Siglfirðingur


Siglfirðingur - 06.07.1935, Page 1

Siglfirðingur - 06.07.1935, Page 1
/ VIII. árg. Siglufirði, laugardaginn 6. júlí 1935 18. tbl. Síétt MEÐ stétt. Eitt veigamesta meginskilyrði þjóðfélagsins er það, að hver ein- asta stétt vinni af gagnkvæmum skilningi og fullum samstarfshuga hver m e ð annari að þroska og framgangi þjóðfélagsheildarinnar. Petta er svo augljóst mál, aðhver einasti maður hlýtur að skilja það, ef hann fer að hugsa málið af al- vöru — hugsa með samúð og skiln- ingi um endurreisn og bættan hag landsmanna. Að þeirri gaumgæfl- legu athugun lokið, hljóta allir, sem fyrirfram eru ekki blindaðir orðnir af fylgisáróðri stéttaflokkanna, að sjá og viðurkenna, að einasta úr- lausn erfiðleikanna, vandræðanna og atvinnuleysins eru þau, að allar stéttTr þjóðfélagsins taki höndum saman og samstillist til sameigin- legs átaks fyrir bættu skipulagi, sem leiði til hagsmuna fyrir þjóðar- heildina, en ekki eina stétt manna í þjóðfélaginu. Nú skulum við, lesendur góðir, athuga ástandið eins og það er og hefir verið að smá hverfa til, sein- asta hálfan annan áratug og vel það. Fyrir 15 — 20 árum var stétta- hyggjan og stéttahatrið mjög fátíð fyrirbrigði hérlendis. Má telja þetta hvorttveggja aðfluttan varning og eitt af því skaðræði, sem Bjarni Thorarensen nefnir "vellyst í skips- förmum völskunum meður“. En gamli maðurinn gengur þess ekki dulinn „að út fyrir kaupstaðinn ís- lenzkt í veður ef hún sér vogar þá frýs hún í hel“. Nú hefir þessi „stétta-vellystingarhyggja" streymt inn í landið um 15 — 20 ára skeið og farið vaxandi, þrátt fyrir viðnám — ókipulagsbundið þó, því miður — þeirra er -betur vildu, lengra sáu og framsýnni voru. Hið „íslenzka veður“ er ennþá óskollið á. En það kemur — það er þegar farið að draga upp veður- bliku á þjó^félagshimin vorn og þaðan mun skella á það ægiveður innan skamms, er feykir í burtu og frystir í hel sundrung, hatur og fjandskap stéttanna. Petta „íslenzka veður“ mun bylta af stóli stétta- hyggjunni, en leiða alla þjóðina saman í órjúfandi heild, þar sem hver réttir öðrum hönd til sameig- inlegra átaka lil heilla þjóðfélags* heildarinnar. Mönnum mun þá skiljast, að hver stéttin er annari nauðsyn og allar eiga þær sameig- inlegt mark að stefna að: Heill og framgang íslenzku þjóðarinnar í heild. Sameining stéttanna mun aftur bæta þjóðinni þau óhemju verð- mæti er farið hafa forgörðum, í andlegum og veraldlegum skiiningi. í hatrammri stéttabaráttu þessa ófremdartímabils, er forgöngumenn stéttaflokkanna hafa skapað með því að rægja stétt gegn stétt. Á upplausnarárum þeim, er síðan í stríðslok hafa óslitið plágað þjóð- ina, hefir einlægt verið að síga á ógæfuhliðina. Sósíalistar með komm- únistana í broddi fylkingar, ,hafa sífellt boðað og æst til stéftabar- áttu og stéttafjandskapar. Pessir stéttahagsmunaloddarar hafa með skrumi og fögrum lof- orðum ginnt til sín og safnað um sig flokkum manna, er héldu að þarna væru spámenn upprisnir er myndu færa þeim í skaut öll lífsins gæði, og þegar loforðin urðu að svikum og vonir fjöldans að táli, fundu þeir upp ný Ioforð sem urðu nýjar blekkingar. Af öllum þessum pólitíska ó- skunda leiddi sambræðsla skyldra flokka með hinum svívirðilegustu hrossakaupum og bitlingamútum. Landsstjórnin — þjóðstjórnin — sem átti að sjá hag allrar þjóðar- innar borgið, varð að hatrammri stéttastjórn, er arðrændi eina stétt- ina til framdráttar hinni. Kommúnistar og sósíalistar rífast nú um hvorir eigi að ræna rúst- irnar. Kommúnistar ganga nú á eftir Krötunum og hrópa á sam* fylkingu til þess að geta fullkomnað þjóðarránið, en hinir treysta á mátt Alþýðusambandsins og þingmeiri- hlutans með aðstoð rauðliðanna úr Framsóknarflokknum. Báðir stjórnarflokkarnir í samein- ingu hafa nú þrautpínf atvinnuveg- ina svo með geysilegum skattapín- ingum, að þeim liggur við hruni. Tekjustofna bæja- og sveitafélaga hafa þeir rýrt svo, að þau eru nú hvert af öðru að gefast upp í bar- áttunni og segja sig á ríkis-„sveitina“. Og nú er svo komið — loksins, að mikill fjöldi hinnabeztu manna þessara flokka eru að slíta við þá öllu samneyti og skipa sér í sveit þeirra, er vilja af einhuga reyna að bjarga þvi er bjargað verður, og — ef gifta ræður — reisa þjóð- féragið úr rústum á nýjum, og þó fornum, grundvelli: Sameining allra stétta. Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokk urinn í Iandinu sem vinnur að heill og sameining allra stétta jafnt, enda er hann stærstur og bezt menntur allra flokkanna fyrir þá sök eina, að hann hefir aldrei misst sjónar á því mikla marki, að þjóðin er ein heild og engin stéttin er annari rétthærri, en allar hver annari jafn nauðsynlegar og eiga að veita hver annarri brautargengi í baráttunni eins og hönd hendi og fótur fæti. Og umfram allt er það hinn mikli styrkur þess mikla flokks, að hann vinnur að giftu og framtaks- frelsi hvers einstaklings og hefir það fyllilega á meðvitundinni að einstaklingarnir skapa heildina og að sameinaðir stöndum vér en sundraðir erum vér glataðir og hverfum í hít einhverrar stórþjóðar- innar. Sjálfstæðisflokkurinn einn vinnur að alhliða endurreisn allra stétta og það verður hann og han9 hugsjónir er sigra í baráttunni. «

x

Siglfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.