Siglfirðingur


Siglfirðingur - 13.04.1935, Blaðsíða 2

Siglfirðingur - 13.04.1935, Blaðsíða 2
2 SIGLFIRÐINGUR eigum vér -ekki framar von við- reisnar, Góðir Islendingar! Verjið einni kvðldstund til þess að íhuga ástand- ið. Fjárhagur þjóðarinnar er kom- inn i öngþveiti, — atvinnuvegirnir í rústir — ófriðarblikur svífa i lofti og landið er á hraðri leið lil að tapa sjálfstæði sínu. Hver veit hve langt er að bíða næstu harðinda, hafíss og fimbulvetrar? Vera mætti að eftir slika íhugun, þætti einhveij- um ráð að ausa hina sokkvandi skúlu, taka til áranna og snúa henni í rétt horf, en hleypa skipstjórnar- mönnunum, sem valdið hafa íiest- um áföllunum upp á land, — uppí „geldhyskið á ströndinni". J. J. Bæjarfréttir. f I fyrradag var haldið opinbert uppboð á afnotarélti bryggjanna suður af Gránuverksmiðjunni. Fýlgdi 9000 króna boð og 50 króna yfirboð. Allmargir voru þarna, er iék hugur á að ná í leiguréttindin, en — enginn treysti sér til að yfirbjóða bæinn. Uppboðinn lauk svo, að bærinn sat eftir með sínar bryggjur og sitt háa leigutilboð. f A fundi sem löggiltir rafvirkjar Siglufjarð- arkaupstaðar héldu 9. þ, m. var sarnþykkt að senda ríkisstjórninni eftirfarandi símskeyti: „Við undirritaðir löggiltir rafviikjar í Siglufirði skorum hérmeð á ríkis- stjórnina að bieyta tiihögun Ríkis- einkasölu á raftækjum og rafmagns- varningi í samræmi vió kröfur lög- giitra rafvirkja í Reykjavík og Hafn- arfirði og viljum sérstaklega mót- mæla því. að Sig. Jónasson verði forstjóri einkasöiunnar, þar eð fyrsta skilyrðið til þess að einkasalan verði starfhæf er það, að faglærður maður skipl forstjórastöðuna.“ Síðastliðið laugardagskvöld voru þau Sigríður Stefánsdóttir (17 ára) og Aðalsteinn Gunnarsson stödd á Siglufjarðarskarði á léið hingað frá Haganesvík. Var ofsa- veður á skarðinu og harðfenni hérna megin skarðsins og kafalds- hríð með skarafoki. Lau treystust eigi að leggja niður móti veðrinu og heidur ekki að snúa við til Fljóta, því langt er þar til bæja, því eklci er nú búið á Hraunum. Taka þau það ráð að grafa sig í fönn og hírast þar unz birti. Var þá veður mun skárra. Lögðu þau þá af stað til Siglufjarðar og komu eftir tæpa 4 tíma að Skarðdal. Voru þau þá þreytt og þjökuð nokkuð og hvíldust þar fram eftir degi. Bæði voru þau ókalin, en hann nokkuð meiddur í andliti eftir skara. Tíðin. Síðasdiðinn hálfan mánuð má kalla að verið hafi óslitið noið- austan hríðarveður, Er nú kom- inn mikill snjór og skaflar miklir á götum bæjarins. Allan þenna tíma liefir aldrei gefið á sjó, og því mjög lítið um nýtt fiskmeti í bænum. Bæjarstjórnarfundur var haldinn nú í vikunni (mánu- dag). Voru þar mörg mál til um- ræðu, þar á meðal kvaðir þær, er bærinn hafði á síg tekið um dýpk- un við bryggjur Ríkisverksmiðj- anna. Hafði bæjarstjórn borizt bréf frá Ríkisverksm.-stjórninni þar sem hún tilkynnir að hún hafi nú tekið málið í sínar hendur og á- k\eðið hvernig verki þessu skuli haga; skuli bæði moka upp og lengja viðkomandi bryggjur að miklum mun fyrir reikning bæjar- ins og að hafnarnefnd og bæj ir- stjórn forspurðri. Er bréf þetta all-borginmannlega orðað og töldu margir fulltrúanna, að þar væri bæjarstjórn sýnd fullkomin óvirðing, og að stjórn Ríkisverksmiðjunnar væri þarna að taka fram fyrir hendur bæjarstjórnar um fram- kvæmd þess verks cr bæjarstjórn, samkv. áðurgeiðu samkomulagi ætti að sjá um og bera alla ábyrgð á. Auk þess kom það í ljós í um- ræðunum, að bænum yrði það miklum mun dýrara, ef verki’t yrði framkvæmt á þá luud, er vérksm,- stjórnin vi.ldi vera láta, heldur en bæjarstjórn hafði hugsað sér, enda ráðgerðar miklu kostnaðarsamari aðgerðir og veigameiri, en fulltrú- arnir hefðu í upphafi hugsað sér að til mála gæti komið. Var loks somþykkt tillaga frá bæjarfógeta og A. Schiöth þess efnis, að þvi að- eins mætti lengja bryggjurnar um 5 melra, að óumflýjanlegt reyndist og það yrði ekki dýrara fyrir bæ- inn, en framkvæmdir þær, er bæj- arstjórn hefði áformað. Viðbúið er, að báðir aðilar láti dómstólana Munið eftir að gera pantan- f ir yðar no£u snemma á Is og Fromage öðru sem þið þurf- ið með til hátíðarinnar-, Fierterviosbakarí. Páskaegg í miklu úrvali, fást t Kaupfélaðinu. skera úr um deilu þessa. Urðu all langar unuæður um mál þetta, og voru skoðanir skiftar, eigi sízt vegna þess, að í upphafi munu á- kvæðin um kostnað og aðra fram- kvætrid verksins eigi hata verið nægilega nákvæm frá hendi þeirra er þar um tjölluðu fyrir bæjarins hönd. Skal eigi frekár um þetta mál sagt að þessú sinni. A fundi þessum var samþykkt að stofna nýtt embætti fyrir reiknings- hald og innheimtu bæjarins, en þetta liefir hvorttveggja frá önd- verðu verið í höndum bæjarfógeta. Voru árslaun ákveðin 4200 krónur. Innheimta hafnarsjóðs skal þó áfram vera í höndum fógeta. Munu gjaldkeraskrifstofurnar fluttar þang- að sem áður voru skrifstofur S. Goos. Skal liinn nýi gjaldkeri taka við störfutn 1. júní. Pá voru til umræðu • kröfur frá kommúnistafélögunum, Verkam.fél. Sigltfj. og O.sk, um að bærir.n nú þegar liæfist handa um atvinnu- bætur. Höfðu kommar haft mik- inn viðbúnað og látið herboð út ganga rneðal sinna trúu þegna. Drógu þeir á þenna hátt mikið lið saman í Kven.nfélagshúsið og skyldi kenna aflsmunar ef tii kæmi. Átti auðsjianlega ineð þessum vigbúnaði að skjóta fulltrúunum skelk í bringu og á þann hátt knýja atkvæði þeirra til fylgis við tillögur og kröfur komma. Eigi varð þó úr hernaði að þessu sinni og kröfum þeirra vísað frá með skírskotun til þess, að bæjarstjórn hefði áður skorað á fastanefndir að hefja þá vinnu er þær hefðu yfir að ráða undir eins og tíð leyfði. Voru kröfur komma t. d. um grjótnám á „Kleppi" nú þegar, svo grátlega flónskulegar, að furðu gegnir að viti bornir menn skyldi láta slikt frá sér fara, þar sem nú liggur vetr-

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.