Siglfirðingur


Siglfirðingur - 01.06.1935, Blaðsíða 8

Siglfirðingur - 01.06.1935, Blaðsíða 8
SIGLFIRÐINGUR þá er þeir bregða oss því, at vér sém komnir af þræl- um eða illmennum, ef vér vitum víst vórar kynferðir sannar. Svo ok þeim mönnum, er vila vilja forn fræði eða rekja ættartölur, at taka heldr at upphaíi til en höggvask í mitt mál, enda eru svo allar vitrar þjóðir, at vita vilja upphaf sinna landsbyggða eða hversu hvergi til hefjask eða kynslóðir". Pað er annars veg- vegar fróðleikslöngunin, þekkingarþorstinn, driffjöð- urin á í allri frægðarstarfsemi, jafnt ættfræði, sem öðr- um söguvísindum, sem vér eigum það mest að þakka, að vér getum nú á dögum rakið ættir vorar með eins mikilli vissu og krafizt verður til landnámsmanna Is- lands og brúað aldirnar með því að telja ættliðina milli vor og þeirra. En á hinn bóginn heiIbrigBur ætt- ar metnaður og frændrækni, sem oft verður fyrsta til- efnið til þess að kveikja löngunina til þess að vita allt, sem vífað verður um forfeður sína og skrá það og varðveita frá gleymsku. Margir hafa byrjað á því að kynna sér sína eigin ætt, fyrst þá, sem næstir voru, en síðan haldið lengra og lengra, — því aðættfræðin á til undarlega sterkt aðdráttarafl, — unz vaknað hef- ir víðtækur áhugi til þess að kynna sér ættir heilla héraða og loks alls landsins. Líkt þessu mun því vera farið með ættfræðistörf prófessors séra Bjarna Porsteinssonar í Siglufirði. Eins og kunnugt er hefir hann samið stórt ættfræðirit, ÆUarskrá, þar sem hann hefir ekki aðeins rakið sína eigin æft mjög ýtarlega, heldur ættir fjölda margra annara fjarskyldra manna eða lítt skyldra. Áhuga- sviðið stækkar með starfinu sjálfu, leitinni, rannsókn- inni. Og það lýsir stórhug höfundarins og áræði að ráðast í jafn stórt verk, eins og Ættarúráin er, og elju og dugnað að leiða það til lykta með þeim árangri, sem orðinn er. Pau hafa ekki verið fá bréfin, sem höfundurinn hefir orðið að skrifa í allar áttir til þess að leita upplýsinga hjá ættingjum og öðrum, sem að- stoðar var að vænta hjá. Pað þarf enga smáræðis þrautseigju til þess að gefast ekki upp á slíku starfi. En fræðihugurinn og fróðleikslöngunin hafa komið þar til hjálpar. Og ættfræðin hefir ótrúlegt seiðmagn. Pað hefi eg sjálfur reynt. Ættarúrá prófessors séra Bjarna Porsteinssonar er að ýmsu leyti ábótavant, eins og flestum mannaverk- um. Pað vanta nákvæmar tilvísanir staða í milli í bók- inni (og hefðu prófarkarlesarar átt að annast það); var þess miklu meiri þörf vegna þess að registur vant- ar. Ýms ósamkvæmni er í ættrakningum að því leyti, að sumstaðar er rakið lengra niður, sumstaðar skemmra og loks hafa slæðzt inn ýmsar villur. En allt er þetta mjög afsakanlegt. Höfundurinn vinnur verk sitt fjarri söfnum, þar sem hægt er að bera allar upplýsingar fólks saman við frumgögn, kirkjubækur o. fl„ og auka þar yið; sem á vantar, svo sem yngslu ættliðum o. fl. Auk þess er það ákaflega erfitt og jafnvel ókleyft að gera niðjatal, sem er allstórt, svo að ekki slæðist ein- hverjar villur með, jafnvel þótt unnið sé við beztu skilyrði og mikillar varúðar sé gætt. Að þessu athug- uðu og miðað við þau skilyrði, sem séra Bjarni hefir samið Ættarúrá sína, má hún teljast merkilegt verk, sem fáir