Siglfirðingur


Siglfirðingur - 11.05.1935, Blaðsíða 3

Siglfirðingur - 11.05.1935, Blaðsíða 3
SIGLFIRÐINGUR 3 K A U P T A X T I Verkakvennafélags Siglufjarðar fyrir árið 1935. A. Almenn vinna: Almenn dagvinna kr. 1,00 í klukkustund — eftirvinna — 1,50 Ishús dagvinna — 1,10 — eftirvinna — 1,65 Öll helgidagavinna — 2,00 Helgidagavinna telst frá kl. 24 á laugardagskvöld til kl. 24 á sunriudagskvöld. Kvenfólki leyfist ekki að vinna í frystiklefum. Stúlkur skulu teknar út í tímavinnu við síld, eftir röð eins og við söltun síldar. Tveir hálftímar á dag skulu stúlkum ætlaðir til kaffidrykkju án frádrátt- ar á kaupi. r B. Akvæðisvinna: Fyrir að kverka og salta hverja tunnu síldar kr. 1,10 — — — — sykursalta — — — „„1,30 _ _ _ _ krydda — — — 1,30 _ _ _ _ magadraga — — _ „„ 2,25 — — _ _ tálkndraga — — — „„ 2,50 — — s!óg — — _ _ _ „„ 2,50 — — hausskera og sykursalta — — — „„ 1,80 — — „ krydda — — — „„ 1,80 — — „„ „ slógdraga — — — 2,50 „„ „ slægja ,,,, ,,„ ,,,, 3,00 „j. „„ flaka og salta „„ „,, ,,„ ,,,, 8,50 .... rúmsalta „„ „„ ........ 0,75 „., „„ kverka og salta smásíld „„ „„ „„ 4,00 Ef sild er þvegin bækka verkunarlaun um 10 aura á tunnu. Ef síld er flokkuð hækka verkunarlaun um 50 aura á tunnu. Fyrir allar óþekktar verkunaraðferðir skal semja sérstaldega. Stúlkur er heíma eiga utan Siglufjarðar skulu fá aðra ferð fría, frítt húsnæði, ljós og eldsneiti. Skylt sé saltenda eða atvinnuveitenda að láta stúlkur fá vinnu- nótur með útfærðum vinnulaunum eftir hverja söltun eða unna tímavinnu. Verkakaup sé greitt vikulega. Falli íslenzka krónan í verði, skal taxti þessi hækka hlutfalislega. Siglufirði, 15. apríl 1935. Kauptaxtanefnd Verkakvennafél. Siglufjarðar Siglufirði. Einníg standa með þessum kauptaxta: Verkakvennafél. Framsókn, Reykjavík. — Framtíðin, Hafnarfirði. einast þjóðarandanum og verða þannig öflugur þáttur í þjóðarmenn- ingunni. Við vitum hve sundurleit og ó- samrýmd þjóð vor er. Við líðum allir við það, að heildarmenntunin hefir ekki það samræmi, sem ein- staklingurinn þráir og þessvegna verður að vera án. Sakir þess, vilja íþróttamenn leggja kraft sinn í uppbyggingarlíf þjóðarinnar og byggja stærstu menningarbrúna, sem hingað til hefir vantað. — Og er tilgangurinn sá, að gagntaka menn- ina bið innra, að vekja hugmvnd um fegurð og auðæfi þessarar þjóð- menningar hjá hinum hverflyndu ættkvíslum nútíðarinnar og að láta vaxa rótgróna ættjarðarást upp úr þekkingu eigin verðleika. þó án allr- ar sjálfhælni og hreykni. — — — Sá sem hefir góða heyrn og næm- ar taugar, mun finna að þessi til- gangur íþróttamanna með starfsemi sinni, er í beinu samræmi við við* kvæmustu og fegurstu hörpuslætti Fjallkonunnar, þeirrar, sem við allir unnum, — og að það er sál íþróttamannsins, sem þar lætur til sín heyra. — Pessvegna, þið yngri og eldri, allir þið, sem íþróttir stundið. — Við skulum einatt hafa það hugfast, að íþróttaiðkunin verður svo aðeins blessunarrík, að vér séum og verð- um íþróttamenn allt vort líf, — 3ð fljótfærnislegur áhugi er einskis virði, — en aftur á móti, allf er und- ir þrautseigri fastheldni komið. — — Pað gildir aðeins að vilja. — — Pá er framtíðin okkar. — Framh. Bæjarfréttir. Tlð er ágæt og talsverður gróður kominn, og lítur vel út með hann ef eigi dregur til kulda. Aflalaust er nú með öllu hér norðanlands. Kjörskrá til prestkosningar í Hvanneyrar- prestakalli er nú fullger og verður lögð fram í næstu viku. Prestakallið hefir verið auglýst laust til umsóknar, því núverandi prestur hefir fengið lausn frá em- bætti frá 1. júní. Hefir hann þá þjónað Hvanneyrarprestakalli í 47 ár. Prestkosningin mun fram fara síðast í júní. Enn hefir eigi heyrzt hverjir muni sækja hingað, en þeir verða sjálfsagt margir, en umsókn- arfrestur er til 15. júní. Gagnfræðaskóla Siglufjarðar var slitið í dag. 13 luku gagn- fræðaprófi. Hæstu einkunn hlaut Sveinbjörg Blöndal 9,55. (I. ágætis- einkunn). Siglfirðingur óskar þess- um fyrstu gagn fræ ðingu m hins nýja skóla allra heilla.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.