Siglfirðingur


Siglfirðingur - 18.05.1935, Qupperneq 1

Siglfirðingur - 18.05.1935, Qupperneq 1
Strandvarnirnar. Síldveiðisvæðið frá Horni ti! Langaness krefst öflugr- ar gæzlu, svo fiskiveiðalöágjöfinni sé fullnægt og útlend veiðiskip gangi eigi á rétt Islendinga í skjóli trassaskapar og eftirlitsleysis stjórnarvaldanna. í talivert eftirtektarverðum bækl- ingi, er Sigurjón Olafsson, skipstjóri hefir gefið út um síldveiðina og ör- yggi (eða ö!lu heldur öryggifleysi) hennar, er bent á hve herfilega út- lendingar, er síldveiði stunda hér norðanlands, brjóti fiskiveiðalöggjöf- ina, og að aflasæld utanl.nuskip- anna — að minnsta kosti þeirra, er engin móðurskip hafa — sé að mestu komin undir því, að þau fái í skjóli eftirlitsleysis að vinna að hagnýtingu afla síns hvar sem land- var er og skýli á afskekktum vog- um, víkum og fjörðum. Pó margt orki nokkurs tvímælis í bæklingi þessum, verður aldrei fram hjá því komizt, aðsíldveiðum vorum stafar stór hætta af ágangi veiðiskipa annarra þjóða, og full þörf erá, eigi sízt á þessum tíma —-þegar' svo getur farið, að síldveiðin, og af- koma hennar á þessu sumri, ráði miklu meira um afkomu þjóðarbús- ins en nokkru sinni fyr, — að hins ítrasta öryggis sé gætt. Pað hefði því máít vænta þess, að „stjórn hinna v'nnandi stétta“ hetði komið ,auga á nauðsyn' þessa máls, og aukið að mun gæzlu á síldveiðasvæðinu nú í sumar. En allt annað virðist nú eiga að verða ofan á. — Nú á að spara. En vara- samur er sá sparnaður fyrir þann, sem er að kaffærast í skuldum og basli, að spara eyrinn en fleygja krónunni. Með verfólki, sem nú er nýkom- ið úr verstöðvum sunnaulands, ber- ast þær fregnir, að nú eigi að spara svo rækilega á útgerð varðskipanna, að eitt af þremur eigi að vera á verði í sumar. Síðari hluta vertíðar hefir eftirlitið verið samaog ekkert. Ægir hefir haft það vafasama fjáraflaplan með höndum núáann- an mánuð að káka við að draga hálfónýtan togaraskrokk af einu skeri Skerjafjarðar og segja kunnug- ir, að við þetta skerjaskak, sé botn varðskipsins orðinn stórskemmdur. Oðinn hefir legið bundinn í vetr- arlægi suður í Skerjafirði og Eór verið við fiskirannsóknir. Eina eft- irlitið á þessu tímabiii með fisKÍ- miðunum- frá Hala til Hvalbaks hefir verið það, að einn rnótorbitur hef- ir verið til þess hafður. Nú er búið að leigja „Pór” til síidveiða og viðbúið að Ægir þurfi viðgerðar. Eftir er þá Óðinn einn til gæzl- unnar. Sigurjón bendir á í riti sínu, að á síldveiðisvæðinu þurfi, auk tveggja varðskipa, tíu mótorbáta, ef vei eigi að takast og að gagni að koma. Pað verður aldrei framhjá þeirri staðreynd gengið, að hafi nokkurn- tíma verið þörf öflugrar gæzlu og varnar gegn yfirgangi og íögbrotum erlendra veiðiskipa, þá er þessa hvorttveggja brýnust nauðsyn nú. A þeirri gæzlu gelur oltið afkoma síldveiðanna og sala síldarinnar á þessu sumri frekar en nokkru sinni fyr. það á því að vera ákveðin, ský- laus krafa, að landhelgiseftirlitið sé aukið hér norðanlands í sumarsvo sem frekast álízt þörf að dómi þeirra er þar hafa bezt vit á. Utlitið um afkomu sjáfarútvegs- ins hefir aldrei verið jafn ægilega ískyggilegt og nú. Hiáipast nú að hvorttveggja, náttúran og stjóinar- völdin til þess að auka átvísýnuna. Stjórnin verður að skilja nauðsyn þessa máls. Hún verður að skilja það, að nú hefir hún í höndum Timburfarm fáum við um 25. þ. m. Einnig steypujárn. Einar Jóhannsson & Co. sér brothætt fjöregg sjálfrar sín — og afkomu þjóðarinnar. Senn hvað líður verður að minnsta kosti afkonia allra Norðlendinga, undir því kornin að vel takist með síldveiðarnar. Útgerð landsmanna og afkoma hennar veltur einnig á þessu og afkoma ríkisins eigi hvað sízt. Pað er því eigi ósanngjörn krafa þó rnælzt cé til þess að stjórnin breyti nú um stefnu í strandgæzlu- málunum. Við sjáum nú hvað setur. r Ipróttir. Kafli úr ræðu Björns Jónssonar,. íþróttakennara K. S. á íþróttasýningu félagsins. Framh. Við íþróttamenn snúum okkur til allra þeirra manna, sem hingað til hafa ekki haft tækifæri, einhverra ástæöna vegna ekki töldu það nauð- synlegt að iðka líkamsæfingar, og spyrjum: — Er haegt að verjatóm- stúndum sínum til nokkurs hollara og betra, en að stunda íþróttir? — Frá sjónarmiði íþróttamannsins, sem vill náunga sínum og þjóð sinni vel, ætti það að vera sjálfsögð skylda hvers einasta manns (eink- anlega þeirra yngriý, að stunda og hirða líkama sinn þannig, að hann verði ekki sálinni hreint og beint farg að búa í. * Pað ætti að vera sómatilfinning og síðferðisleg skylda hvers einstaks, ekki eingöngu fyrir

x

Siglfirðingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.