Siglfirðingur


Siglfirðingur - 01.06.1935, Síða 1

Siglfirðingur - 01.06.1935, Síða 1
Bjarni Porsteinsson, prófessor, R. af ísl. Fálkaorðunni, prestur að Hvanneyri í Siglufirði. Minnin^ar urn 47 ára starf í þá£u Siglufjarðar og allrar þjóðarinnar. Um þessi mánaðamót lætur sóknarprestur Hvann- eyrarprestakalls, séra Bjarni Porsteinsson, prófessor, af embætti, eftir 47 ára starf. I tilefni af þessu hefir „Siglfirðingur" viljað minn- ast að nokkru þessa merka og mikilhæfa manns, en vegna þess hve blaðið er lítið og prentsmiðjan léleg, hefir orðið að takmarka þessar minningar meira en skyldugt og vert var. bjölda margir mundu hat’a viljað minnast prófessors Bjarna Porsteinssonar, fleiri en hér gera, og gera vissulega marg- ir það annarstaðar. Siglufjörður hefir allt til þessa verið nokkurskonar olnbogabarn almenningsálits ins og mjög að óærðugu orðið fyrir lasti og illkvittni langt um fram allar aðrar veistöðvar. En jafnan var þó til eins vitnað, er varp- aði miklum ljóma á þenna ófrægða útkjálkabæ, og varð eins og hrópandi mótmæli gegu lastmælginni um staðinn. Pað voru fyrst og fremst hin þjóðkæru lög tónskáldsins á Hvann- ayr, og önnur þjóðfræg bókmenntastörf hins stór- menntaða manns. ^ Hér skal í örfáum dráttum minnzt lielztu æfiatriða séra Bjarna prófessors, en um æfi hans og störf hefir víða verið ritað, utanlands og innan. Hann er fæddur að Mel í Hraunhreppi í Mýra- sýslu 14. okt. 1861, af bændafólki kominn í báðar ættir. Foreldrar hans voru Porsteinn Helgason og Guðný Bjarnadóttir, sem var alsystir séra Jóns Straumfjörðs. Foreldrar séra Bjarna flutt- ust til Reykjavíkur skömmu fyrir aldamót, því börn þeirra voru menntafús og Hkleg til mikils þroska, en þar var hægara um að svala menntaþrá þeirra. Mikil fátækt var á beim- ili þeirra hjóna, en enda þótt oft væri þröngt í búi og jafnvel skortur, döfnuðu börnin vel og urðu t. d. þeirbræðurnir fjórir, Bjaini, Porsteinn, Halldór, og Kol- beinn afburðamenn um lík- amlegt og andlegt atgjörfi. Séra Bjarni kom í lærða- skóiann 1877 og varð upp frá því að sjá sér mest far- borða sjálfur, og nota tóm- stundir frá náminu til þess að vinna sér fyrir fötum og fæði. Nám sitt stundaði hann af mesta kappiogbar af öðrum umlatínunám, og urn allt, er laut að söng- t'ræðum; fimleikamaður var hann hinn mesti, ramur að afli, gleðimaður mikill, og vinsæll. Stúdent varð hann 1883 með bezta vitnisburði. Hugði hann þá til háskóla- náms. Einkum þráði hann að leggja stund á latínu- nám, söngfræði og músik. En fátæktin kyrkti allar þær vonir hans. Eina úrræðið var að fara í presta- skólann. Lauk hann þar prórt 1888 og varð jafnskjótt, sama haust, prestur á Siglufirði. Var það brauð þá eitt af rírustu brauðum landsins, allerfitt til yfirsóknar og langt úr allri þjóðbraut. Prjú fyrstu árin þjór.aði hann einnig Kvíabekk í Ólafsfirði (1888 —1891). 1892 gekk bann að eiga Sigríði Blöndal, dóttur Lár- usar Blöndal, sýslumanns Húnvetninga. Var hún mjög sönghneigð og söng kvenna bezt, enda var margt Bjor/ii Þorsteinsson, prófessor, 70 a'ra.

x

Siglfirðingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.