Siglfirðingur


Siglfirðingur - 01.06.1935, Blaðsíða 5

Siglfirðingur - 01.06.1935, Blaðsíða 5
SIGLFIRÐINGUR 5 Samtímis komu nt 6 frumsamin sönglög eftir hann, þar á meðal vinsælustu lög hans eins og „Syslkinin", „Kirkjuhvoll”, „Eitt er landið ægi girt^ o. (1. Hátíða- söngvarnir eru enn í dag sungnir í kirkjum landsins á helgum hátíðum, þar sem tök eru á að syngja þá. Eg hefi enga ástæðu heyrt á móti þeim aðra en þá, að þeir gerðu fullmiklar kröfur til raddsviðs prestsins og söngfólksins. En þeir, sem heyra þá vel fram- flutta, óska sér einskis annars en einmitt þessara há- tiðasöngva og eru þeir í huga kirkjurækinni manna sá þáttur guðsþjónustunnar, sem gerir hana með þeim helgiblæ er þeir óska. Hljómarnir í hátiðasöngvunum eru fagrir og hátíðlegir. „Hallelúja” á jólanótt er hámark guðsþjónustunnar að því er tekur til söngsins. Að vísu jafnast þessi söngur ekki á _ við „Hallelúja" Hándels, sem er svo vandsunginn, að lagið verður almennt ekki sungið við jóiaguðsþjónustur. En „Hallelúja" séra Bjarna er hrífandi og samið afmikl- um hagleik. Um hljómana í hátíðasöngvunum og lög- um hans yfirleitt verður vikið að síðar. Reynslan í hálfan fjórða tug ára hefir sýnt, að þessir söngvar eru að skapi íslenzku þjóðarinnar og í fullu gildi eun í cag. Langmerkasta afrek séra Bjarni er safn hans „Is- lenzk þjóðlög”. Petta er mjög yfirgripsmikið verk (nærri 1000 bls. með inngangi), og henr hann starfað að því í 25 ár (frá 1880 til 1905) og hefir hann með því unnið íslenzku þjóðerni ómetanlegt gagn. Petta verk mun varðveita nafn hans frá gleymsku um aldur og æfi. Ekki sízt þetta afrek hans mun hafa orðið til þess, að hann var gerður að prófessor í heiðurs- skyni og er hann vel að þeirri nafnbót kominn. Hlið- stætt verk vann Lindemann í Noregi. Hann safnaði norskum þjóðlögum og færði þau í letur, Um hann var sagi; „Hann Ieiðir drotninguna út úr berginu — þjóðlagið —• hina fögru brúði. Hún er þess verð að skrýðast pelli og purpuru”. Svo kom Grieg og klæddi hana dýrindisklæðum. Í þessu sambandi vil eg geta þess, að tækni nú- tímans er orðin svo fullkomin, að hægt er að taka þjóðlögin á hljóðrita, eins og þau eru sungin í byggð- um landsins. Eitthvað hefir verið að þessu unnið. Hátíðasöngvarnir voru gefnir út í Kaupmannahöfn árið 1899, eins og áður er getið. Önnur útgáfa kom út í Reykjavík árið 1926 í sambandi við sálmasöng- bókina, er hann gaf þá út með viðbæti, en fyrsta út- gáfa hennar birtist árið 1903 í Reykjavík, og viðbæt- irinn við hana árið 1912. Fyrsta úlgáfa sálmasöng- bókarinnar hafði þá verið uppseld um nokkur ár og sama var að segja um hátíðasöngvana. En eftir- spurnin eftir þessum bókum hafði verið mjög mikil, svo þær voru gefnar út í einni bók og ennfremur sálmalagaviðbætirinn, er hann gaf út fyrst árið 1912. Sumum kann að finnast séra Bjarni of frjálslyndur í vali sálmalaganna. Mönnum kann að þykja að hann hafi farið út fyrir takmörkin og valið lög, sem ekki eru með kirkjulegum blæ, eins og t. d. „Meðal leið- anna lágu“, „Guð, allur heimur, eins í Iágu og háu” o. fl. lög, sem að visu eru fögur, en ekki kirkjuleg. Ennfremur eru í sálmabókinni létt og glaðlynd lög í ætt við þau lög er Sankey notaói á vakningasamkom- um vestan við Atlantshafið. í endurbættri útgáfu af sálmabók Jónasar Helgasonar er eitt slíkt lag: „Ar og síð eg er í voða“, sem allir kannast við. Hinsvegar hefir