Siglfirðingur


Siglfirðingur - 21.06.1935, Qupperneq 1

Siglfirðingur - 21.06.1935, Qupperneq 1
Arfurinn. Eitt af meginviðfangsefnum allra þjóða nú er það, að koma skipu- lagi á atvinnumál sín, Tekst þetta vitanlega misjafnlega, sérstaklega af því, að enn er eigi fundinn sá allsherjargrundvöllur, er traustlega mætti byggja á endurreisnarstarfið. Vinnumiðlun og atvinnubótavinna eru hin sósíalistisku meðul er allt eiga að lækna — Brama-Iífselexír, sem sósíalistarnir hafa fengið á al- þjóðapatent. En þessi krosstré vilja bregðast hrapallega eins og vonlegt er. Nú eru atvinnuvegir þessa lands komnir í það öngþveiti, að ekki er fyrirsjáanlegt að þeir rétti við á næstunni — að minnsta kosti ekki á meðan þau völd ráða hér sem nú fara með stjórnina og sem eiga mesta og stærsta sökina á því, hvernig komið er. Síðastliðinn tæpan tug ára hafa verið veltiár til lands og sjávar og tekjur lands- ins farið gífurlega fram úr allri skynsamlegri áætlun. En enda þótt náttúran og árgæzkan til lands og sjávar hafi tekið höndum saman, svo að segja má, að smjör hafi dropið af hverju strái og gull af hverri fleytu, þá er buskap ríkisins nú svo komið, að það skuldar um 800 kr. á hvert mannsbarn í land- inu eða um 2800 kr. á hvern skatt- greiðanda og atvinnuvegirnir svo sligaðir af sköttum, höftum og alls- konar stjórnskipuðum höinlum, að öllu liggur við hruni. Allstaðar kveður við sama neyð- arópið: Atvinnuleysi! og eina úr- ræði stjórnarvaldanna er: Atvinnu- bótavinna! Sósialistiskt „skiþulag" ! Ný Ián verður að taka, nýjar skattabyrðar verður að leggja á þegnana til þess að standast kostn- aðinn. Eldri kynslóðin er að gefast upp í baráttunni. Eina vonin er að æskulýður landsins taki málin í sínar hendur og bjargi atvinnuvegunum út úr öngþveitinu. Eina vonin er, að hér alist upp í landinu svo máttug og sterk kynslóð, að hún megni að rísa undir byrðunum sem skamm- sýnir feðurnir hafa lagt á herðar henni. Og hætt er við, að enn sannist hið fornkveðna: aS syndir feðranna koma niður d börnunum i í>riðja og fjórða lið. Á síðustu árum hefir sí og æ verið að færast hér í aukana „skipulag“ í atvinnumálum, sem í raun og veru verður ekki skilgreint né lýst öðruvísi en að það sé hvorki fugl ne fiskur. Pað er ein- hver ógeðslegur hrærigrautur úr hagsmunaklíku-prinsipum sósíalista og júðiskum marxisma og leninisk- um kommúnisma, sem vantað hefir allan fastan grundvöll annan en þann, að ganga í skrokk á ein- staklingsframtakinu, íordæma það, og rægja og níða beztu athafna- menn landsins, sem hafa bókstaf- lega skapað alla tækni og menn- ingu þjóðarinnar — endurreist hana á þrem áratugum. „Skipulag" fjandmanna einstakl- ingsframtaksins er nú af sjálfu sér að hrynja og hefir í stað bjargar og viðreisnar, á mestu veltiárum síð« ustu alda, skapað volæði, atvinnu- leysi og hrun. Og enn hefir þetta „skipulag" fært þfóðinni heim sanninn um það, að meðan einstaklingsframtakið er heft og einstaklingseðlið kúgað og pínt til undirgefni með fáránlegum öfg- um marxisma, kommúnisma eða öðrum sósíalistiskum stéttahagsmuna- heimspekikerfum, er engrar lagfær- ingar að vænta á sviðum atvinuu- lífsins. Pað er svívirðing að það skuli eiga ser stað á 4. tug tuttugustu aldar, að verkamenn séu kúgaðir af þeim, er þeir leita öryggis hjá í erfiðleikum sínum, til þess að selja sannfæringu sína, ef þeir eiga að fá inngöngu í félagsskap stéttar sinnar. Par heggur sá er hlíta skyldi. Einstaklingur er telur sér styrk að því að vera í félagsskap sinnar eig- H á r li 9 u n. Legg hár og járnkrulla. Kamilla Kristjánsd, Eyrargötu 5 (inng. í búðina.) Sími 108. in stéttar, verður oft að láta stimpla sig eins og kjðtskrokk með póli- tískum flokkstimpli, ef harin á að öðlast þau réttindi, er honum ber að lögum. Slíkt er pólitísk þræla- kaupmennska. Pað er dálítið annað atvinnuþörf eða pólitísk sannfæring. Verkalýðsstarfsemin verður fyrst og fremst að vera ópólitísk. íslenzkur æskulýður verður að vinna að því að svo verði, þegar hann tekur forystuna í atvinnumál- unum. Atvinnumálum þjóðarinnar og hag hennar yfirleitt verður aldrei komið í viðunandi horf fyr en ein- staklingseðlið fær til fulls að njóta sín og ríkisvaldið gerir allt, sem það má, til þess að styrkja ein- staklingana í baráttunni fyrir full- komnu skoðana- og athafnafrelsi. Á síðustu árum hefir þeirri kenn- ingu verið haldið fast að múgnum, að eina lausnin á öllum vandanum væri sú, að ryðjast inn í félög kommúnista og sósíalista, ofurselja sig skoðunum þeirra og ljá þeim atkvæðafylgi, og nú á síðasta ári bættist Framsóknarflokkurinn við í þenna pólitíska verzlunarhring. Pessi pólitíski samvinnuhringur veldur svo vitanlega því, að at- vinnuþörfin knýr fleiri og fleiri einstaklinga í nauðum sínum til þess að ganga hringnum á hönd, og að sama skapi fækkar þeim, er hafa persónulegt bolmagn til þess að bjóða þessum volduga hring byrginn. Sjálfstæðum atvinnurekendum er gert sífellt þyngra fyrir. Allt er keyrt og reyrt í dróma „skipu-

x

Siglfirðingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.