Siglfirðingur


Siglfirðingur - 20.07.1935, Blaðsíða 2

Siglfirðingur - 20.07.1935, Blaðsíða 2
2 SIGLFIRÐINGUR unni og einnig vegna þess að síld- veiði var frekar treg, fékk vesksm. langsamlega of fítið af sild til að vinna úr. Ásgeir Ásgeirsson, þingmaður Vestur-ísfirðinga haíði á þinginu ’33 fengið samþ. heimild harida ríkisstj. til þess að kaupa verksmiðjuna. Mjög erfiðlega gekk að ná sam- komulagi um kaupverðið á verk- smiðjunni, I miðjum maímánuði s.l. náðist þó að lokum samkomu- lag um að ríkið keypti verksmiðj* una fyrir kr. 350 þús. og var leig- an á verksmiðjunni síðastliðið sum- ar innifalinn í kaupverðinu. Fyrir tiu árum síðan voru allar síldarverksmiðjurnar, er þá störfuðu hér á landi, nema ein, eign útlendinga. Nú eru allar verksmiðj- urnar, nema ein, eign Islendinga. Fyrir tíu árum var afkastageta verksmiðjanna um 4 þús. mál á sólarhring. Nú er afkastageta verk- smiðjanna um 17,500 mál á sólar- hring. Verksmiðjureksturinn á þó enn fyrir sér að aukast að mjög miklum mun, haldist sildveiði í svipuðu horfi og sé vel á málum haldið. Sveinn Benediktsson. Leiðrétting. í greininni „Fleiri síldarverk- smiðjur" eftir Sv. Ben. í síðasta tbl. átti síðasta málsgrein í I. dálki á 2. siðu að vera svohljóðandi: Sé fyrsta leiðin farin verða eig- endur verksmiðjunnar að greiða svo hátt verð fyrir hráefnið, að hún fái nægilegt af því í samkeppni viðinnlendu verksmiðjurnar eða selja verksmiðjuna að öðrum kosti. Einnig féll nafn Skagastrandar úr, þar sem taldir voru upp þeir staðir, er myndu hafa mest fylgi, er að þvi kæmi að ákveða stað fyrir nýja verksmiðju. Baejarstjóm hefir nú samþykkt að bjóða út til erlendra firma byggingu og starf- rækslu fyrst um sinn á raforkuveri við Skeiðsfoss, Er mál þetta mikið alvörumál og verður um það ritað af merkum manni hér i blaðið á næstunni. Eitt af því sem stjórnarliðið hrósar sér af er skipulagshæfileikar. Allt á nú að skipuleggja og er skipulagt, en venjulega á þann hátt sem miður má og ver gegnir fyrir þjóðina. Er mikill fjöldi stofnana og embætta skapað í þessum til- gangi, eða, öllu heldur, meiri hluti skipulagsins er skipulagður til þess að skipuleggja embætti handa kosn- ingasmölum stjórnarinnar, föllnum þingmönnum og ýmsum lýð, sem fara mundi á hreppinn, ef eigi væri þannig að þeim búið, því fátt eitt þessarra fugla hefir manndóm í sér til þess að takast á hendur erfiðis- störf. Er óhætt að fullyrða að í engu landi er þessi atvinnubóta- vinna jafnvel skipulögð og hér. Eitt af fyrirskipuðum skipulags- málum stjórnarliðsinsins er að kosta til þess menn að sitja við að „ut- spekulera" einhverjar árásir, helzt svívirðingar, um Sjálfstæðisflokkinn. Er mesti fjöldi manna „upptekinn" við þessa iðju, og er árangur iðj- unnar sýnilegur í þvínær hverju blaði stjórnarinnar og strangar fyr- irskipanir eru látnar útganga til forráðamanna blaðanna um að taka upp sögurnar og má hver lagaþær til í hendi sér eítir geðþótta og eftir því sem bezt á við á bverjum stað. Pessir „framleiðendur" stjórnar- flokkanna eru býsna ýtnir og orðn- ir þessari iðju svo vanir, að sagt er að hver þeirra framleiði að minnsta kosti eina sögu á mánuði og sé þetta orðið á mörgum þeirra nokk- urskonar tunglkomusjúkdómur, sem sé að verða króniskur. Þannig er til kominn rógurinn um Vestmannaeyjar, en þar hefir sjúkdótnurinn verið kominn á svo hátt stig að höf. hafa gengið feti framar en skipulagið heimilaði. En trúmennskan við iðjuna er svo ein- dæma mikil, að smærri blöðin út um land hika ekki við að birta róginn og smjatta á honum mánuði eftir að sýslumaður Vestm.eyja er búinn að afturkalla auglýsingar sín- ar og iðrast nú frumhlaupsins. En hvað gerir það til? Er ekki rógurinn alltaf rógur, enda þótt löngu sé búið að hnekkja honum. Og er rógurinn ekki alltaf jafnoit- urt vopn meðan einhver sál er svo fáfróð eða spillt að hún trúi honum. En eitt er þó gott við þessa iðju: Hún er að verða svo opinber og mögnuð, að þjóðin er búin að fá andstyggð á henni, — hún er nefnilega ekki eins vil dulin eins og áður — umbúðirnar ekki nógu vandaðar, og stundum er rógnum fleygt berstrípuðum út meðal fjöld- ans og er þessi V estm.eyjarógur gott sýnishorn þar um. Menn hrökkva ósjálfrátt við og blygðast sín, er þeir sjá og heyra andstyggðina afhjúpaða. Petta eru nú orðin aðalvopn stjórnarliðsins á Sjálfstæðisflokkinn. Pegar ekkert dugar til að hindra fylgisaukningu hans, sem samboðið er heiðarlegri stjórnmálabarátta, þá er gripið til eiturbirlana rógs og ályga. Fólkinu er svo gefið þetta inn í smáum eða stórum skömmtum eftir ástæðum. En það verða alltaf fleiri og fleiri sem hrækja út úr sér óþverranum áður en hann vinnur þeim varan- legt mein. Og eitt er víst. Sljórnarliðið verður enn að skipuleggja.ný vinnu- brögð til höfuðs Sjálfstæðisflokknum ef duga skal. Pað verður gaman að sjá hvaða framleiðsla kemur næst úr iðjuverinu. Nazisma- œðið. Einherji svarar, sem vænta mátti, grein í síðasta Siglf. um Framsókn- ar-nazismann. Greinin snýst reynd- ar ekki um málsins merg, þann, að brekja það er staðhæft er í Siglf., heldur er aðaláherzlan lögð á það, að tilfæra kafla úr gamalli Einherjagrein, er núverandi ritstj. Siglf. skrifaði er Pjóðernishreyfingin fyrst brauzt hér út. Ritstj. var þá hrifinn af bersögli hinna ungu manna, og er það enn enda þótt eg við nánari athugun sé frá- hverfur ýmsum tiktúrum flokks þessa, svo sem apaspil þeirra og eftirhermur eftir þýzkum nazistum. að ekki sé talað umþannsið þeirra

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.