Mjóafirði voru öll mælitæki ólöggild og röng nema ein lítil borðvog. Hjá Kaupfélaginu á Seyðisfirði vöru þrjár stórvogir rangar, en ein lítil borðvog rétt, 19 lóð röng, en 5 rétt, og báðir kvarðarnir rangir. Hjá Kaupfélaginu á Húsavík voru 4 vogir rangar, þar af ein stór (500 kg.), annar hver kvarði var rangur og auk þess ein olíudæla frá Olíu- verzlun íslands (Héðni Valdimars- syni) sem var röng. Hjá Pöntunarfélagi alþýðu á Norð firði voru allar vogir réttar nema sú stærsta (600 kg. vog), sem var röng. Par \oru öll 27 lóð röng" og sömu- leiðis báðir kvarðarnir Hjá Olíuverzlun íslands (Héðni Valdimarssyni) á Seyðisfirði varein stór vog f500 kg.J og 8 lóð - allt rangt. Hjá sarna fyrirtæki á Fáskrúðs- firði er ekki getið í skýrslunni nema um eitt mælítæki, stdra rennilóðs- vog — en hún var röng. Pær hefðu ekki verið litlar fyrir- sagnirnar í stjórnarblöðuntim.ef slík T i 1 s ö 1 u húsið No. 4 við Miðstræti, ásamt lóðarréttindum. Upp- lýsingar í Miðstræti 4 (uppi). Harðfiskur og Hangikj öt fæst í / Kjötbúð Si^lufjarðar, Leikfimisskór gráir og svartir. Flókaskór fleiri litir, fást hjá Si^. J. S. Fanndal. mælitæki hefðu fundizt hjá Kveld- úlfi norður á Hesteyri eða í Rvík, eða á Korpúlfsstöðum, eða yfir höfuð hjá einhverjum meiri háttar stjórnarandstæðingi. Nú þegja sljórn- arblöðin og þora ekki að hreyfa sig. — Pað eru sem sé þeirra menn sem þarna eiga hlut að máli.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.