Siglfirðingur


Siglfirðingur - 26.03.1935, Side 1

Siglfirðingur - 26.03.1935, Side 1
VIII. árg. 1 Siglufirði, Priðjudaginn 26. marz 1935 6. tbl. Utgerðar- og málningarvörur Firma, sem getur tekið að sér (um síldveiðitímann og í sumar og framvegis) umboðssölu á útgerðar- og málningarvörum á Siglufirði fyrir *iig— eins og firma Sören Goos að undanförnu — snúi sér góðfúslega til mín hið fyrsta. ATH. Gott búðarpláss við aðalgötu^bæjarins eða sem næst henni og fagkunnátta nauðsynleg. O. ELLINGSEN. Símnefni: Ellingsen, Reykjavík. Reykjavík. Jón Porláksson borgarstjóri Reykjavíkur, andaðist aðfaranótt 22, þ. m. Banameinið var hjartabilun. Pessa mikilhæfa manns verð- ur nánar getið hér í blaðinu síðar. Bókasafnsmálið á Alþingi. í 4 tbl, Siglfirðings þ. á. birtist grein um bókasafn Sigtfirðinga, nið- urlægingu þess og óreiðu þá, sem það nú er í. Var þar stungið upp á, að bæjarstjórn hlutaðist til um, að ílutt yrði á Alþingi breytingar- till. við prentsmiðjulögin þannig, að bókasafnið fengi ókeypis eintak af öllum prentuðum bókum og blöðum íslenzkum. Var þar gert ráð fyrir, að þeir islenzkir bæir, er gagn- fræðaskóla hafa fengið, en hafa ekki réttindi til ókeypis bóka handa bókasöfnum sínum, fengi þessi rétt- indi. Pessir bæir eru Siglufjörður, Neskaupstaður og Vestmannaeyjar. Pað var bent á þessa leið vegna þess, að sýnt þótti, ef eigi væri til- færð einhver forréttindi til þessarra hlunninda, mundu þingmenn hrúa inn í frumvarpið breytingartillögum hver til hagsmuna „sínu“ bókasafni þangað til málinu yrði siglt í strand. Og einmitt vegna þess, að alveg eins var ástatt um Vestm. og Nes- kaupstað og Siglnfjörð, var stungið uppá, að allir þingmenn þessara staða flytti frumvarpið í sameiningu eftir undirlagi bæjarstjórnar Siglu- fjarðar. Var þá vel séð fyrir fram- gangi frumvarpsins og sennilegt, að fiutningsmenn, allir í sameiningu, hefðu getað komið því til leiðar, að það hefði fiogið í gegn breytingar- laust. Rúmri viku síðar en grein þessi birtist í Siglfirðingi, er máli þessu dembt inn í þingið af Bern- harði Stefánssyni einum og einungis til handa Siglufjarðarkaupstað. Petta var að vísu dálítið spaugi- legt, sérstaklega vegna þess, að í fyrsta lagi er þess hvergi gelið í greinargerð, að hvers undirlagi frv. er flutt og mun enda flutt að bæj- arstjórn hér og bókasafnsnefnd báð- um fornspurðum. Mál þetta er með öðrum orðum gert fiokkspóli- tískt með því að láta sýnast svo, að það komi frá Kramsóknarflokkn- um af umhyggju hans fyrir menn- ingarmálum Siglufjarðar, og svo mikið kapp lagt á þá hlið málsins, að hitt láist algjörlega, að leita um- sagna réttra aðila svo sem bæjar- stjórnar hér og bókasafnsnefndar. Pað verður þó aldrei framhjá því gengið, að bókasafnið, ef réltindin til ókeypis bóka fást, verður a 11- verulegur fjárhagsbaggi á bænum, sem vissutega heyrir undir bæjar* stjórn að ákveða um, hvort bærinn vill eða treystist að bera. Verði frumv. samþ. er hinsvegar harla óviðkunnanlegt, ef bæjarstjórn kynni að neita um nauðsynleg fjárframlög til safnsins og viðfeldnara, að hún ltefði fengið að ráða um það ráð- um sínum, áður en frv. var Iagt fram, hvort hún vildi eða treysti sér til að standa straum af kostn- aðinum og hvort hún yfir höfuð kærði sig nokkuð um slíkan mála- flutning á Alþingi. Auk þessa er svo átthaga- eða hreppapólitik hleypt í málið á Alþingi, sem beinni afleiðingu af því, að ekki er leitað samvinnu við þingmenn hinna tveggja kaupstaðanna er alveg eins stóð á fyrir. Nú er svo komið máli þessu á þingi, að telja verður mjög vafasamt að frumvarp þetta, um breytingu prentsmiðjulaganna, verði samþykkt, vegna þess, að alltaf eru þingmenn að skjóta inní frumv. fleiri og fleiri bókasöfnum. Eru bókasöfnin nú orðin átta og sennilega vonáfleir- um. Má því búast við, að þetta frumhlaup með flutning þessa frumvarps muni draga þann dilk á eftir sér, að annað tveggja verði frumv. sjálfdautt eða dagi uppi, ellegar þá, að það verið fellt. Hefði hinsvegar þau ráð verið upp- tekin, er bent var á í fyrnefndri Siglfirðingsgrein, mundi málinu nú sennilega borgið, því líklegt má telja, að bæjarstjórn hefði brugðizt vel við, ef farið hefði verið að þess- um ráðum, en hinsvegar óvíst um það, hversu hún mun nú við þessu snúast, fyrst farið var á bak við hana með þetta nauðsynjamál. Pað má vel vera, að bæjarstjórn geti enn borgið máli þessu ,ef vitur-

x

Siglfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.