Siglfirðingur


Siglfirðingur - 06.04.1935, Blaðsíða 2

Siglfirðingur - 06.04.1935, Blaðsíða 2
2 SIGLFIRÐINGUR kvæmdum, end;i bótt öiuát virðist hafii stefnt fyrir öðrum bæjarfélög- um er betri virtust h.ifa ástæðurnar. Enda þótt Jón væri afburðamað- ur á fjármálasviðinu. mátti hann jafnvígur heita á hvað sem hann beittist fvrir, því gáfurnar voru yfir- burða miklar og glæsilegar og mað- urinn flestum fjölfróðari. Málafylgjumaður var Jón með afbrigðum, og allan málallutning sinn byggði hann á rökum og sann- girni, en for'ðaðist alla ilikvitni og persónulegt hndtukast. Hann þurfti aldrei að taka til sli rn herbragða og enda þótt oft væri á hann ráð- izt með ósvífni af grunnfærnum andstæðingum, svaraði hann aldrei í sama tón. Hirtingavöndur hans var rökin. Og sást það oft á, að þar sveið undan, meira en þeim vopnum, er skeleggari virtust. Einn af allra beztu ræðumönnum þings- ins var Jón, og allra manna prdð- astur. Pað mál, sem Jóni var allra hug- stæðast á síðustu árum var raf- rnagnsmálið. Var það lengi að vefjast fyrir stjórnmálamönnum þjóðarinnar, og náði iyrst fullkomn- um framgangi, er Jón lngðist þar á sveif með öllum aínum áhuga og kappi með forsjá. Og nd, er hann féll frá, hafði hann komið máli þessu i öruggt horf. Jón hafði á Alþingi borið fram frumvarp um rafvirkjun fyrir byggðir lands- ins. Var með fiumvarpinu stefnt að skipulagi þossa mikla þjóðþrifa- máls og ætlazt til að rikissjóður leggði fram mestan kostnað við undirbdning málsins. En enda þótt flestir viðurkenni, að þetta muni vera langmerkasta frum- varp er fram hefir komið á Alþingi, bæði um stórhug þess og þjóðmenn- ingarlegt gildi, böðluðust andstæð* ingarnir þó gegn því, svo að það féll í það sinn fyrir offoisi þeirra, töldu þéir þetta kosningabeitu til að ginna bændur til fylgis við málstað Sjálfslæðismanna. En hinn rökfasti sterki maður stóð að baki málsins og vann marga andstæð- inga til fylgis við það, unz dr varð hin stórkostlega virkjun Sogsfoss- anna, sem nd er svo gott stm hafin. Pað er ekki gott um það að segja hvenær eða hvort þjóðinui tekst að beina leiðum sínum inn á þær brautir, er liggja frá fyriihyggju- lausri fjársóun síðustu 8 áranna, en veiði nokkurntíma aftur bjart, svo að sól megi sjá á ísl. fjármáhi- Hjartanleéa þakka eg öllum fjær og nær, S2m hafa sýnt hluttekningu við fráfall og jarðarför mannsins míns sáluga, Jóns Porlákssonar borgarstjóra, og heiðrað minningu hans á svo margvíslegan hátt. Reykjavík, 29. marz 1935. Ingibjörg Cl. Porláksson. T i Iky n nin Eg undirritaður hefi selt hr. Ilelga Asgrímssyni verzlun mína, Bákkabúðina, og vona að heiðraðir viðskifsavinir mín:r sýni honum sömu velvild og þeir hafa áður mér sýnt. Jóhann F. Guðmundsson. Samkvæmt ofanrituðu hefi eg keypt verzlun Jóhanns F. Guð- mundssonar, og mun eg framvegis reka hana undir nafninu: Verzlun Helga Ásgrímssonar. Eg vænti að heiðrnðir viðskiftavinir fyrverandi eiganda verzlunarinnar láti mig njóta viðskilta sinna framvegis. Eg mun kappkosta að hata einungis 1. flokks vörur við lægsta verði. Virðingarfyllst. Helgi Asgfímsson. himni, verður aftur horfið að hug- sjón hins mikla, fallna foringja og allar landsins byggðir Iýstar og vermdar með afli hinna hvítu kola. Annað stórmál hafðí Jón lagt mikið kapp á að undirbda, en það var notkun jarðhita til hdsahitunar. Ritaði hann um það merkar greinar og hafði kynnt sér það dt í æsar og meðal annars ferðast til Ítalíu í því skyni. Var nd svo komið að við dauða Jóns, hafði verið samið um kaup á jarðhitaréttindum í landi Reykjajarðar i Mosfellssveít og víðtækar rannsóknir gerðar um jarðhitamagn í nágrenni Reykjavík- ur. Var það hugmynd Jóns, að hitaveitunni yrði hrint í tramkvæmd jafnhliða Sogsviikjuninni. Og enda þótt hinum falina foringja entist eigi aldur til að sjá fyrir fram- kvæmdir þessara stórmála, var þó höfuðstaðnum, fyrir hans forsjá, tryggð sd framtíð að geta otðið bjartasta og hlýjasta höfuðborg heims, þrátt fyrir norðlæga hnatt- stöðu. Jón rak umfangsmikla sfórverzl- un lengi einn og síðar undir firma- nafninu J. Poi láksson og Norðmaun. Átti verzlun sd verulegan þátt í mörgum iðjufyrirtækjum. Jón kvæntist 10. ágdst 1904 Ingibjörgu dóttur Valgarðar Clae- sen’s, landsféhirðis. Voru þau hjón barnlaus, en ólu upp tvær kjördætur, Onnu og Krislínu. Auk þess studdu þau hjón mörg ungmenni til mennta. Jón var skapfestumaður mikill og vinfastur og átti fjölda einkavina. En hitt er þó meira um vert, að allur bezti hluti íslenzkrar þjóðar unni honum hugástum, og það jafnvel sumir vitrustu audstæðingar hans. Jarðarför Jóns fór fram fimmtu- daginn 28. f.m. Mun það fjöl- mennasta jarðarför og viðhafnar- mesta er fram hefir farið á landi hér. Öll þjóðin átti þess kost að fyigja þessum hjartfólgna syni til moldar, gegnum dtvarpið. Margar þakklátar hugsanir hafa vafalaust á þeirri stundu stefnt að kistu hins látna mikilmennis. Fjóðin syrg’r hann og geyrnir minningu hans í þakklátum huga. Mun nafn hins stórgáfaða atorkumanns og óiga- og æsingalausa foringja geymast og glitra á spjöldum sögunnar viðhlið þeirrá er með mestum ágætum hafa verið með íslenzkri þjóð. Hinw mikli flokkur Sjállstæðismanna syrg-

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.