Siglfirðingur


Siglfirðingur - 20.07.1935, Page 1

Siglfirðingur - 20.07.1935, Page 1
f rróun síldarverksmiðja ríkisins. P’rír menn áttu drýgitan þátt i því að ríkið byggði fyrstu síldar- verksmiðjuna: Oskar Halldórsson, útgerð- armaður. sem um margra ára skeið skrifaði í dagblaðið „Vísi“ hverja greinina á fætur annari um nauð- syn þessa máls. Magnús heitinn • K r i s t j á n s so n, síðar ráðherra, sem Óskar vann til fylgis við mál- ið. Magnús aflaði málinu fylgis meðal þingmanna meira en nokkur maður annar. Jón Þorláksson, er rannsakaði . fyrir ríkisstjórnina möguleika fyrir byggingu síldar- verksmiðju, er ríkið léti reisa. Hann sýndi fram á, að verksmiðjan mundi verða þarft og arðvænlegt fyrirtæki og lagði til að hún yrði reist á Siglufirði á þeim stað sem hún slendur nú. Síðar féll Magnús Kristjánsson frá og eftirmaður hans fól öðrum að halda verki J. P. áfram. Verksmiðjan var byggð, en bygg- ingarkostnaður fór langt fram úr áætlun og nam stofnkostnaður verk- smiðjunnar um 1,614 þús. kr. Meðan unnið var að byggingu fyrstu síldarverksmiðju ríkisins árið 1929—30 skall heimskreppan á. Síldarlýsi féll niður í þriðjung verðs og síldarmjöl lækkaði þá og næstu ár um meira en þriðjung. Pótt verðið á bræðslusíldinni væri lækkað á þessum árum úr ca. kr. 10,00 fyrir málið niður í kr. 3,00 urðu flestar verksmiðjur fyrir stórum töpum, Árið 1932 var svo komið að Sören Goos var hættur rekstri hér á Siglufirði og fyrst og fremst vegna tapa á síldarverk- smiðjurekstri sinum og verksmiðja Dr. Paul var alls ekki starfrækt. Eftir að kom fram í ágústmánuð 1932 fór að rætast nokkuð úr um sölu síldarverksmiðjuafurða. Afkoma ríkisverksmiðjunnar var sæmileg það ár, enda greiddi hún ekki nema kr. 3,00 fyrir málið. Vorið 1933 gekkst Ólafur Þórð- arson skipstjóri í Hafnarfirði fyrir því, að félag Sjálfstæðismanna j firðinum fengi þáverandi þíngmann kjördæmisins, Bjarna Snæbjörnsson lækni til þess að flytja tillögu til þingsályktunar um heimild fyrir ríkisstjórnina til að kaupa D r. P a u 1 s v e rk s mið j u n a. Tillagan náði frnm að ganga og ríkið keypti verksmiðjuna 1933 og hefír starf- rækt haria síðan. Kaupverð Dr. Paulsverksmiðju var kr. 310 þús. og má telja það mjög sanngjarnt miðað við ástand verksmiðjunnar, legu og afköst. Ágæt sildveiði var sumarið 1933. Verksmiðjurnar höfðu þá ekki neitt svipað því undanaðvinna úr þeirri síld sem flotinn aflaði. Talið var, að um 140 þús. mál síldar hafi ver- ið óveidd eða farið forgörðum það sumar á Siglufirði sökum tregrar afgreiðslu og s'iorts á nægilegum síldarverksmiðjum. Ólafur Pórðar- son, Óskar Jónsson, undirritaður og fleiri. bentu í blaðagreinum þá um haustið á hina brýnu þörf, sem væri fyrir nýja síldarverksmiðju. Heimild til ríkisstjósnarinnar fyr- ir byggingu nýrrar verksmiðju á Norðurlandi fyrir allt að 1 milj. kr. flaug í gegn á haustþinginu 1933. Nú hefir sú verksmiðja verið reist hér á Siglufirði og er búizt við að hún kosti um 1 milj. króna. Enginn skriður komst á undir- búning að kaupum Raufarhafn- arvarksmiðjunnar fyren árið 1934. Magnús Guðmund9ton þá- verandi atvinnumálaráðherra skipaði þá um vorið sildarverksmiðjunefnd, sem gera skyldi tillögur u n stað fyrir verksmiðjuna, sem heimilt var að byggja samkvæmt lögum frá þingu 1933, og um fleira viðvíkj- andi aukningu síldarverksmiðja. Prír nefndarmanna sömdu ítarlegt og rökstutt álit um Raufarhafnar- verksmiðjuna og lögðu ákveðið til við ríkisstjórnina, að hún þá þegar (vorið 1934) leitaði heimildar þing- flokkanna til kaupa á verksmiðjunni. Par sem kosningar stóðu fyrir dyr- um þótti ríkisstjórninni ekki réttað afgreiða þetta rnál, nema samþykki þingsins kæmi til. Heimild til kaupanna var syo samþykkl á haustþingi 1934, erþá- verandi stjórn síldarverksmiðja rík- ins hafði mjög eindregíð látið það álit sitt eindregið í ljósi, að rétt væri að kaupa verksmiðjuna. í vor vann núverandi verksmiðju- stjórn óskift og ákveðið að því, að fá ríkisstjórnina til þess að kaupa verksmiðjuna. Samningar tókust u»n kaup á verksmiðjunni fyrir N.kr. 60 þús. sem má telja sanngjarnt verð. í fyrra reyndust bankastjórar Út- vegsbankans í Reykjavík ófáan- legir til þess að leigja verksmiðjuna á Sólbakka við Önundarfjörð áfram til h.f. Kveldúlfs í Reytcjavík, sem haft hafði verksmiðjuna á leigu und- anfarin ár, nema fyrir stórhækkaða leigu, sem varð til þess að Kveld- úlfur dró sig í hlé. Til þess að reyna að bjarga rekstri verksmiðj- unnar i fyrra fékk Magnús Guð- mundsson gefin út bráðabirgðalög um leigunám á verksmiðjunni. Lög- in komu til framkvæmda þegar í fyrra sumar og stjórn S. R, tók við rekstri verksrniðjunnar. En vegna þess að þá var komið fram á síldar- tíma og of seint að gera ráðstafan- ir til þess að fá nægilegan skipa* flota til að veiða handa verksmiðj-

x

Siglfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.