Siglfirðingur


Siglfirðingur - 18.05.1935, Síða 2

Siglfirðingur - 18.05.1935, Síða 2
2 SIGLFIRÐINGUR sjálfan sig, heldur og gagnvart t'jöl- skyldu sinni og allri þjóðar- heildinni, að stunda íþróltir, þótt ekki væri það nema einusinni í viku reglulega. — Auðvitað verður maðurinn að hafa svo míkinn frí- tlma frá störfum sínum, að honum sé kleift að verja tíma til slíkrar iðkunar, — og ef því er ekki þann- ig varið, — þá að fá því tafarlaust þannig fyrirkomið, og þá jafn- framt að fá gott eftiriit með því, að unglingar noti þann tíma. sem þeim er ætlaður til íþróttaiðkunar- innar, eingöngu til þeirrar mennt- unar. — — Sérhver maður verður auðvitað með glöðu geði og af frjáls- um hvötum, að leggja á sig þessa skyldu. — Hér má ekki nein þving- un eiga sér stað, því íþróttirnar vekja gleði og fjör. Pað vita þeir sem þegar slunda, og hafa stundað ýmiskonar íþróttir. Rær eru orðnar þéim eitthvað ómissandi, — — — Annars verður það að fara eftir á- liti læknanna, hvort heilsufari iðk- andans sé þannig varið, að hann megi stunda íþróttir, eða þá að hann fái leiðbeiningar hjá lækn- inum, hvernig hann eigi að haga sér við íþróttaiðkanir, lil þess að þær verði honum til hollustu og gagns, en ekki til hins gagnstæða. — — En til þess að þetta verði, þyrftu læknarnir að vera „aktivir" meðlimir íþróttastarfseminnar og hver einasti íþróttamaður að ganga undir skoðun, hvað heilsufar og þrek snertir, — og fá leiðbeiningar og lækningu, ef einhverju er ábótavant. Meira að segja sagði Kristur, að mannslíkaminn væri musteri guðs- andans. — — Ætti það því ekki að vera sómatilfinning hvers manns að halda þessu húsi andans sem hreinustu, fegurstu og í sem beztu lagi, til þess að andinn sem í því býr. geti notið sín og starfað í þágu hins góða. — Til þess að þetta geti orðið, þarf að vaxa meiri skiln- ingur hjá þjóðinni fyrir þessum sannleika. Pví þá myndi ráðast bót á mörgu því meini, s em nú þjáir þjóð vora, — svo sem: hinu gífurlega niðurdrepi afvöldum berkl- anna pg annara illkynjaðra sjúk- dóma. — Væri ekki réttar að ríkið legði meira af mörkum í byggingu íþróttavalla — húsa og sundlauga, sem yrði nokkurskonar heilsubrunn- ar þjóðarinnar, heldur en að sjá fólkið streyma inn á sjúkrahúsin, til þess eð leita sár lækninga, þegar það ef til vill er orðið of seint. — Og einatt verður ríkið að láta byggja fleiri og fleiri sjúkrahús, handa mönnum, sem ef tii vill ekki hafa haft möguleika eða getu til þess, að varðveita heilsu sína, vegna þess, að skilyrðin hefir vant- að, og þá oft lika af sinni eigin vanþekkingu, og skilningsleysi með- bræðra sinna. §— — Pví meðan maðurinn lifir í líkama hér á jörðu, — hljóta líkamsæfingar, að vera aðalþáttur hinnar mannlegu menntunar. — Óskiljanlegt er það, að þessi þjálfunarmenning líkamans, þessi lífsins beilsulind, þessi vernd- arlærdómur og heilsufræðilega speki, skuli hafa verið oss svo lengi dulin. — Framh. Fr é t i i r. r Utvarpsráðið. Eins og kunnugt er fóru kosn- ingar svo, að sinn maðurinn komst að af hverjum lista. Pó var listi stjórnarflokkanna „aumastur allra" eins og vant er þegar kom til fylgisins. Samfylk- ingin fékk um fjórðapart atkvæða. Sameinaðir fá stjórnarflokkarnir helmingi færri atkvæði en Sjálf- stæðisflokkurinn. Er það mikil, en þó eðlileg og makleg afturför frá seinustu þingkosningum. Stjórnar- flokkarnir kenna svo hvorir öðrum um ósigurinn. Formaður útvarps- ráðs hefir nú verið skipaður Sigfús Sigurhjartarson, kennari, segja kunn- ugir, að ekki muni hata verið skift um til hins betra. Fulltrúar Alþingis, þeir, er mæta skulu fyrir þess hönd á afmælishátíð sænska þings- ins eru nú allir farnir áleiðis til Stockholm. Mætir einn fulltrúi fyrir hvern flokk þingsins, og hafa flokkarnir sjáifir útnefnt þá. Sjálf- stæðisflokkurinn sendir Gísla Sveins- son, sýslumann, Bændaflokkurinn Hannes Jónsson, Alþýðuflokkurinn Stefán Jóhann Stefánsson, Fram- sóknarflokkurinn Jónas Jónsson. Endurreisn Fisksölu- sambandsins er nú á döfinni og hefir verið það reyndar síðan því voru brugg- uð banaráðin á þinginu í vetur. Nú hefir atvinnumálaráðherra falið Fisksölusambandinu að leita Enn er nokkuð eftír af Dragta- og Káputauum í verzlun Sig. Kristjánssonar 4 hjólhestar til sölu með sérstöku tækifærisverði. Friðb. Nielsson. undirtekta fiskframleiðenda um málið. Verði undirtektir þeirra góðar, sem varla þarf að efa, verður Fisk- sölusambandið endurreist. Nú hefir Fiskimálanefnd, samkv. skipun atvinnumálaráðherra boðað til fundar í Rvík 23. þ. m. og allir fiskframleiðendur beðnir að mæta þar eða senda fulltrúa. Ríkið hefir nú keypt síldarbræðsluverk- smiðjuna á Raufarhöfn af firrnanu Fdr. Gundersen í Bergen. Kaupverð er 60 þúsundir króna og ber seljanda að skila verksmiðj- unni i rekstrarhæfu standi, svo hún geti unnið úr 800 síldarmálum á sólarhring. Talið er að verðið sé viðunan- legt, erida þótt búizt sé við, að miklu þurfi til að kosta, til þess að verksmiðjan verði starfhæf til frambúðar. Karlakór Reykjavíkur hefir farið hina mestu frægðarför um Norðurlönd, og allstaðar hlotið einróma lof og beztu dóma. Poli- tiken stingur upp á því að Konung- lega leikhúsið athugi það vel, hvort ekki sé unnt að bjóða Stefáni Guð- mundssyni stöðu sem föstum söngv- ara við leikhúsið. Norrænt blaðamannamót er nýafstaðið i Kaupmannahöfn. Par mættu þessir fulltrúar íslenzkra blaða. Tryggvi Sveinbjörnsson, sendi- herraritari og Páll Jónsson, frétta- ritari fyrir „Morgunblaðið", Pétur Hjaltested fyrir „Fálkann" og Pétur Benediktsson fyrir „Vísi”.

x

Siglfirðingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.