Siglfirðingur


Siglfirðingur - 01.06.1935, Blaðsíða 10

Siglfirðingur - 01.06.1935, Blaðsíða 10
10 SIGLFIRÐINGUR hann ágætlega vel fallinn til tónflutnings sakir raddar sinnar og sönghæfni, og persónan i senn sköruleg og tignarleg. Hinni íslenzku kirkju er mikil eftirsjá að slíkum starfsmanni og séra Bjarni var. Par lætur al' störfum einn af allra ' merkustu prestum þessa lands fyrir margra hluta sak:r. Herra biskupinn Jón Helgason, hefir fundið þetta. Hann segir í bréfi til séra Bjarna, er hann veitir honum, samkvæmt beiðni, lausn frá embætti: „Jafnframt því að tilkynna yður þetta (lausnar- veitinguna), er mér Ijúft og skylt að votta yður í em- bættisnafni alúðarþakkir fyrir senn 47 ára starf yðar í þjónustu kirkjunnar og þá jafnframt, og eigi sízt, fyrir það starf er eftir yður liggur til eflingar kirkju- söngsins og fegrunar guðsþjónustuhaldsins innan kirkju vorrar með tónlistaverkum yðar". Til fróðleiks skal hér getið þeirra prestverka er séra Bjarni hefir innt af hendi í sinni löngu embættistíð og verður þó að hafa í huga það, hve prestakallið var fámennt lengi framan af. Hann hefir skírt 1480 börn, fermt 850 börn, gift 300 hjón, jarðsungið 700 manns, flutt 2400 stólræður og 1200 húskveðjur og líkræður til samans. Ef menn fara að hugsa um allt það starf, er að baki alls þessa Iiggur, þá munu menn fljótt komast að raun um, að það er geysimikið, því séra Bjarni hefir aldrei haft þann sið að flytja söfnuði sínum ræð- ur annarra presta. Pað mun óhætt að fullyrða það, að allir hinir eldri Siglfirðingar að minnsta kosti muni sakna séra Bjarna sem prests. Og það hygg eg, að mörgum þeirra þyki vandfyllt sæti hans. Áreiðanlega fylgia hinum aldraða presti innilegar þakkir og hugheilar frá söfnuði hans, sem hann hefir þjónað um hartnær hálfrar aldar skeið. Og lengi mun séra Bjarna minnzt í Siglufirði, enda á Siglufjörður honum mikið að þakka. Jón Jóhannesson, fiskimatsmaður. Maðurinn, Bjarni Porsteinsson. Eg sá séra Bjarna fyrsta sinni, er hann var nýorð- in prestur hér í Sigluíirði. Eg var þá barn, hann full- tíða maður; en mér er hann enn mjög hugstæður, eins og hann kom mér þá fyrir sjónir, þessi fagurvaxni, glæsilegi maður, með höfðingja yfirbragðið og gáfulega ennið. Pað var sjáanlegt hverjum sem hann leit, að þar fór maður, sem vel var á sig kominn bæði til sálar og líkama, og enginn miðlung&maður. Pað er líka ljóst, að það er enginn aukvisi, sem menn eins bg Hannes Hafstein og Guðm. prófessor Magnússon binda við æfilanga tryggð, því það er ekki presturinn, ættfræðingurinn. sagnfræðingurinn eða tónskáldið, sem vináttan bindzt við, heldur maðurinn. Séra Bjarni varð bráðlega kær vinur foreldra minna. Sú vinátta hélzt óbreytt meðan þau lifðu, og gekk í arf til okkar, barna þeirra, því það er einn þáttur i skapgerð séra Bjarna, að hai»n cr vinfastur. Síðar, eft- ir að eg var orðinn fulltíða maður, flutti eg hingað í sókn hans, og hefi verið sóknarbarn hans í rúm 30 ár. Langt er frá því, að við höfum ávallt verið á einni skoðun þennan langa kynningartíma, en aldrei hefirsá skoðanamunur haft áhrif á persónulega vináttu og velvild hans til mín. Hann hefir reynzt mér hollur vinur og ráðgjafi í mörgurri