Siglfirðingur


Siglfirðingur - 01.06.1935, Blaðsíða 14

Siglfirðingur - 01.06.1935, Blaðsíða 14
14 SIGLFIRÐINGUR N Y J A R V Ö R U R. .Með síðustu skipum fengum við mikið úrval af alls- konar sumarkjólatauum, dömupeysum, pilsum, kápu- efnum, flaueli, taftsilki og gardínutaum. Ennfremur silkináttföt, sloppar, pure silkisokka og Carioca silkisokkar, sem dömurnar vilja nú helzt. Mikið úrval af smábarnafatnaði o. m. fl. Nokkrar sumarkápur óseldar. Verzl. Halld. Jónassonar B-deild.- LJÓMA vitamin smjörlíki fer sigurför um bæinn - Dómur húsmæðra er: að Ljóminn með smjörbragðinu sé tvímælalaust bezta smjörlíkið m CAFÉ „DETTIFOSS" SIGLUFIRDI, leiðir athygli aðkomufólks og bæjarbúa að hinum vönd- uðu nýju salarkynnum, Aðalgötu 30. Matsala, kaffisala og aðrar venjulegar veitingar. Langbezta bljómsveit bæjar ins stjórnandi KARL O. RUNÓLKSSON, tönskáld. Greið og ábyggileg afgreiðsla. Ingibjörg Jósepsdóttir. a J Bæjarfógetaskrifstofan er framvegis adeins opin frá kl. 10—12 árdegis og 1—4 síðd., virka daga. Skrifstofu Siglufjarðar 1935. G, Hannesson. Bæjarfréttir. . Smábátahöfnin Byrjað er nú á smíði húss og bryggjupalla smábátahafnarinnar og stendur Sveinn Jónsson frá Steina- flötum fyrir því verki. Oldubrjóturinn. Eitlhvað er nú farið að undir- búa byggingu þessa mikla mann- virkis og verður sennilega byrjað á því í sumar. Bryggjustwíði miðar hér vel áfram. f*ó er hætt við, að sumir verði síðbúnir ef söltun hefst með fyrra móti. Ríkisverksmiðj urnar hafa nú auglýst móttöku síldar 20. þ. m. Munu nokkur síldarskip nú þegar vera farin að útbúa sig til veiða. Verður bráðlega byrjað á að dýpka við sumar verksmiðjubryggj- urnar þar sem togurum og stærrí síldarskipum verða ætlaðir löndun- arstaðir. Skrifstofa bæjargjaldker3 verður nú flutt í Gránugötu 27, þar sem áður voru skrifstofur Sören Goos. Skrifstofan verður opin frá 10—12 i". h. og 1—3 og 4—6 e. h. alla virka daga. Hinn nýi gjaldkeri tekur við em- bætti sinu á mánudaginn. Um Hvanneyrarprestakall er nú vitað að sækja þessir prest- ar: Séra Óskar J. Porláksson, prest- ur að Prestsbakka á Síðu, séra Halldór Kolbeins, prestur að Stað í Súgandafirði, séra Jón Thoraren- sen, prestur að Hruna, séra Ingólfur Porvaldsson, prestur í Olafsfirði og séra Garðar Svavarsson að Hoti í Álftafirði austur. Peir séra Óskar og séra Kolbeins hafa þegar flutt hér guðsþjónustur og nú er hér staddur séra Jón Thorarensen og flytur guðsþjónustur í Kvöld og kl. 5 síðd. á morgun. Séra Ingólfur og séra Garðar hafa beðið um

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.