Siglfirðingur


Siglfirðingur - 01.06.1935, Side 3

Siglfirðingur - 01.06.1935, Side 3
SIGLFIRÐINGUR 3 nefndar og úr skólanefnd. Af hvaða ástæðum. vita þeir bezt, er þar unnu að. Séra Bjarni Porsleinsson hefir látið sér mikið annt um sögu og landafræði Siglufjarðar. Petta er eðlilegt sökum þess, að séra Bjarni hefir alla tíð, auk annarra vísindagreina, haft yndi af þessum fræðum. Hann hefir gert uppdrátt um allan Siglufjörð, um byggð og býli. Ennfremur hefir séra Bjarni skrifað stórmerka bók um Siglufjörð, „Aldarminning Siglu- fjarðar 1918“ og er þargetið allra þeirra, sem búið hafa, sem bændur og húsráðendur í Sigluf. um hundrað ára skeið. Paðan eru líklega sproltnar þar ættfræðirann- sóknir, sem séra Bjarni hefir síðan lagt mikinn hug við. Par liggur mikið starf. Áður gaf hann sig lítt að sliku. svo að eg viti. Pegar séra Bjarna Porsteinssonar er minnzt, má aldrei gleyma afskiptum hans affátæklingum eða þeim, sem bágt áttu. Séra Bjarni Porsteinsson hafði, og hefir haft, rnikil völd til styrktar fátæklingum, og Ekkna- sjóði Siglufjarðar hefir hann stjórnað um mörg ár. Pað var lítið fé til umráða. en eg veit að prestur- inn hefir átt marga umhyggjustund tii þess, að deila út réttilega þeim, sem þyrftu. Pví að þessu fólki vildi hann vel. Enn er eitt í fari séra Bjarna, sem eykur við hans heiður. Meiri barnavin hefi eg tæpast þekkt. Hitti hann lítið barn á vegi sínurn, þá er hann vís til þess, að tala við það á þess eigin rníli, jafnvel tala við það tæpitungu og stinga að því brjóstsykursmola, eða öðru góðgæti, sem hann alla jafna ber á sér í þessum tilgangi. Svona er sú hliðin á honum. Ritsljóri Siglfirðings hefur beðið mig, að skrifa um séra Bjarna. Eg gat ekki skorazt undan þessu af því, að svo miklir vinir höfum við séra Bjarni og eg verið um herrans mörg ár. Eg vildi skrifa svo rétt og íegurst um þennan mæta mann. Hann hefur alla sina tíð hér í Siglufirði verið þulur vísinda og frömuður lista, og staðið fremstur í flokki til þess að efla hag Siglufjarðar. Frá mínu eigin brjósti lýsi eg þér þökk, séra Bjarni, fyrir allt þitt viðmót og aila þá fræðslu, er eg hef notið af þér. Sveinbjörn Egilson, ritstjóri . Endurminningar frá slíólaárunum Á þessum timamótum prófessors Bjarna Porsteins- sonar munu margir skrifa ýmislegt honum til sóma og heiðurs, sem hann verðskuldar, og minnast ýmsra atriða í lífi hans. Ekki er mérkunnugt, hvort nokkur skólabræðra hans leggi orð í belg og minnist samver- unnar í gamla Latínuskólanum, en á hana ætla eg að minnast lítið eitt, þótt langt sé síðan. Eg man fyrst eftir séra Bjarna á skólauppboði 1877, var hann þá nýsloppinn inn í skólann eins og eg, þótt munur væri á frammistöðu í öllum greinum. Sumir piltar voru prýðilega undirbúnir til náms, höfðu lært hjá prestum og voru öðrum fremri í latínu o. fl. Við hinir höfðum lært á hlaupum, ef svo má nefna það, og bjuggum margir að lélegum undirbún- ingi, alla okkar skólatíð. Eg átti ekki að taka inn- tökupróf árið 1877, því faðir minn vissi, að eg hafði lítið til brunns að bera í slíkum stórræðum, en Grön- dal heimtaði að eg kæmi til sín og kvaðst treysta sér til að dubba upp á þekkingu mína og fór eg til hans 