vandamálum, og virðing mín fyrir honum og hugarhlýja til hans hefir vaxið því meir, sem við höfum lengur kynnzt. Pað mætti nú ætla, að mér væri léttur leikur að verða við tilmælum ritstjóra Siglfirðings, og lýsa þess- um manni. En svo er þó ekki, þótt kynning okkar sé orðin þetta löng og náin. Maðurinn erseraséallra manna dulastur í skapi, og hans innsta eðli er flsstum, nema hans allra nánustu. sem lokuð bók; — skapgerð hans er sem skáldverk, sem lesandinn verð- ur að draga út úr ályktanir sínar um eiginleika og og hvatir persónanna, af orðum þeirra og athöfnum, til þess að skapa sér skoðun um þær. Og þeirri að- ferð verð eg að beita, er eg vil lýsa honum hér. Pessi dulleiki, — sem að minni hyggju stafar upprunalega frá feimni og hlédrægni unglingsins, sem kemur úr umkomuleysi og fátækt í skólann, innanum ríkari og betur selta jafnaldra, en sem er kappsfullur og fram- gjarn, — hann hefir oft valdið misskilningi um skap- gerð þessa merka og mæta manns. I innsta eðli sínu er séra Bjarni viðkvæmur í lund og blíðlyndur, þótt hann dylji það undir hinni hörðu skel vanans. Dreg eg þetta af því, að hann er dýravinur mikill og barn- elskur og barngóður með afbrigðum, en eigi hvað sízt af hinu, hve sterka ást hin mæta og mikilhæfa kona hans og börn þeirra, bera til hans. Sá maður, sem eignast ást konu með skapgerð frú Sigríðar, getur ekki verið maður kaldlyndur að eðlisfari. Séra Bjarni er maður kappsfullur og fylginn sér að hverju máli, sem hann hlulast um. Okkur þótti hann stundum nokkuð einráður, en eg verð nú að játa það, að það spratt af því, að hann fann það sjálfur, að hann sá betur en við, og að hann var fyrir margra hluta sakir sjálfkjörinn foringi hér, og — ágætlega til for- ingja fallinn. Mér er enn í minni, er hann á túna- slælti 1917 kom heim til mín og dreif mig á stað frá orfinu, til þess að fara dagfari og náttfari um alla Eyja- fjarðarsýslu, í þeim erindum að knýja fram aukafund í sýslunefnd til að fá í gegp aðskilnað Siglufjarðar frá sýslunni. Eg fór, og þetta tókst; en það, að baráttunni fyrir sjálfstjórn Siglufjarðar lyktaði svo skjólt og giftu- samlega, vita allir Siglfirðingar, að er langmest að þakka viturlegri forgöngu séra Bjarna. Listræn hneigð á ýmsum sviðum, er mjög sterkur þáttur í eðli og skapgerð séra Bjarna. Auk hinna sér- stöku og óvenjumiklu hæfileika hans á sviði hljóm- listar, og söngs, sem gerð mun að sérstöku umtalsefni hér í blaðinu, er hann skrautritari með þeirri smekk- vísi og snild, að mjög má róma. Rithönd skrifaði hann svo fagra, og sérkennilega, að fáir samtíðarmanna hans komust ,þar til jafns, og teiknari var hann góður. Smekkvísi og híbýlaprýði á heimili hans er rómuð af öllum sem þangað hafa komið, og þótt hin ágæta kona hans hafi þar í átt drjúgan þátt, þá mun húsbóndinn einnig hafa mótað hús og umhverfi með smekkvísi sinni. Hefir margur ánægjulegra stunda að minnast á hinu fagra, listræna heimili og í samvist við hin gáf- uðu og gagnmennluðu hjón. við samræður við þau, um hugstæð efni og margvísleg. Pjóðlagasafnandinn, sagnfræðingurinn og ættfræðing- urinn séra Bjarni, er ekki grúskari í þess orðs venju-

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.