Siglfirðingur


Siglfirðingur - 29.06.1935, Blaðsíða 2

Siglfirðingur - 29.06.1935, Blaðsíða 2
2 SIGLFIRÐINGUR þessa ágæta sögumanns þegar hann neyddist til að sfangast við stað- reyndir sögunnar. Fundurinn fór skikkanlega fram nema hvað kommúnistarnir voru illyrtir. En það var eins og fyrri daginn, það tók enginn mark á þeim. Ólafur sýndi átakanlega fram á aumingjaskapinn og bitlingasníkjurn- ar hjá stjórnarliðinu. Og sérstaklega virtist Krötum bölvanlega við þegar Ólafur minnti þá á að ráðherra þeirra væri drengskaparmaður. Ekki vissi Barði neitt um tekjur Héðins, og sagðist ekki hafa séð skattskýrslu hans. En aftur á móti þóttist hann gagnkunnur efnahag og skattframtali Sjálfslæðismanna. Ekki minntist hann heldur á tekjur „súrdeigskauð- ans“ né annara kratagersema. Fundurinn gerði það gagn, að hann mun hafa skilið eftir óbifan- Iega sannfæringu allra fundarmanna um þetta þrent: 1. Að stjórnarliðið hefir svikið öll kosningaloforðin. 2. Að Framsókn er orðin að ölmusuþýi Kratanna. 3. Að Sjálfstæðisflokknum er alltaf að aukast fvlgi hér ogá nú langsamlega mest atkvæða- magn í Siglufirði allra flokka. Hafi Ól. Thors mikla þökk fyrir komuna og drengilega framkomu á fundinum. Góðir gestir. i. LEIKFLOKKUR. Siglufjörður hefir að þessu verið mjög afskiftur af heimsóknum lista- manna erlendra og inniendra. Veld- ur því að miklu leyti það ómenn- ingarorð er af bænum hefir farið og einnig það, að bærinn var lengi mjög einangraður. Pá er á það að líta, að til leiksýninga, söngs og hljómleika hefir bærinn ekkert við- unandi húsrúm að bjóða. Er það tæplega vansalaust nú orðið fyrir bæ í svo örum vexti og hátt á þriðja þús. íbúa. Á það ber og að Hta, að innan þriggja ára verður bærinn orðinn^mesti ferðamanna- bær hérlendis og bæri bæjarstjórn sannarlega að hafa vakandi auga á því að undirbúa það, að óhróður Siglufjarðar yxi ekki við aukinn ferðamannastraum, en færi rénandi með ári hverju. Hvað ætti og mætti gera í þessu tilliti er ærið viðfangs- efni útaf fyrir sig og verður sjálf- sagt tekið til athugunar. En eitt er víst: Framvegis verður gróði af heimsókn ferðamanna ein af drýgstu tekjulindum borgara bæjaríns. Sl. þriðjudag kom hingað leik- flokkur írá Reykjavík og sýndi hér eitt af kunnustu leikritum Einars H. Kvaran. Prátt fyrir það þótt eigi væri auglýstur leikur þessi fyr en eftir hádegi sýningardaginn, og þrátt fyrir ónógan skyndiútbúnað leiksviðsins hefir áreiðanlega aidrei sézt fleira fólk samankomið á sjón- leik hér í Siglufirði. Leikflokki þessum, er sýndi ”Syndir annara" var stjórnað af tveim færustu og vinsælustu leik- endum landsins, þeím Har. Björns- syni og Soffíu Guðlaugsdóttur. Leikur þessi hefir verið sýndur hér í Siglufirði áður og var prýði- lega með flest aðalhlutverkin farið eftir því sem við varð búizt til- sagnarlaust af viðvaningum. En þó verður að segja .eins og er, að sum hlutverkin voru sízt betur leikin nú en þá. Bezt mun hafa tekizt samtal þeirra Gríms (H. B.) og Porgeirs (Gests Pálssonar) í öðrum þætti. Einhvern- veginn var það þó, að bvorki Soffía né Gestur virtust njóta sín til fulls, en Haraldur hafði fullt vald á sínu hlutverki frá upphafi til enda. Regína Pórðardóttir lék vel og var sjálfri sér samkvæm enda þótt hún væri full skvettuleg. En gaman var að henni og elsku- leg var hún. Anna var vel leikin en persónan var nokkuð budduleg, og hefði mátt vera virðulegri. Pað er aðgæzluvert, að velja svo í hlut- verk, að persónan samsvari því er hún á að sýna. Annars verður leik- urinn raunverulega léleg eítirherma. Annars er það um þenna leik að segja, að hann er viðburður í menningarsögu Siglufjarðar. Hér hefir verið reynt að halda uppi leiksýninum af veikum mætti þó. En þar hefir miklu fremur strandað á skilningsskorti bæjar- búa og algjörlega óhæfu húsrúmi en vöntun á leikkröftum og við- leitni. Væri betur, að bæjarhúum skildist, að hollara menningartæki fær bærinn ekki en heimaþjálfaða og heimafengna kiklist. En til þess þarf húsrúmi og leiksvið, sem ennþá er ekki til hér. Leikflokkurinn á heiður skilinn fyrir viðleitni sína og þökk skal honum tjáð fyrir komuna til Siglu- fjarðar. II. KARLAKÓR K. F. U. M. kom hingað með Gultfossi á fimmtudaginn. Mikill mannfjöldi safnaðist á Hafnarbryggjuna, þegar skipið lagði að. Var þar karlakór- inn Vísir og heilsaði gestunum með því að syrigja Móðurmálið eftir Sveinbjörnsson. Gekk þá fram prófessor Bjarni Porsteinsson og bauð kórinn velkominn með stuttii ræðu. En K. F. U. M. kórinn svaraði með Iagi séra Bjarna „Eg vil elska mitt land“. Gengu svo gestirnir upp í bæinn og skoðuðu Ríkisverksmiðjurnar o. fl. Kl. 4 söng kórinn í Bíó, en þar var fá- skipað eins og við var að búast um þetta leyti dags, þegar svo að segja hver maður er önnum kafinn. Kl, 9 söng kórinnaftur og var þá húsfyllir og kom þá í ljós, að Sigl- firðingar kunnu að meta góðan söng. Að lokinni söngskrá kórsins sungu báðir kórarnir saman 4 lög og að endingu þjóðsönginn. Kórinn á mörgum glæsilegum raddmönnum á að skipa og mun þegar allt kemur til alls, bezti harlakór landsins, enda með þeim allra elztu og þjálfuðustu. Vísir hélt kórnum samsæti að Hótel Siglufirði að loknum söngn- um. Voru þar gerðir að heiðurs- félögum K. F, U. M. kórsins þeir Pormóður Eyólfsson, söngstjóri, Egill Stefánsson, formaður Vísis og prófessor Bjarni Porsteinsson. Bæði leikflokkurinn og karlakór- inn áttu góðum viðtökum og góðri aðsókn að fagna, og sýndu Siglfirð- ingar þar að þeir kunna að meta gildi þess sem þeim er boðið. Ætti nú héreftir að rísa upp sá metnaður í bæjarbúinu, að kosta kapps um að eignast sjálfir slíkar sveitir sem þessar og hlúa vel að viðleitni þeirra fáu manna, sem eru að reyna að halda hér uppi slikri menningarstarfsemi. Veiðarfærum og allskonar búsáhöldum verð- ur pakkað upp þessa dagana hjá Sig. Fanndal.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.