Siglfirðingur


Siglfirðingur - 06.04.1935, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 06.04.1935, Blaðsíða 1
W' 'i VIII. árá. Sigluíirði, Laugardaginn 6. apríl 1935 7. tbl. Jón rorláksson b o r g a r fæddur 3. marz 1877, Pað «r óhætt að t'ullyrða það, að sjaldan hefir öll ísl. þjóðin orð- ið harmi lostnari við fráfall riokk- urs manns í síðari tíð en þá er andlátsfregn Jóns Porlákssonar barst með símanum og útvarpinu út urn byggðir landsins. Menn setti hljóða. Pað skildu það allir, jafnvel andstæðingar hans, að þar varð þjóðin á bak að sjá þeim syninum, er hún sízt mátti án vera á þessum ólánstímum óár- anar og óstjórnar. Og þó munu Reykvíkingar mest afhroð goldið hafa við fráfall hans. Pað vissu allír, að Jón var heilsu- veill hin síðari ár, en þó mun öll- um hafa komið andlátsfregn htns á óvart. Menn áttu bágt með að átta sig á þrí, að einmitt þessi ó- missandi maður væri dáinn — horfinn, fyrirvaralaust. því enda þótt hann væri sárþjáður, fannst lítt á um störf hans, sem hann vann með sömu elju síðustu dag- ana eins og áður. Jón Porláksson er fæddur að Vesturhópshólum í Húnavatnssýslu 3. marz 1877, sonur Porláks Por- lákssonar, bónda þar, og konu hans Margréfar Jónsdóttur, prests Eiríks- sonar. Jón varð stúdent úr Lærða- skólanum í Rvík 1897, með hærri einkunn er nokkur hefir þar hlotið fyr eða síðar. Síðan hóf Jón verkfræði- nám við Polyteknisk Læreanstalt í Kbh. og Iauk þar námi 1903 með fyrstu einkunn. Að loknu námi hvarf hann heim til íslands og var við ýmsar verklegar framkvæmdir, Flóaáveituna o.fl. 1905 varð Jón landsverkfræðingur og gegndi því starfi til 1917. Eftir að Jón hafðí lokið námi, fór hann að gefa sig við stjórnmálum og bauð sig fyrst stj óri, dáinn 20. marz 1935. fram ti! þings í Arnessýslu, en náði þar eigi kosningu. A þing var Jón kösinn í Reykjavík 1921 og sat á þingi sem þingm. Rvíkinga til 1926, eu síðan sem landskjörinn þing- maður. Varð Jón strax einn af foringjum Sjálfstæðisflokksins og formaður hans um langt skeið, unz hann baðst undan því starfi 1934, sakir vanhéilsu. Fjármáiaráðherra varð Jón í 3. ráðuneyti Jóns Magn- ússonar 1922 — 1924 og forsætisráð- herra eftir andlát Jóns Magnússon- ar 2ó. júní 1926, en baðst lausnar fyrir ráðuneyti sitt 28. ágúst 1927, er Sjálfstæðisflokkurinn hafði kom- izt í þingminnihluta við kosningar á því sumri. Auk þingstarfa gegndi Jón fjölda annarra trúnaðarstarfa. 1906 var hann kosinn í milliþinganefnd er fjalla skyldi um framkvæmd Flóaá- veitunnar, 1917 í milliþinganefnd í fossamálum, 1928 í utanríkismála- nefnd og s. á. í milliþinganéfnd í skaltamálum, en baðst undan þeim starfa. Borgarstjóri í Reykjavík varð hann 1932 og gegndi því starfi ti! dauðadags. Eitt af mestu þrekvlrkjum Jóns var það, að rétta við fjárhag þjóð- arinnar á þeim stutta tíma.erhann hafði yfirstjórn fjármálanna með höndum. en- fjárhagsafkoma ríkisins var komin í botnlaust öngþveiti í höndum samsteypustjórnarinnar er áður hafði farið með völdin. Hafði Jón, áður en hann tók við, gert rækilegt yfirlit yfir fjárhagsástæð- urnar í tnörgum flugskörpum grein- um, og benti á ráð til viðreisnar. Og er hann tók við fjármálastjórn- inrii, lét hann ekki lenda við orðin tóm, en stöðvaði algerlega skulda- söfnun og sneri svo við blaðinu að skuldirnar minnkuðu í höndum hans uin fullar 6 miljónir króna á rúmum þrcrn áruni. Vann Jónsér þar þá frægð, er seint mun fyrnast, og mundi margur ósií.a, að hans hefði lengur mátt við njóta þá við fjármálastjórnina. Enda fór svo, að fljótt seig aftur á ógæfuhliðina er hann lét i.f fjármálastjórninni og er nú eigi annað sýnt, en að þjóðin innan skamms muni missa sjálf- stæði sitt og verða undiriægja ann- ara sakir fjárbruðlunar þeirra skammsýnu manna, er síðan hafa með völdin farið. Jafnvel andstæðingar J>5ns hafa orðið að játa yfirburði hans um fjármálaþekkingu. Og síðan Jón tók við stjórn bæjarmálefna Rvíkur hefii borgin eflzt stórkostlega að efnum og margvíslegum fram- Útgeröar- og málningarvörur Firma, sem getur tekið að sér (ura síldveiðitímann og í sumar og framvegis) umboðssölu á útgerðar- og málningarvörum á Siglufirði fyrir aaig — eins og firma Sören Goos að undanförnu — snúi sér góðfúslega til mín hið fyrsta. ATFl. Gott búðarpláss við aðalgötu lbæjarins eða sem næst henni og fagkunnátta naúðsynleg. O. ELLÍNGSEN. Símnefui: Ellingsen, Reykjavík. Reykjavík.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.