Siglfirðingur


Siglfirðingur - 01.06.1935, Blaðsíða 4

Siglfirðingur - 01.06.1935, Blaðsíða 4
SIGLFIRÐINGUR öðrum, svo að á fáum dögum breyttist skólinn úr menntastofnun í spítala, Síðasta samvera okkar séra Bjarna var í hinu bekkta söngfélagi „Hörpu". Stjórnaði því organleikari Jónas Helgason, og var það sama félagið sem hélt uppi söng á þjóðhátíðinni 1874 og söng meðal ann- ars þjóðsönginn „Ó guð vors lands" í fyrsta sinni, hér á landi. 2. ágúst 1874; var það í dómkirkjunni. Par skildum við árið 1884. Bjarni fór að búa sig undir kennimannsstarf á landi, en eg fór út á hafið að búa mig undir eitthvað. En hvar sem eg hef verið bef eg rnunað ^eftir félögunum góðu og minnztgamla Latínuskólans, sem góðrar móður, og svo munu fleiri gjöra og hafa gjört. I skólatíð séra Bjarna var hér lítið músiklíf, sem kallað er. Fáir léku á hljóðfæri, en lúðrasveit varbó til. Af orgelskrjóðnum í dómkirkjunni var ekki mikils að væntá, svo furðu sætir, hvaðan hann hefir fengið þá góðu undirstöðu, sem kemur fram í tónverkum hans. Framúrskarandi raddmenn voru ekki í skóla í okkar ar tíð, að undanteknum þeim Geir Sæmundssyni og Jóni Aðils, og engir sterkir bassar, nema Niels Lam- bertsen, Björn Blöndal og Einar Benediktsson; eru það mestu vandræði að fá góða bassa í söngfélög hér, yfirleitt, þótt stundum heppnist, en í .okkar Bjarna tíð, voru miklir bassar til í Reykjavík, og voru það Hóls- bræður, einkum Jón. Um 1870 voru hér uppi bassar, sem vart munu heyrast hér aftur úr mannsbörkum, voru það þeir séra Jón Þorsteinsson frá Hálsi, beztur allra, Þórður Guð- mundsen læknir og Jón Jónsson trá Steinnesi. Einn slíkan mann mistum við úr okkar hóp, er Eiríkur heitínn Ketilsson frá Kotvogi sagði sig.úr skóla. Er hann var orðinn fnllorðinn, heyrði eg hann syngja og það er áreiðanlegt, að slíka bassarödd heyrðum við Bjarni aldrei meðan við vorum saman. Hátíðasöngvarnir, sem prýða messugerðir á hátíð- um og oftar hér á landi er það meistarastykki, sem um árafjölda mun halda nafni séra Bjarna á lofti, eða öllu heldur meðan íslenzku kirkjurnar fá að vera í friði með sitt. .Einhvern veginn hefi eg það á til- finningunni, að lagið „Sveitin mín" muni síðast firn- ast af lögum Bjarna og vonandi verðum við báðir komnir í jörðina, þegar farið verður að dansa Tango eftir hátíðasöngvunum og Rumba eftir „Sveitin mín". Það er ekki vitlausara en annað, sem hér heyrist nú á plötum og í útvarpi og mér er nær að halda, að hátíðasöngvarnir hefðu aldrei orðið til, hefði compon- istinn unnið að þeim, eftir að útvarp vt.r komið, og hann neyðst til að hlýða á allar þær disharmoniur, taktleysi og vesaldóm sem þar er borið á borð. Eg held, að séra Bjarni hefði orðið svo irriteraður og vondur, að hann hefði aldrei unnið verkið eins og það liggur fyrir. Litla hvatningu mun Bjarni hafa fengið í skóla, enda voru kennarar litlir söngrnenn og ekki bar á, að þeir hefðu mikið vit á söng nema Steingrímur Johnsén og Bjorn M. Olsen og er þá upptalið. Að vísu gutlaði eitthvað á Gröndal, en það var nú sérstök grein