Siglfirðingur


Siglfirðingur - 18.05.1935, Blaðsíða 3

Siglfirðingur - 18.05.1935, Blaðsíða 3
SIGLFIRÐINGUR 3 Margt er gott en allra bezt er einungis AKRA vitamín-smjörlíki smrnmmsAft&msm®® ___________ Maánús Torfason hefir nú hrökklast út úr landhelgi Bændaflokksins og togar nú á Haia- miðuni Framsóknar eins og áður. En þar kvað nú óðum vera að rýrna uppgripin, því átulítið kvað nú vera orðið á bitlingamiðum Ríkissjóðsins. Nú með því, að Magnús hertr slitnað þarna aftan úr móðurskip- inu. þykir sýnt að þingið sé nú laust við harkamennið, og karl fái frí frá þingstörfum. Og verði farið eftir kosningalögunum og stjórnar- skránni er enginn vafi á þessu. En verði nú aftur á móti farið eftir pólitískri þörf stjórnarflokkanna á þingi, má búast við að Magnús hangi, og verði áfram eins og áð- ur sá, er mestu ræður hvert mun- dangið haliast. Pað liefir nú verið hlutskipti þessa pólitiska spákaup- manns að stíga jafnan þeim megin á metaskálarnar er ver hefir gegnt fyrir þjóðina. Að lögum réttum er Magnús nú úr sögunni sem þing- maður, en við tekur Stefán Stefáns- son úr Fagraskógi. En sennilega verður hér ineira farið eftir hagsmunum stjórnarkiík- unnaren kosningalögunum ogstjórn- arskránni, — hún hefir fyr verið broíin þegar svo hefir ástatt verið um öryggi stjórnarfylgisins á Alþingi. Bæjarfréttir. Mikil vinna er nú í bænum þó mikið skorti á, að hún fullnægi vinnuþörfinni og eru því margir atvinnulausir af bæj- arbúum. Margir aðkomumenn hafa komið til bæjarins í atvinnuleit og í von um að fá eitthvert starf. Vit- anlega stafar atvinnuleysið mest af aflaieysinu. Undanfarin allmörg vor hafa verið hér gnægtir vinnu við fiskaðgerð og önnur störf í sambandi við útgerðina, en nú er allt, sem sjáfarútvegi viðkemur í kaldakoli sakir aflaleysisins. Jarðarför Sigríðar Kristínar Gunnarsdóttur fór fram á föstudaginn. Jarðarförin var fjölmenn. Sigríður lézt héi á sjúkra- húsinu úr afleiðingum inflúensunn- ar. Hún var fædd hér og uppalin. Hún lætur eftir sig 5 börn öll á ungum aldri. Páll Pétursson, er hún Hænsnagirðingarnet Nokkrar rúllur enn óseldar. Einar Jóhannsson & Co. Tv isia u Morgunkjólatau margar tegundir nýkomið í verzlun Sig. Kristjánssonar. bjó með, stefidur nú einn uppi með allan hópinn, er saknar móðurum- hyggjunnar sem hún veitti þeim af ailri sál sinni og öllum mætti þess þroska, er henni var áskapaður. Hún var ein af þeim er litið bar á í þjóðfélaginu og litlar kröfurgerði, en störf sín vann hún eftir beztu getu og snöggt um betur en margir, sem meira berast á og við bjartari lífskjör búa. Páll og þau bæði stunduðu jafn- an heimili sitt eftir beztu getu. Fiskilaust er enn fyrir öllu Norðurlandi. Hef- ir nú verið leitað á öllum miðum frá Húnaflóa til Kolbeinseyjar og hvergi orðið fiskvart svo teljandi sé. Allur er fiskurinn gjörsamlega æris- laus, og ekki vel feitur. Lítur út fyrir að átugöngur séu nú ekki til Fegurðarvörur: Púður Krem Naglalakk Handáburður Hárolía Tannburstar Tannkrem o. fl. bezt og ódýrast í Verzlun Sig. Kristjánssonar. Beztu fuglaskotin eru hin þýzku „Auerhahn“ fást aðeins í Lyfjabúðinni. Stærst úrval af Manchetskyrtum er í verzlun SIG. KRISTJÁNSSONAR. hér norðanlands, af hverju sem það stafar. Kenna ýmsir um óhentugum sjáfarhita. Og vel á minnzt — væri ekki ráðlegt að fiskifélagsdeildin hér

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.