Siglfirðingur


Siglfirðingur - 01.06.1935, Page 2

Siglfirðingur - 01.06.1935, Page 2
2 SIGLFIRÐINGUR um afburða söngfólk í föðurætt hennar. EijJnuðust þau hjón 5 börn, sem öll eru á lífi, Lár- us, stýrimann, Láru, konu Gísla Lárussonar, simritara á Seyðisfirði, Asgeir, rafmagnsfræðing, Belntein, fiski- kaupmann í Hafnarfirði og Emilíu konu Steingríms Björnssonar, skrifstofnmanns í Reykjavík. Pjóðin öll er í mikilli þakklætisskuld við séra Bjarna. sérstaklega mun íslenzk alþýða ógleymin á lögin hans; þau verða sungin um land allt um ókomnar aldir. Is- lendingar munu lengi minnast menntamannsins og lón- skáldsins, er einangraður á útkjálka norður við íshaf, samdi ódauðleg li.itaverk og þáði engin laun fyrir, en oft aðkast og ósanngjarna dóma. Heill og þökk sé hirium aldraða menntaþul og snill- ingi fyrir allt, er hann hefir nnnið landi sínu og þjóð, og bænum sínum, til gagns og frægðar. Guðm. T. Hallgrímsson, læknir. Starísemi séra Bjarna í þá£u Siglufjarðar. Pegar eg kom fyrst til Siglufjarðar var séra Bjarni Porsteinsson innan við fimmtugt, maður á bezta aldri og léttasla skeiði, íturvaxinn, teinréttur og frár á fæti, svo að þeim, er áttu að fylgja homim um prestakallið, sem er mjög fjöllótt, þótti nóg um. Pess má minn- ast, að séra Bjarni Porsteinsson þjónaði Kvíabekk í Olafsfirði um þrjú ár. Leiðin rná heita reiðfær á sumrin og er skemsti vegur að fara „fyrir botna“. A vetrum er þessi leið algjörlega ófær hestum, og þá varð prestur að ganga. Pennan örðuga fjallveg gekk prestur ávallt, annað hvort til þess að halda guðsþjónustu eða rækja önnur embættisstörf og venju- legast á 5—6 klukkutímum, og þótti karlmannlega gjört, ávallt skíðalaus, því að séra Bjarni er Mýramaður og þar er litið eða ekki iðkuð skíðaíþrót1: á flatneskjunni, oft snjólausri, innan um fen og kviksyndi. Mér er ekki vel kunnugf, hver afskifti séra Bjarni hefir haft af sveifarmálum í þá daga. Býst við að þau hafi ekki verið sérstaklega mikil. Var þó spari- sjóðsgjaldkeri í 30 ár (1890 — 1920) og form. í stjórn Sparisjóðs Sigluf. 1920 að þessn. Sem sóknarprestur var hannsvo aðkalla sjálfskipaður sáttasemjari, og í hreppsn. mun hann hafa setið, ená þeim árum ekki sem oddviti. A þessum árum gaf hann sig að mestu við sönglist og ennfrekar söngmennt. Hann gerði þó allmikið að tónsmíðum en mest þó að því. að safna og undirbúa hina miklu bók sína um íslenzk þjóðlög, sem lokið var við árið 1909. Pað er ekki ólíklegt, að séra Bjarni álíti þessa bók vera sítt aðal lífsstarf. Hefði mátt ætla að hann mundi hafa gefið sér tóm um stund, að þessu afrek loknu. En það varð nú ekki. Slíkt karlmenni og starfs- maður sem séra Bjarni Porsteinsson, gat ekki setið auðum höndum. Arið 1910, eða máske fyr, var hann orðinn odd- viti Hvanneyrarhrepps. Og nú kemur aftur fram þurft séra Bjarna til þess að vinna. En nú átti að að vinna að heill sveitarinnar. Hann rak augun í það fyrst, að vatnsskortur væri meðal fóiks, Ijót vatns- ból og vondir brunnar. Hann sá þann kostnað, er Siglfirðingum var að því, að ná til vatns, hefurlíklega