Siglfirðingur


Siglfirðingur - 01.06.1935, Blaðsíða 9

Siglfirðingur - 01.06.1935, Blaðsíða 9
SlGLFIRÐINGUR yngsta latínuskáldi, Páli Sveinssyni, og er síðasta er- indið þannig: Artifex rhythmorum, ita talem alumnum. Semper ut blandos moduletur hymnos, Nectari dulci imbuat atque donet „Augur Apollo"! Þormóður Eyólfsson, konsúll. Forystumaður i sveitarmálum. Eg kynntist séra Bjarni Porsteinssyni fyrst vorið 1909, er eg fluttist hingað. Ibúatala Siglufjarðar var þá ekki nema fjórði hluti þess sem hún er nú og Siglufjörður, miklu afskornari frá öðrum landshlutum vegna samgönguleysisins. Hann var dálítið ríki út af fyrir sig, og í því ríki var séra Bjarni konungurinn. Flokkadráttur var hér enginn í þá daga. né deilur um sveitarmálin. Séra Bjarni var oddviti hreppsnefndar og sjálfkjórinn forystumaður og menn sættu sig ve! við þá foryski. -- Siglufjörður var í hröðum vexti. Fóikirfu fjölgaði ört, en öll núlímaþægindi vantaði. Pað sá séra Bjarni. Hann var stórhuga og vildi veg og heiður Siglufjarð- ar, og að hann yrði enginn efu'rbátur annara kauptúna. Hið fyrsta sem hann lét kauptúnið ráðast í, var vatnsleiðslan. Var það hið mesta nauðsynjaverk, sem allir þökkuðu vel. Hitt þótti mörgum allt of geist farið og ganga of- dirfsku næst, þegar hann strax á eftir, fór að beita sér fyrir raflýsingu kauptúnsins og byggingu barna- skólahúss úr steinsteypu, Mætti hann nú — líklega í fyrsta sinn, — nokkuni mótspyrnu. — Ekki kvað þó mikið að því, og var það hvorttveggja, að menn voru því vanir að treysta forsjí hans, enda fylgdi hann málum sínum fast fram. — Ymsum öðrum framkvæmdum átti hann upptök að, eða fylgdi ötullega, t. d. gatnagerð og byggingu sjó- varnargarðsins o. fl. Árið 1918, 20. maí.vsr 100 ára afmæli Siglufjarðar sem verzlunarstaðar. Séra Bjarni mun hafa alllöngu áður hugsað sér, að þann dag ætti Siglufjörður að öðlazt kaupstaðarréttindi. Hann hafði kappsamlega unnið að því við þing og ríkisstjórn að fá lög um þessi réttindi bænum til handa. — Agætan stuðning átti hann í þingmönnum Eyjafjarðarsýslu i þessu máli á alþingi og kom svo að Iokum. að vissa fékkst fyrir framgangi þess. — Gekkst séra Bjarni þá fyrir því að undirbúin væru stórkostleg hátíðahöld þennan dag. 15 manna nefnd sá um undirbúninginn og mun aldrei hafa verið jafnvel vandað til neinnar samkotnu í Siglufirði. — Allt stuðlaði líka að því að hún tæk- ist vel. Veðrið var yndislegt. Lúðraflokkur var feng- inn hingað frá Akureyri. Bærinn klæddist hátíða- skrúða. — Séra Bjarni hafði samið og gefið út vandað minningarrit: Aldarminning Siglufjarðar 1918, æft stóran söngflokk fyrir hátíðina og hann hélt aðalræð- una. Las hann í byrjun hennar upp símskeyti, er tilkynnti að þá hefði Siglufjörður fengið staðfest hin margþráðu kaupstaðarréttindi sem afmælisgjöf. . — Hygg eg að þáð augnablik hafi verið eitt hið ánægju- leg;ista fyrir séra Bjarna í starfi hans fyrir Siglufjörð. — Hann hafði náð settu marki og gat nú sætt sið við að draga sig í hlé í bæjarmálunum, enda hefir hann ekki tekið þátt í þeim síðan, þó hann sæti fyrstu árin á eftir í bæjarstjórn. Á þeim tímamótum, sem nú eru í lífi séra Bjarna Porsteinsson, veit eg að margir hinna eldri Siglfirð- inga hugsa til hans með þakklæti fyrir forgöngu hans í mörgum framfaramálum bæjarins og minnast fjöl- margra ánægjtisfunda er hann og kona hans veittu þeim á sínu gesfrisna heimili. Sig. Björgólfs, kennari. Sóknarpresturinn. Pegar séra Bjarni kom hingað til Siglufjarðar og tók við prestakallinu, var síður en svo að glæsilegt væri um að lítast hér og vænlegt til stórra afreka fyrir ungan, framgjarnan, stórhuga mann, sem þráði að láta til sín tnka á sviði bókmennta og lista. Hér voru í prestakallinu 311 sálir alls, frá Hvann- dölum til Úlfsdala. Prestssetrið var illa húsað, kirkjan lítil og að falli komin og yfirleitt lítill framfarahugur í mönnum. Strax gekkst hann fyrir því, að ný kirkja yrði byggð, og sýnir það framsýní hans, að kirkjuna lét hann byggja niðri á eyrinni og valdi henni stað þar sem síðar varð miðdepill bæjarins. Hin nýja kirkja þótti reisulegt hús í þá daga og með stærstu sveita- kirkjum. En þegar bærinn óx varð hún alltof lítil og var því hvtfizt handa um nýja kirkjubyggingu, og hún reist svo sem kunnugt er 1931—2. Hafði þá kirkjan á Eyrinni staðið síðan 1890. Eins og bent er á her í annarri grein, þá er séra Bjarni slcapfestumaðtir mikill, karlmenni í lund, en á þó innst inni viðkvæmni, sem hann ógjarnan lætur uppi á almannafæri. Hann er ekki breytingagjarn um skoðanir ogkenn- ingar hans sem prests hafa litt breytzt, enda þótt aðrir prestar hafi þar mjög farið eftir tízkunni o^ tíðarand- anum margir hverjir. En ekkert var fjær hans skapi. Séra Bjarni hefir alla tíð verið góður ræðumaður, stundum frábær. Ræður hans ævinlega rökfastar og strang-trúarlegs eðlis. Og tækifærisræ^ur hans voru oft snjallar, en gjörsamlega lausar við alla tilgerðar viðkvæmni. En þrátt fyrir það, fannst oft undarlega hlýjan yl leggja af orðum hans. Undir sló viðkvæmni, sem var uppgerðarlaus, en brauzt fram einhvernveginn ósjálfsrátt, Sérstaklega kenndi oft mikillar hlýju og hulinnar viðk>æmni í fermingarræðum hans. Öll sín embættisstörf hefir hann rækt með ein- stakri samvizkusemi, sem mun jafnvel sjaldgæf, og messuföll hafa eigi þekkzt í hans prestskapartíð hér, nema alveg óviðráðanleg forföll kæmi til. Séra Bjarni er innilegur trúmaður og þar fastur fyrir sem annarsstaðar. Glæsilegri og tilkomumeiri prest fyrir altari er læp- lega hægt að hugsa sér en .séra Bjarna. Bæði var

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.