Siglfirðingur


Siglfirðingur - 03.08.1935, Síða 1

Siglfirðingur - 03.08.1935, Síða 1
VIII. árg. Siglufirði, laugardaginn 3. ágúst 1935 23. tbl. Síldveiðin. Er rétt að byrja síldasöltun svona seint, ef gæði síldar- innar og fitumagn er sæmi- legt fyr? Pessi spurning mætir manni nú hvaðanæfa. Er hún ekki réttmæt, eða er hún sprottin af ótta um að síldveiðin bregðist það sem eftir er veiðitímans ? Sennilega er hún NÚ af þessum ótta sprottin. í spurn- ingunni felst ótvírætt hálfgerð ádeila á þá. er núog áður hafa ráðið því, að söltun hetst svona seint. Liggur þá næst að athuga hvort ádeilan í spurningunni hefir við rök að styðj- ast og ef svo er, hvað ráðamönn- um þessarar framleiðslu gengur til. Pað hefir til þessa helzt verið fundið að snemmveiddri síld — veiddri seint í júní og framan af júlí, að hún væri óseljanleg vegna fituskorts, og enn aörir haldið þvi fram, að enda þótt fitumagn reynd- ist sæmilegt, þá væri þessi snemm- fengna eíld „lausholda“, héldi illa í sér fitu og fyrir þær sakir slæm vara. Pað mun óhætt að fullyrða, hvað síðari ástæðunni viðvíkur, að þar séu staðhæfingarnar mjög hæpnar og hafi við léleg rök að styðjast — að minnsta kosti engar vísindalegar rannsóknir né sannanir, en mikil ástæða til að ætla, að hér sé um að ræða í upphafi staðhæfingu út- lendinga, sern ekki hafi kært sig um að fá síldina of snemma á markaðinn. Petta hefir svo gengið í fólkið og orðið að trú eða hjátrú, sem smátt og smátt hefir orðið í hugum manna að „sannindum". Annars skal ekki að svo stöddu STAÐHÆFT neitt um þetta, en mikil líkindi eru til að svona sé þetta — og að minnsta kosti væri þetta rannsóknarvert, því að eitt er víst: Menn eru mjög ósammála um þetta atriði. Hvað ntumagninu viðvíkur er síldin oftar en hitt orðin söltunar- hæf löngu áður en söltun hefst og mörg dæmi til, að síld hefir verið söltuð mjög fiturýr eftir að söltun hefir hafizt fyrir alvöru og þá ekk- ert að henni fundið, enda þótt engum heíði dottið í hug að salta sömu síld áður en söltun var haf- in almennt; þetta sanna fitumagns- rannsóknir síðari ára. í fyrra var t. d. söltuð hér síld í byrjun söltunartímans austan af Grímseyjarsundi, sem aðeins hafði inni að halda 14 prc. fitu og tæp- lega það. Var ekkert að henni fund- ið af því að „ALMANAKSTÍM- INN“ var kominn. Um sama leyti var síld úr Eyjafirði með 15 prc, og Húnaflcasíld með 17—18 prc. í sumar 6. júlí var síld frá Skjálfanda með 14,9 (15) prc. 8, júlí síld frá Flatey 15,9 prc. 9. júlí síld af Eyjafirði 18,9 prc. og 13. júlí síld út af Skagafirði 21,5 prc. í innyflum þeirrar síldar var fitan 31,5 prc. en í bol 20.4 prc. Af þessu sést ljóslega, að í saman burði við síld er þótti söltunarhæf í fyrra 25. og 26. júlí hefði verið óhætt að byrja söltun í ár 6. júlí, að ekki sé talað um 9. júlí og úr því. í árferðl eins og nú er. verður að telja það mjög áhættumikla ráð- stöfun gagnvart öllum aðiljum að byrja ekki söltun fyr en nú er gert. Pað GETUR slampast af EF síldin veiðist og helzt fram eftir ágústmánuði, en það GETUR líka farið svo, að þessi ráðstöfun valdi bágindum og allskonar vandræðum allra þeirra, er afkomu sína eiga undir þessum atvinnuveg og í raun og veru víðtæku fjárhagslegu hruni. 1931 var titumagn síldar frá Skagafirði frá 7. júli til júlíloka 18 —21 prc. að meðaltali og mjög lík úr Húnaflóa og eftir þann tírna sízt feitari. 1932 var fitumagn síldar frá miðjum júlí til júlíloka undir 16 prc. og var söltuð engu að síður, þegar „tíminn" kom. Eins og að undanförnu höfum vér allflestar nauðsynjavörur. Nýkomið: Rúsínur m. steinum do. steinlausar Gráfikjur Bláber Verð og vörugæði alþekkt. Verzlunarfélag Siglufjarðar h. f.

x

Siglfirðingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.