hefðu leikið eftir honum, og órækur vottur um fræðaáhuga hans og dugnað. Pegar saga íslenzkr- ar ættvísi verður skráð. — en það verk er enn óunn- ið, — mun séra Bjarna Porstdnssonar verða þar að góðu getið og þess skerfs, sem hann hefir lagt til þeirrar fræðigreinar. Séra Friðrik Friðriksson. Latínumaður og latínuskáld. Áður á dögum báru menn miklu meiri virðingu fyrir lærdómi og lærdómsmönnum en nú, meðfram af því að þá voru svo fáir sem stunduðu nám og flestir eiginlegir menntamenn stóðu hátt yfir almenn- ingi í því tilliti. Latínan var þá sú höfuðgrein allra mennta, sem mest bar á. Peir einir voru álitnir lærðir menn, sem lært höfðu latínu og latnesk fræði. Prestar voru næstum þeir einustu lærðir menn sem latínu- lærðir voru, þeir er almenningur þekkti; má vera að nokkuð af þeirri virðingu sem menn báru fyrir prest- unurn fyr á tímum, hafi átt rót sína í.ð rekja til álits- ins á lærdómi þeirra. Margir þeirra héldu vel við því, sem þeir höfðu lætt. og lögðu stund á lestur latneskra bóka; voru þeir færir um að tala og skrifa latneskt mál, og ýmsir ortu á latínu. Eg býst við. að það yrði ekki lítið safn, ef gefið væri út í heild allt sem á latínu var ort hér á landi. Eftir miðja 19. öld fór þetla að breytast. Tala námsgreina jókst, og fleiri og fleiri mál var farið að stunda i skólanum, en samt sat Iatínan lengi í öndvegi og setti sinn blæ á menntalífið, og átti marga unnendur meðal menntamanna. Hélzt þet'a við dálítinn spöl fram á þessa öld; þar til er latínunni var skipað á óæðri bekk með reglugjörðinni 1904. Síðan er hún ekki slík almenningseign lærðra manna, sem hún áður var, og óðum fækkar þeim, sem stunda latínu þannig að þeir geti ort kvæði á þeirri tungu. En að þessum tíma hafa samt verið fáeinir sem það hafa gjört. Nú veit eg aðeins þrjá menn lifand, sem þá list hafa stundað, séra Guttorm að Stöð í Stöðvar- firði, séra Bjarna Porsteinsson og yfirkennara Pál Sveinsson. Séra Bjarni var ágætur latínumaður í skóla og hefir sjálfsagt lagt góða stund á hina erfiðu bragfræði. Eg hefi séð nokkur kvæðí, er hann orti á latínu á stúdents- árum sínum. og bera þau vott um mikla kunnáttu í þeim efnum. Pví miður höfum við séra Bjarni aldrei verið svo persónulega kunnugir, að tækifæri gæfist mér að njóta góðs af latínufróðleik hans, en eg veit þó að hann hefir, og hlýtur að hafa, haldið latínuþekkingu sinni við. Veit eg bæði til að hann hefir til skamms tíma gripið til ljóðagjörðar á latínu, en það getur eng- inn, sem jáfnvel um stundasakir hefir lagt iðkun sína i lágina, og þar að auki sé eg órækan vott þess í hinu mikla verki hans „íslenzk þjóðlög". Ber meðferð lat- nesku textanna á sér handbragð góðs latínumanns. Greinarkorn þetta hefi eg sett saman meira af vilja en mætti eftir beiðni eins vinar míns, og væri þó verðugt að betur og snjallar væri skrifað, er hinn síð- asti latínumaður og latínuskáld innan íslenzku presta- stéttarinnar lætur af prestskap. Vonandi fær Itann enn starfs- og næðistíma til iðkunar lærdóms síns og starfa í þjónustu sönglistarinnar. Enda eg svo þessar línur með þeirri viðurkenningu sem latínuskálds, er hann fékk á sexlugsafmæli sínu í kvæði á latínu frá voru

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.