9. sept., þrem vikuni fyrir inntökupróf. í latínu kom eg upp í Rana rufita ct bos í kennarabókinni latnesku og bjargaði hin létta saga mörgu. Svo byrjuðu tímar og vorum við svo margir í Busíu, að umsjónarmaður skólans, Jón Árnason, varð að láta smíða aukaborð það, er dárukista var nefnt, og mun séra Bjarni muna eftir Iiði því, sem þar ’sat að öllu jöfnu. Umsjónarmaður í bekknum \ar, fyrst traman af, Páll Torfason. En hann hætti námi á miðj- um vetri. Gekk hann rösklega fram sem inspector, því bæði var hann stór og lcnár og hafði lært að skipa fyrir á skipinú Bogö, sem var í förum og tran- sporti fyrir föður hans, Torfa kaupmann á Fiateyri, en Halldór Torfason, bróðir hans, sem einnig var í bekknum, hafði verið á hákarli. Gísli heitinn Magn- ússon var latínukennari okkar og komst brátt að því, hverjir voru góðir í latínu og hverjir lélegir. Meðal þeirra, sem hann kom auga á, sem ágæta. voru Guð- mundur Magnússon, prófessor og Bjarni Porsteinsson, sem eftir þ ið urðu að lesa og þýða alla lexíuna þeg- ar klukkuna vantaði 5 miriútur þar til hringt var út. Kallaði Gisli þetta að tafsa, og lét hann þá Guðmund og Bjarna gjöra það til skiftis, þegar í óefni var komið og hinir óefnilegu höfðu svarað viílevsum, lagt illa út, Gisli verið að sýna hvernig Cæsar og Ario- vistus börðust, og var Gísli þá Cæsar, en Eiríkur Ketils- son Ariovistus. Borð voru flutt saman þegar þær sýn- ingar voru og timi entist ekki í allt þetta, þá var að tafsa eins og áður er sagt. Um vorið sátu margir eftir, en eg varð Bjarna samferða upp í 2. bekk. Við vorpróf þar sat eg eftir og sömuleiðis Olafur Stephen- sen frá Viðey og þar skildum við við hópinn, sem vel gekk og komst upp í 3. bekk. Söngkennarinn, Steingrímur Johnsen mun fljótt hafa komizt að, hve vel Bjarni kunni söngfræðina, óg eftir því sem eg veit bezt, mun hann hafa byrjað að læra á harmonium hjá organista Jónasi Helgasyni, veturinn sem hann var í 3. bekk og mun hafa æft sig í saeristíi dómkirkjunnar. Bjarni var umsjónarmaður í „Langaloftinu" frosta- veturinn mikla 1881 og mundum við honum Iengi, þegar hann var að berja okkur með blautu hand- klæði í þeim heljarkulda, klukkan 7 á nrorgnana, og kringum okkur ekkert annað en gaddur, en upp úr rúmunum urðum við að fara og gekk Bjarni vel fram í að koma okkur á fætur eins og öðru, sem hann átti að sinna. Pegar við. sem þar sváfum, ákváðum, að magaklafifi skyldi halda einhverja nótt, til þess að „fá rektor útigatið" þá vissi Bjarni ekki það, en Por- steinr. heitinn Bergsson dirigeraði ldappinu og voru það einu skiptin sern Bjarni stóð ráðþroía. Svo var hann umsjónarmaður úti við og var talínn ágætur. Hinn 5. maí 1882, var Bjarniað æfa sigá harmonium í húsi Helga kaupm. Helgasonarí Pingholtsstræti, þegar Helgi korn heim með póstskipinu, úr utanför sinni. Var hann þá með mislinga og hefir svo verið talið hér, að Bjarni hafi smitazt af honum og lagzt næstur eftir Helga og orðið þannig hinn fyrsti af lærisvein- um skólans, sem lagðist í þeirri drepsótt. Næstur var séra Árni heitinn Jóhannesson, prestur í Grenivík, þá eg, fjórði Einar skáld Benadiktsson, og svo hver af

x

Siglfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.