séra Bjarni í sálmasöngbókum sínum innfært mörg ný sálmalög, sem er með því bezta af þessu tagi, eins og t. d. „Eg geng í hættu, hvar eg fer”. — „Sjá, eldingin brunar“ eftir Kjerúlf o. fl. o. fl. Pað var full þörf að bæta við nýjum og fögrum lögum. Sálmalagaviðbætirinn hefir inni að halda sálmalög, er eigi höfðu áður verið notuð í ísl. sálmasöng, þar á meðal lag eins og t.d. „A hendur fel þú honum” og fleiri sálmalög, sem nú eru á allra vörum. Árið 1929 gaf séra Bjarni út „Islenzk vikivakalög og önnur íslenzk þjóðlög." Hér birtist í fyrsta sinn vönduð útgáfa af úrvali islenzkra þjóðlaga með viðeig- andi íslenzkum textum, Pes»i lög má bera fram á opinberum samsöngunr, annaðhvort ein sér eða með öðrum lögum. Pessi bók er sönnun þess, að í þjóð- legum söng stöndum við fullt eins vel að vígi og er- um fullt eins ríkir og sérstæðir eins og í öðrum forn- um þjóðlegum fræðum. Mörg ísl. þjóðlög, einkum tvísöngslög og rímnalög, eru gjörólík þjóðlögum ná- grannaþjóða vorra. Pessi útgáfa hefii sannfært menn um, að í þjóðlögum voruin eigum við Islendingar meiri og dýrmætari eign en nokkurn grunaði. Bókinni fylgir vandaður formáli. Fyrst grein um íslenzk þjóð- lög, svo grein um vixivakalög, ísl. þjóðlög önnur, ísl. tvisöngslög, og loks heimildir fyrir lögum og textum. Næst er að minnast tónskáldsins. Um hátíðasöngv- ana hefir verið talað hér að framan. Laust eftir aldamótin (árið 1904) birtust 10 frumsamin söngtög eftir hann, fyrir eina rödd, með íslenzkum og dönsk- um textum. þar á meðal lögin „Kirkjuhvoll", „Taktu sorg mína svala haf“, „Systkinin”, „Gissur ríður góð- um fáki”, Sólsetursljóð” o. fl. Bókin er fyrir löngu uppseld og eru lögin í henni mikið sungin bæði á heimilum og opinberlega. Ahrifa rómantísku stefn- unnar gætir í lögunum. Sú tónlistastefna stóð þá í míklum blóma. Pað er í anda hennar að leggja mikla rækt við hljómfegurð og þýðleik laganna. Næst- um öll íslenzk tónskáld, einnig þau yngri, hafa orðið fyrir áhrifum þessarar tónlistarstefnu. Enda þótt hún sé sprottin upp úr útlendum jarðvegi, þá fer því fjarri, að íslenzk lög, samin í anda hennar,' þurfi að vera óþjóðleg. Tónskáldskapur Griegs tilheyrir þess- ari stefnu og er hann þó ramnorskur. Jónas Hall- grímason, skáldið góða, varð fyrir svipuðum áhrifum í skáldskap sínum og eru kvæðin hans íslenzk í anda. Sönglög séra Bjarna hafa átt miklum vinsældum að fagna hjá almenningi, enda er auðheyrt að þau eru af íslenzku bergi brotin. Arið 1927 komu út 24 frumsamin lög eftir hann fyrir 4 karlmannaraddir. Sum lögin höfðu áður birzt í öðrum búningi eins og „ KirkjuhvoIl“ o. fl. I þess- ari bók eru lögin „Íslandsvísur" (Eg vil elska mitt land), „Stormurinn“, „Burnirótin", „Allir eitt”, „Sveit- ín mín“ (Fjalladrotning, móðir mín), „Utfararljóð" og mörg fleiri lög. Pessi kórlög hafa mikið verið sungin af íslenzkum karlakórum, enda eru þau blæfögur og vel raddsett. Pað hefði mátt búast við því, að séra Bjarni hefði látið sjást eftir sig frumsamin sálmalög í kirkjulegum stíl, jafn lærður maður í þeirri grwn. Tónlag eftir hann við haðir vor og innsetningarorðin kom út sem fylgirit „Hljómlistarinnar" árið 1913, sem Jónas heitinn Jónsson gaf út. Um tónlag þetta er það að segja, að það er prýðisfallegt, og hlýtur að vera áhrifa- mikið við altarisgöngu, ef það er vel tónað. Lagið

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.