Siglfirðingur


Siglfirðingur - 21.06.1935, Blaðsíða 2

Siglfirðingur - 21.06.1935, Blaðsíða 2
2 SIGLFIRÐINGUR Iagsius" sósíalistiska. Hundruðum þúsunda er eytt í ný embætti til þjónustu við „skipu- Iágið“ og kostnaðurinn píndur út úr þegnunum svo harkalega, að nú er að því komið, að feðurnir megi fara að selja brauðið frá munni barna sinna til þess að fylla fjár- hirzlu „skipulagsins". Eldri mennirnir eru að gefast upp. Peir eru að sligast undir skattafarginu og skuldaáþjáninni. Ef nokkur viðreisnarvon á að verða fyrir þjóðina, er það hlutverk æskunnar að uppfylla hana. Æskulýðurinn á nú að taka at- vinnumálin i sínar hendur á næstu árum. Og nú eru Jegar að verða síðustu forvöð til slíkrar valdatöku. Rér, æskumenn, sem nú eruð að komast á þroskaárin ! Ykkar bíður það hlutverk að taka á ykkar ungu, styrku herðar arfinn frá feðrunum. Pað eru að vísu drápsklyfjar skulda og illra afleiðinga pólitískrar klæki- mennsku síðustu ára. Pað fellur í ykkar hlut að hefna afglapanna, rétta við hlut þjóðar- innar með orku viljans og réttlæt- isins. Afplána syndir feðranna. Petta er arfur ykkar! En er ykkur ekki ofætlun að bera og valda þessari voðabyrði? Sannarlega ekki ef einstaklings- eðlið og einstaklingsframtakið fær að njóta sín. Á því og engu öðru byggist framtíð íslenzkrar þjóðar og því að hrint sé um koll borðum sósíalist- isku atvinnuokraranna, er kaupa at- kvæði og sannfæringu fyrir lífsfram- færi. R. N. Stefán Guðmundsson söngvari, sem erlendis, og þá sérstaklega í Ítalíu, hefir unnið sér hylli al- mennings undir listamannsnafninu Stefano Islandi, hélt hér kveðju- koncert þ. 19. þ. m. Pað má óefað telja hann einna fremstan íslenzkra söngvara. Er rödd hans sérkennilega blæfögur og hefir aukizt mikið að fyllingu síðastliðin ár. Pá hefir Stefán hlot- ið þá gáfu, sem því miður margan vantar, er góða söngrödd hefir hlotið í vöggugjöf, að hann hefir ágætan músíkalskan skilning á hverju því viðfangsefni, er hann Skaldir íslenzkra bjejarféla^a 1933 og 1931. I reikningi Landsbankans, sem nýlega er kominn út, birtist skýrsla yfir skuldir allra bæjarfélaganna á landinu árið 1930 og 1934. Skýrslan Iítur þannig út: Bœjarfélög Skuldir í árs- lok 1930 Skuldir í árs- lok 1934 Hækkun þessi ár Lækkun þessi ár 1. Reykjavík .... 9139000.00 8151000.00 988000.00 2, Hafriarfjörður 780000.00 2044000.00 1264000.00 3. Isafjörður .... 728000.00 933000.00 205000.00 4. Siglufjörður . . . 517000.00 712000.00 195000.00 5. Akureyri .... 1247000.00 1378000.00 131000.00 6. Seyðisfjörður . . 266000.00 396000.00 130000.00 7. Neskaupstaður . . 215000.00 368000.00 153000.00 8. Vestmannaeyjar . . 1736000.00 2074000.00 338000,00 Skýrslan sýnir, að Reykjavíkurbær er eina bæjaríélagið á landinu, sem hefir minnkað skuldir sínar á kreppuárunum 1930 — 1934. tekur sér fyrir hendur að leysa. Lög eins og M’appari (úr óp. Marta eftir Flotow) og Mi par d’udir ancor (úr óp. „Perlufiskar- arnir” eftir Bizet) eru ekki nein barnameðfæri, en lög þessi voru prýðilega vel sungin. Helzt má það finna að rödd Stefáns, að hún er nokkuð óstyrk og veik á dýpri tónum, en vafalaust á Stefán eftir að þroska rödd sína, einnig í þessu tilliti. S. G. er einn af útvörðum þjóð* arinnar, sem hefir tekizt á hendur að vekja athygli erlendra þjóða á íslandi og menningu þess. Er það erfitt og oft á tíðum vanþakklátt verk, en getur, þegar vel er á haldið, hat't geysimikla þýðingu fyrir land og þjóð. Stefán hefir, því miður, ekki sótt gull í greipar ættlands síns, til þess er fátækt þess of mikil. En guili betra muo söngvaranum reynast hlýir hugir og óskir íslenzku þjóðarinnar. Hún vonar og veit, að Stefán mun reyn- ast henni góður sonur. A. S. Fiskveiðarnar. Frá áramótum til 1. júní befir veiðst 34.126.590 kg. af stórfiski (miðað við fullverkaðan fisk) og er það um 6 milj. kg. minna en í fyrra. Pó er enn meiri munur á smá- fisksveiðinni. Hann er þriðjungi minni en í fyrra. Sama er að segja um ýsuna, en ufsaveiði er talsvert meiri en í fyrra. F réttir. 100 ára afmæli. Hinn 11. nóv. n. k. eru hundrað ár liðin frá fæðingu Matthíasar Jochumssonar. Akurevringar og Reykvíkingar eru þegar farnir að undirbúa hátíðahöld þann dag. Leikflokkur Haraldar Björnsson- ar og Soffíu Guðlaugsdóttur hefir þegar gert samning við erfingja skáldsins um að mega sýna Skugga- Svein í tileíni af afmælinu. Mun þar verða til vandað svo sem kostur verður á. Hvað ætla Siglfirðingar að gera til minningar um lárviðarskáldið íslenzka ? Innflutningur. Samkvæmt skeytum lögreglustjór- anna til Stjórnarráðsins og skýrsl- um úr Rvík, hefir verðmæti inn- flutningsinsfrá áramótum til aprílloka numið 13,193,447 kr. og er það rúmlega 1 prc. meira en á sama tíma í fyrra. Innflutningurinn hefir orðið á þessu tímíabili 1,7 milj. kr. hærri en útflutningurinn. En á sama tíma í fyrra fór innflutningur 2,2 milj. kr. fram úr útflutningi. „Ráðstjórnin“ á Eskifirði. Eins og kunnugt er, hefir allt gengið á tréfótum um fjárreiður Eskifjarðarhrepps undanfarin ár og hreppurinn Ient í fjárþröng og leit- að hjálpar ríkisstjórnarinnar. í vor lét ríkisstjórnin rannsaka fjármál

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.