Siglfirðingur


Siglfirðingur - 03.08.1935, Blaðsíða 3

Siglfirðingur - 03.08.1935, Blaðsíða 3
SIGLFIRÐINGUR Heilsuíræðissýningin. Eins og kunnugt er hefir reynsl- an orðið su, að sýningar á munum eða myndum at þeim, er hið aðgengilegasta fræðslumeðal, og með töflum og línuritum má á ljósara hátt svo að segja í einu vettfangi knýja inn í menn ógleymanlega hinn mikilvægasta sannleika, sem ella virðist óskiljanlegur og svo ótrúleg- ur að heila ritgjörð yrði að rita til að sannfæra um gildi hans, en töl- urnar er erfitt að rengja. — Heilsu- fræðissýningin notar þetta í ríkum mæli. Oss virðist því að það hafi verið hið þarfasta fyrirtæki er lækna- félagið tók sér fyrir hendur að fræða almenning á þennan hátt um ýms- ar þær hættur sem heilbrigði manna stendur at athugaleysi og vanþekk- ingu, utanaðkomandi óvinum, svo sem gerlum o. fl. Jón Jónsson, læknir, sem sér um sýninguna fyrir læknatelagið skýrir oss frá því, að slíkar umterðasýn- ingar séu orðnar alltiðar í Þýzka- landi og Norðurlöndum og sé á- hugi manna að vaxa fyrir þeim sem ágætu fræðslumeðali. Sú hafði líka orðið raunin á. er sýningin var sýnd í Reykjavík í haust, við ágæta að- sókn þar. — Við læknadeildir Há- skólanna er farið að koma upp slíkum sýningum og sú er líka ætl- un læknafélagsins aðkomauppsem fullkomnastri heilbrigðissýningu við Háskóla íslands í sambandi við heilsufræðiskennsluna. Kæmist slík sýning á, myndi hún að sjálfsögðu verða opin fyrir almenning að minnsta kosti sá hluti hennar, sem til þess þætti henta. — Töflurnar og línuritin eru algjörlega byggð á íslenzkri reynslu og tekin eftir skýrslum læknanna, sem hafa nú um margra tugi ára verið með svip- uðum hætti og I öðrum löndum tíðkast og því aðgengilegar til sam- anburðar. Er gleðilegt til þess að vita. að þjóðin er á sumum sviðum samkepnisfær, svo sem um með- ferð ungbarna og sóttvarnir. Svo tryggar eru sóttvarnirnar út á við taldar, að komið hefir til tals meðal læknanna, að vel megi hætta við bólusetningu barna við bólusótt — stórubólu — sem framkvæmd hefir verið hér með lögboði nú 150 ár. Mun margur taka því fegins hendi ef til kemur. Aftur á móti stöndum vér að baki annarra þjóða á ýmsum öðrum svið- um. Svo er um berklavarnirnar þrátt fyrir ærinn tilkostnað, um krabbamein og síðast en ekki sízt um kynsjúkdómana sem nú vaxa órt. samfara vexti bæjanna. Pó sýningin sé útbúin með nafn- spjöldum og skýringagreinum, svo að hver og einn geti haft hennar not með góðri athugun, þá hefir Jón læknir gcngizt fyrir því, að er- indi verði flutt á hverju .kvöldi kl. 8| um ýms heilbrigðismál í sam- bandi yið sýninguna, og hafalækn- arnir og lyfsalinn lofað þar aðstoð sinni. Nánara um erindi þessí, hver þau haldi og um hvað þau séu, verður auglýst í Barnaskólanum og glugga Lyfjabúðarinnar daginn á undan. Á laugardagskvöldið heldur Jón Jónsson læknir erindi um vinnu- stellingar. Á sunnudagskvöldið Steingrímur Einarss.. sjúkrahúslæknir, um berkla og berklavarnir. 3 Á mánudaginn beldur Áage Schiöth, lyfsali, erindi um lyfjanotk- un fyr og síðar. Á þriðjudag9kvöldið: Haíldór Kristinsson héraðslæknir um með- ferð ungbarna. Slyngaxir margar stærðir. Einar Jóhannsson & Co. Gormviktar nýkomnar. Einar Jóhannsson & Co. Atvinn uley sisskráning. Samkvæmt lögum nr. 57 frá 7. maf 1928, um atvinnu- leysisskýrslur, fer fram skráning atvinnulausra sjómanna, verkamanna, verkakvenna, iðnaðarmanna og kvenna, fyrir sið- asta drsfjórðung, (apríl, maí, júní). Skráð verður á Vinnumiðlunarskrifstofunni (sfmi 176), i -, . f , * , f't iö- •• bæjarhúsinu, Oránugata 27 (uppi), dagana 6., 7., 8. og 9. þ. m. kl. 3^-7$ sfðd. Þeir, sem láta skrá sig, eru beflnir að vera viflbdnir að gefa upplýsingar um: heimilisástæður sfnar, eignir og skuldir, atvinnudaga, og tekjur á ársfjórðungnum s«m skráfl er fyrir, hve marga daga þeir hafi verið atvinnulausir á tfmabilinu vegna sjúkdóms, hvar þeir hafi haft vinnu, hvenacr þeir hafi hætt vinnu og af hvaða ástæðum, hvenær þeir hafi flutt til bæjarins og hvaðan, Ennfremur veröur spurt um: aldur, hjúskaparitétt, óraaga- fjölda, styrki, opinber gjöld, húsaleigu og um það f hvaða verkalýðsfélagi menn þeir séu. Loks verður spurt um tekjur manna af eignum mánaðarlega og um tekjur konu og barna. Vinnumiðlunarskrifstofu Siglufjarðar, 1. ágúst 1935. Guðberg Kristinsson.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.