tónlista'rinnar. Olsen þóttist vera, og var máske, mikillsöngmaður og stóð ekki á honum að byrja við bænir, ef því var að skipta. Býzt eg við að séra Bjarni muni eftirfylgjandi: Kveld eitt klukkan 10, er bænir skyldi halda, var komið með 2 stóla frá rektor og skömmu síðar kom hann með Eirík Magnússon, meistara, og sagði: „Hér kem eg með meistarann, hann er fjarska músikalskur og eg ætla að biðja ykkur um að syngja nú vel". Sigurður Jónasson frá Eyjólfsstöðum var forsöngvari, og fór þegar að hósta, og kvaðst ekki geta byrjað vegna kvefs. Svo fóru aðrir að hósta, og enginn gal byrjað og stóð í stappi út af þessu. Þá fann rektor ráð og sagði: „Fyrsí þið eruð allir kvefaðir, þá skuluð þið syngja bassa". Olsen var við bænir og byrjaði, tóku sumir undir, en aðrir accompagneruðu með hósta- hviðum, en á milli söng Olsen sóló og að lokum sungu þeir tveir, meistarinn og hann, en rektor brosti' af ánægju yfir, hve söngurinn for vel fram. Þegar hér er komið, dettur mér í hug ein setn- ing í verkefni í latneskan stíl, sem Gísli heitinn Magnússon las okkur fyrir og hljóðar svo: Eg mun kenna Rúllusi að þegja, en fáir kenna Valtýró slíkt. (Hann var að pexa við Dr. Valtý Guðmundsson, sambekking okkar). Tími og rúm segir mér að hætta þessum fornaldar historium, sem fáir kannast nú við. Hópurinn, sem gekk upp til inntökuprófs árið 1877, týnir nú óðum tölunni, en þeir, sem uppi standa, eru furðu hressir, þrátt fyrir ýmislegt, sem blásið hefir móti. Óska eg þeim öllum, að ekki líði þeir þær kvalir og angist, sem eg hefi átt v:ð að stríða í fjöldamörg ár: Mig dreymir sem sé stundum, að eg sé að ganga upp í sögu til burtfar;.rprófs, hjá Páli gamla Melsted, kunn- andi ekki eitt einasta orð og vitandi, að stóri mínus þar reið baggamun. Eg þakka prófessor Bjama Þorsteinssyni fyrir samveruna og óska honum góðs gengis það sem eftir er æfinnar. Baldur Andrésson, cand. theol. Tónskáldið, próf. Bjarni Porsteinsson. I bókinni „Starfsárin I" .minnist höfundur, séra Friðrik Friðriksson forstjóri K. F. U. M. á það, er hann á ferð sinni um Svíþjóð um aldamótin síðustu hitti tónskáldið og stúdentaskáldið Gunnar Wenner- berg. Honum farast þannig orð: „Við áttum langr samtal um ísland. Wennerberg spurði mig mikið eftir séra Bjarna Þorsteinssyni á Siglufirði, og kvaðst mjög dáðst að hátíðasöngvum hans og lögum yfirleitt. Hann sagði, að sig undraði á því, að slíkur maður væri látinn sitja í fámenni úti á landskjálka, í staðinn fyrir að veita honum fé til að búa í Reykjavík, og til þess að hann gæti farið utan, er hann vildi." Hinn frægi höfundur að „Gluntarne" og „Hör oss Svea" hefir áreiðanlega haft þessa skoðun á séra Bjarna. Hann hafði enga ástæðu til að segja 'annað en það, sem honum bjó í brjósti í samtali við ungan stúdent. Og slík viðurkenning frá jafn merku tónskáldi er þung í metunum. Hátíðasöngvarnir eða „íslenzkur Hátiðasöngur" eru fyrstu frumsömdu tónlögin, sem birtust eftir séra Bjarna á prenti og voru útgefnir í Kaupmannahöfn áríð 1899.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.