Siglfirðingur


Siglfirðingur - 06.07.1935, Blaðsíða 2

Siglfirðingur - 06.07.1935, Blaðsíða 2
2 SIGLFIRÐINGUR „Neisti“ og flokksfylgið. „Neisti" gumar mikið af því að sósíalistum sé að síaukast fylgi og telur það eðlilegt þar eð stjórnar- flokkarnir „og þá sérstakl. Alþ.fl." hafi gert svo mikið til að „auka atvinnuna og skipuleggja afurða» sóluna”. Hann biður alla í guð- anna bænum að trúa því að sósí- alistar hafi svikið kosningaloforðin. Og blaðið segir svo: „Alþýða manna fylgist orðið það vel með, að hún veit vel hvaða flokkur það er, sem' bers tfyrir hagsmunum hennar“. Petta er vafalaust alveg réf.t hjá blaðinu. En alþýðan veit meira. Hún veit, að stjórnarflokkarnir hafa lagt á hana þyngstu skattabyrðar sem nokkurntíma hafa lagðar verið á íslenzka alþýðu, og hún veit líka vel að megnið af þeim miljónum fer í eyðslu- og bitlingahít „stjórn- arinnar með botnlausa kassann". Alþýðan veit það vel að síldar- uppbótin fræga var öll borguðþeim er mest báru úr bítum, en þeir er gengu slippir frá veiðunum áttu ekki málungi matar, fengu ekki neitt. Samvinnubátarnir fengu sitt — allt í lagi! Alþýðan veit það ósköp vel að eitt af lotorðum 4 ára áætlunarinn- ar og málefnasamningsins var það aðútrýma atvinuleysinu i hvelli, en þrátt fyrir stóraukna at- vinnuleysisstyrki voru 190 atvinnu- leysingjar 1. maí 1934 í Rvík, en voru orðnir 432 1. maí í vor. En svona eru „bölvaðar staðreyndirnar.“ Alþýðan veit það líKa vel, að só- síalistar og Framsókn drápu allar viturlegar viðreisnartillögur í sjávar- útvegsmálum á þinginu í vetur, en samþykktu í þess stað káklög sem gáfu þar steina fyrir brauð og verða „stjórn hinna vinnandi stétta“ til varanlegrar minningar. Alþýðan veit ofboð vel frammi- stöðu þeirra við skipulagningu at- urðasölunnar. — Bændurnir vita um framkvæmd mjólkurlaganna þar sem kennimaðurinn klæddist úr hemp- unni í mjólkursloppinn og regeraði þangað til að bændurnir sáu aðsvo búið mátti ekki standa^ en færðu klerkinn úr mjólkursloppnum og í hempuna aftur og töldu minna ó- gagn að honum í slólnum en mjólk- urbúðinni. Alþýðan í k.iup>tö3un.iai m ín vel eftir háa kjötverðinu sl. haust og verðjöfnunargjaldinu og öðrum á- lögum á þá neyzluvðru til þess að Norðmenn og Englendingar gætu fengið kjötið nógu „billega”. Alþýðan man eftir bitlingunum sem rignt hefir yfir gæðinga stjórn- arflokkanna. Pað er ekkert hætt við að hún gleymi þeim þegar hún á að fara að greiða skattpeninginn til framfærzlu bitlingaliðsins. Alþýðan maneftir afrekum Rauðku- nefndarinnar sem situr á rókstólum í dýrustu luxuskontorum við Aust- urstræti í Reykjavík. Alþýðan veit það vel, að sósíal- istar og Framsókn eru að veita þeirri skoðun inní hugi almennings, að einstaklingsframtakið og sjálfsá- kvörðunarréttur einstaklingsins sé „humbug” og hugarórar, enda þótt hvorttveggja sé með langfcroskuð- ustu þjóðareinkennum íslendinga. Alþýðan veit vel, að í stað þessa ævaforna lundararfs á að smeygja inn hjá henni austrænu ráðstjórnar og þjóðnýtingardekri, sem aldrei samrýmist skapgerð hennar. Alþýðan veit vel að verið er að eyðileggja alveg „systemasiskt" frjálsa verzlun og viðskifti með bönnum, höftum og gjaldeyrishöml- um. Hún veit vel, að henni er neitað nú um gjaldeyri fyrir bráðnauðsyn- lega hluti eins og t. d. byggingar- efni og veiðarfæri o. fl., af því að gjaldeyririnn þarf að nota fyrir tó- bak og brennivín til að okra á fé í sí tómann ríkiskassann. Og alþj'ðan veit margt og margt fleira þessu líkt. Og nú þegar eru meira að segja gamlir Framsóknarhöldar lagðir á flótta undan þeim sósíalistiska óþef, er allstaðar leggur uppaír sporum stjórnarsinna eins og eiturgas. I stað fylgisaukningar er flótti frá þeim. Eina aukning sósíalista, ef aukn- ingu skyldi kalla, er það vitanlega að þeir hafa gleypt Framsóknar- flokkinnn með húð og liári að und- anteknum þeim er sáu og sjá fótum sínum forráð og flýja hið sökkv- andi skip. Og sem betur fer fjölgar þeim með hverjum deginum er sjá hætt« una. Og eitt veit Siglfirzk alþýða með vissu. Hér að minnsta kosti vex sósíalistum né stjórnarflokkunum ekki fylgi. Og það verður að kall- ast gleðilegt tímanna tákn og boðar roða af nýjum og betra degi í stjórn- málunum. Bæjarfréttir. Síldveiðin. Næst síðustu viku mátti kalla að all- góð veiði væri og veður hagstætt til síidveiða. En nú síðustu daga hefir brugðið til norðaustanáttar með köld- um vindstrekkingi og lítið sézt til síldar. Á fimmtudagskvöld höfðu verk- smiðjurnar hér fengið rúm 53000 mál í þrær — nýja verksmiðjan um 17 þús,, eldri verksmiðjan um 20 og Páls- verksmiðjan rúm 15. Aftur á móti hafa hinar ríkisbræðsl- urnar, á Raufarhöfn og Sólbakka mjög litla síld fengið. Raufarhöfn um 3000 mál og hin eitthvað meira, enda hefir síldveiðin verið þvínær eingöngu frá Siglufirði til Skaga. Fitumagn síldarinnar hefir nú verið mælt og reyndist 16,5 prc. Reyndar hefir ekki enn farið fram nema ein rannsókn, en líklegt er, að fitumagnið sé að meðaltali mjög nálægt þessu. Síldin er talsvert átumikil. Veiði skipanna fram á föstudagskvöld er þessi, talið í málum: Höskuldur 2507 Erna 1073 Freyja 1107 Víðir 251 Huginn I. 993 Hugin.n 11. 1445 Huginn III. 430 Haraldur 535 Brúni 137 Bjarki 349 Garðar 209 Draupnir 157 Öll þessi ofantöldu-skip hafa lagt upp í Gránu og Rauðu verksmiðjurnar. í Ríkisverksmiðjurnar hafa þessi skip lagt upp: Alden 1544 Atli 341 Ármann Rvík 1304 Ármann Bíldudal 833 Árni Árnason 666 Bára 406 Birkir 867 Bjarnarey 525 Björn 712 Eldborg 350 Fjölnir 1141 Fróði 1417 Geir Goði 298 Geysir 541 Grótta 1185 Hafaldan 232

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.