Siglfirðingur


Siglfirðingur - 13.07.1935, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 13.07.1935, Blaðsíða 1
r VIII. árg. Siglufirði, laugardaginn 13. júlí 1935 20. tbl. Kaupdeilan. (Þess skal getið, að enda þótt Siglf. telji sér kaupdeilu þessa óviðkomandi þótti hinsvegar ekki rétt að neita form. V.v.fél. um rúm til að skýra málið frá félagsins sjónarmiði og svara árásum. Ritstj.) Pað er ekki sökum skammar- greinar þeirrar, er birtist í síðasta tbl. Neista, að eg skrifa þessa grein, heldur til þess, að gera almenningi ljóst um hvað deilt er og hverju munar að samkomulag náist. Gífur- yrði Neista í minn garð læt eg mig litlu skifta, annars tel eg ýms um- mæli hans vera mér til talsverðs sóma, t. d. að eg sé svo mikill maður, að eg ráði öllu einn í V.v.- fél. Án þess að eg ætli að fara að fræða Neista um lög V.v.fél,, vil eg þó taka það fram, að þau eru það varlega samin að 60—70 prc. af atkvæðamagninu er ekki nægi- Iegt til að samþykkja atriði er leitt geta til verksviftingar. Hjákátlegt má það heita, þegar Neisti talar um „kauplækkunarher- ferð“ og „kaupkúgun", þegar V.v.- fél. býður í öllum atriðum sömu kaupskilmála og giltu síðastliðið ár. Hversvegna minntist Neisti aldrei á kaupkúgun í fyrra? Vegna þess að honum fannst kaupið nógu hátt og var ánægður með það. Þegar V.v.fél. svo býðst til að greiða sama kaup og Verkalýðsfé- lögin samþ. í fyrra og hitteðfyrra, og öll aðstaða verkalýðsins er ó- breytt frá því sem þá var, er tæp- lega bægt að kalla okkur kaupkúg- ara nú. Vorið 1933, er V.v.fél. Siglufj. var stofnað, gerði það samning við Verkam.féi. Siglufj. um kauptaxta fyrir það ár. Vorið 1934 var V.m.- féi. „Próttur" stofnað, og kom stjórn þess þá til V.v.fél. og óskaði eftir að sami samningur mætti gilda við það, og gilti við Verkam.fél. Siglu- fjarðar. Samningur þessi innhélt á- kvæði um það, að sunnudagurinn yrði styttur úr 36 klst. niður í 24 klst. gegn þeim skilyrðum: a) að vinnuveitendur notuðu sigl- firzka verkamenn að tveim þriðju hlutum móts við að- komumenn, og b) að dagkaup yrði 10 aurum hærra mánuðina júlí, ágúst og september. Laust eftir síðustu áramót, skrifar V.v.fél. Siglufj, Verkam.fél. ”Prótt- ur“ og óskar eftir að það ræði við sig um nýjan samning um kaup- taxta fyrir yfirstandandi ár. Eg vil geta þess, að V.v.fél. ællaði sér að reyna að losna við 10 aura hækkunina á dagvinnutímakaupinu, mánuðina júlí—september, enda mælir margt með því, að það eigi lítinn rétt á sér, enda kemur það illa heim við óvild siglfirzkra verkamanna til aðkomuverkamanna, að hækka kaupið um leið og að* komumennirnir koma, og lækka það þegar þeir fara. — Bréfi þessu STEFÁN JÓH. STEFÁNSSON hœstaréttarmálaflutninssmaður. Samningagerðir svaraði "Próltur" aldrei, tnda þótt tveir úr stjórn V.v.fél. afhentu sjálf- um form. ”Próttar“ það, og ætti hann þó að þekkja þá almennusið- venju og kurteisi, að svara beri skrifiegum orðsendingum með bréfi. Enn þann dag í dag er „Próttur" ekki farinn að svara þessu bréfi, eins og honum þó að sjálfsögðu bar skylda til, heldur auglýsir hann allt í einu kauptaxta, þar sem eft- irvinna er hækkuð úr kr. 1,80 uppí 2,00 pr. klstd. Auðséð er á þessari aðferð að „Próttur" óskar frekar að nota þvingun í stað þess að fara samningaleiðina. Fyrir nokkrum dðgum lét loks „Próttur" svo lítið, að láta kaup- taxtanefnd tala við stjórn V.v.fél. Niðursoðnir ávextir nýkomnir, svð sem: Blandaðir Perur Plómur Kirsuber Apricosur Kjötbúð Siglutjarðar. ÁSGEIR GUÐMUNDSSON cand. jur. Upplýsingar Málflutningur. Innheimta. SUMARMÁNUÐJNA, júlí og ágúst höfum við lögfræði-skrifstofu að Eyrar- götu 15 hér í bæ. — Skrifstofutími venjulega alla virka daga frá kl. 10—12 f.h. og 2—5 e. h.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.