einnig séð hver sólthætta fólki væri að slíkum vatns- bólum, þótt eg þó ekki saki séra Bjarna um kunnáttu í bakteríufræðum. En þetta var gert. Vatnsveitan komst á og hefir ávallt verið í bezta lagi, að undantekn- um litium óhöppum í byrjun, sem ekki voru honum, sem oddvita, að kenna. Heldur því, að til verksins var ráðinn nýbakaður verkfræðipgur og verkstjóri, sem ekki kunnu með slík verk að fara. Nú hefur þessu íyrir löngu verið hrundið í lag, svo að við eig'- um hér á Siglufirði eitthvert bezta drykkjarvatn á ís- landi. Pað hefur einnig sézt, að mörgum eldsvoðum hefir vatnsveitan afstýrt. Petta eigum við að mestu leyti að þakka séra Bjarna Porsteinssyni. Petta var 1911. 1911 eða 1912 fór séra Bjarni Porsteinsson að hugsa um annað stórmál og var það raflýsing um Siglufjarð- arkauptún. ‘Par er hann enn stórhuga, en er máske um skör hraðskrefur. Par ícemur aftur ungur, óreynd- ur verkfræðingur, sem virðist hafa álitið afl Hvann- eyrarfossins meira enn það var. Hann þóttist hafa fengið upplýsingar um vatnsmagn úr fössinum. En þegar vélarnar voru lagðar og tóku til starfa, þá reynd- ist fljótt, að vatnsmagn í ánni var ekki svo, að nægi- legt væri kauptúninu. Petta út af fyrir sig var elcki sem verst. En hitt, að þeim skjöplaðist yfir um snjó- komu í safnþróna uppi á fjallinu, það var veria. A þessu átti séra Bjarni Porsteinsson heldur ekki sök. Hann var ekki verkfræðingur sjálfur, en trúði þeim, sem verkið var falið. Úr þessu hefir nú á seinni árum verið greitt, máske ekki fullnægilega, en fer þó í áttina. En því verður ekki neitað, að séra Bjarni Porsteins- son átti frumkvæði að þessum miklu framförum. Um líkt leyti þótti orðið þröngt um barnaskólann hér í Sigiufirði. Fyrsta frumkvæðið að því, að hér yrði byggður nýr barnaskóli við nútímahæfi, átti séra Bjarni Porsteinsson. Til barnaskólans var vandað sem mest mátti vera. Skólinn fallegur, og hafði Rögnvaldur sál. Olafsson gert uppdrætti að honum. En er úr framkvæmdum varð, var skólinn grafinn svo í jörð, að vatn gekk upp allstaðar úr kjallaragólfinu. Eg get þess, að þetta var ekki skólanefnd og heldur ekki séra Bjarna Por- steinssyni að kenna, enda var hann fljótastur til bragðs, til þess að koma þessu í lag. Séra Bjarni vár um mörg ár formaður skólanefndar hér í Sigiufirði og lagði sig ávallt í frammkróka um að börnin fengi svo mikla fraéðdu, sem unnt væri. Eins og allir vita, hefir séra Bjarni alia tíð lagt afar milcla stund á latneska og íslenzka tungu, og verið ágætlega að sér í öllum þeim tungumálum, sem þar liggja á milli. Mér er það vitanlegt, að hann hefir lagt stund á ítölsku og af norðurlandámálum sérstaklega á sænsku. En það má hafa verið í og með sökum þess fróðleiks, er hann leitaði sér um söngmennt. Og meðan hann var formaður í skólanefnd, þá var hon- um ávallt umhugað um, að elztu börnin fengi fræðslu í erlendum málum, sérstaklega dönsku, Seinna var séra Bjarna, er hafði traust og fylgi alis almennings um skólamál, bolað frá formennsku skóla-

x

Siglfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.