Siglfirðingur


Siglfirðingur - 29.06.1935, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 29.06.1935, Blaðsíða 1
VIII. árg. Siglufirði, laugardaginn 29. júní 1935 17. tbl. Stjórnmálafundurinn. Laugardaginn 22. þ. m. boðaði Sjálfstæðisfl. til opinbers stjórnmála- fundar hér í Siglufirði. Pað er nú reyndar nýlunda hér á seinni árum, að boðað skuli vera til slíks fundar — nema þá fyrir kosningar og önnur hátíðleg tæki- færi. Og víst er um það, að eini . stjórnmálaflokkurinn, sem hugrekk- is — og umfram allt fylgis vegna — g a t boðað til fundarins hér nú var Sj álfstæðisf lokkurinn. Hvers vegna? Vegna þess, að hann hefir nú langsamlega mesta fylgi allra stjórn- málaflokka hér. Og það sem betra er: Honum vex stöðugt fylgi eftir því sem hinum flokkunum fer hnign- andi. Fyrir Sjálfst.fl. mætti hér Ólafur Thors formaður flokksins. Fyrir stjórnarliðið voru tilkvadd- ir, Bernharð Stefánsson, alþingism., Barði Guðmundsson og Jón Sig- urðsson. Fyrir Bændaflokkinn mætti Stefán Stefánsson úr Fragraskógi, en fyrir Komma þeir Póroddur og Aðalbjörn. Ólafur hóf umræðurnar og rakti í stuttu máli tildrög núverandi fjár- hagsástand og afleiðingar þess fyrir nútíð og framtíð. Benti ræðumaður á Jað réttilega, og með miklum al- vöruþunga, hversu atvinnuvegirnir væru að lenda í öngþveiti og kalda- kol, sakir þess hve núverandi stjdrn- arflokkar brygðust skyldu sinni, og gerðum þeirra væri stjórnað fyrst og fremst af óheyrilegri og ósvífinni valdagræðgi og þar næst bláberu stéttahatri og rógi stétta á milli og brennandi fjandskap til andstæð- inganna. Einnig flutti Stefán úr Fagraskógi sannfærandi og kröftuga ræðu til sönnunar því, að Framsókn væri nú orðin undirlægja Sósíalista og svívirt af þeim, en hefði allstaðar brugðizt áhugamálum bændanna, bæði í kaupgialdsmálum og flestum öðrum hagsmunamálum, t. d. af- urðasölunni, og þá sérstaklega í mjólkurmálinu. Færði hann djúpar sönnur á það, að Framsókn væri nú svo gott sem horfin innyfir landamæri sósíalismans Bernharð Stefánsson reyndi af hand- járnaaga að halda uppi vörn fyrir Framsókn, en sakir sanngirni og sannleiksástar mannsins varð vörn- in hégómi. — Bernharð fann, að samvizkan og drenglundin bönnuðu alla málsvðrn á Tímavísu og það höfum vér fyrir satt, aðseint munu Framsóknarmenn fá Bernharð til þess að tilbiðja skurgoðið frá Hrifiu. Er hitt sönnu nær, að hann fjar- lægist nú æ meir og meir óheilind- in í þeirri pólitík sem þar gnæfir hæst, en hneigist að sama skapi til þess að aðhyllaststaðreyndirnar sem allstaðar hrópa í himininn gegn ó- stjórninni. " Réttilega minnti 01. Th. á þá staðreynd, að Bernharð væri iéleg- ur talsmaður síns flokks sakir þess, að hann kynni ekki við að segja mikið dsatt, En ef segja ætti sann- leikann um flokkinn frammi fyrir þjóðinni, þá væri hann dauðadæmd- ur. Talsmenn flokksins mega aldrei segja satt frá staðreyndum, því þá eru atkvæðin glötuð, traustið horfið og bitlingaliðið á vonarvöl. En hitt skal játað, að Bernharð reyndi held- ur ekki mikið tíl þess að beita Hrifluvopnunum. Pau eru, að því er sagt er, orðin honum næsta hvimleið og nú reynist hann sá manndómsmaður að fága stjórnar- blettina af skildi sínum. Og senni- lega tekst Bernharði það, því hann er talinn drengur góður og batn- andi. Verstu hrakfarir fóru þó Kratarn- irn, því mjög var hlífzt við Bern- harð sakir drengskapar hans. Ætti sérstaklega Jóni Sigurðssyni að verða minnisstæð útreiðin og ekki mun hann hafa vaxið í augum Siglfirð- inga við frammistöðuna. Og allir kenndu í brjósti um veslings Barða, sem barðist þarna á tréskóm unz hana lagði á flótta; mun hann hafa heitið því, að láta ekki oftar ginn- ast út í þann fífiskap að verða málsvari Kratanna. Enda mun hon- um vera slíkt hlutverk mjög utan- garna. Var veslings Barði svoguðs- volaður að hörmung var á að sjá. Enda rann mörgum til rifja eymd Tilkynning Sóknarnefndin hefir meðtek- ið skeyti frá biskupi, svohljóð- andi: „Síra Jön Thorarensen hefir afturkallað umsókn sína um Hvanneyrarprestakall og verður því ekki í kjöri, Iátið berast til kjósenda, biskup". Petta tilkynnist hér með. Siglufirði 30. júní 1935. Kjörstjórn sóknarnefndar. Riklingurog íreðfiskur fæst í Kjötbúð Siglufjarðar.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.