Siglfirðingur


Siglfirðingur - 10.08.1935, Side 1

Siglfirðingur - 10.08.1935, Side 1
Síldveiðarnar. Afleiðin£ar þeirra ráðstafana, að hefja síldarsöltun alltof seint, þrátt fyrir ótvíræð gæði síldarinnar, eru þegar farnar að gera vart við , sig og munu valda enn alvarlegri eftirköstum, ef ekki rætist úr hið bráðasta. Greinin í síðasta Siglfirðingi, þar sem vítt er sú ráðstöfun að salta ekki fyr sílciina í ár en gert var, hefir vakið afarmikla athygli fólks. Menn sjá það alltaf betur og betur, að slíkar ráðstafanir sem þessar eru með öllu óverjandi þegar síldin á annað borð er orðin vel söltunar- hæf. Petta er samskonar „búhnykk- ur“ og ef bóndinn tæki upp á því að slá ekki tún sín og engi fyr en grasið væri farið að falla og fölna. Nú er svo komið, að farið er að salta þróarsíld til útflutnings, en áð- ur (í júlí) var ágætri spriklandi og gijáandi fyrsta flokks söltunarsíld dembt í bræðsluþrærnar. Nú segja Sviarnir: „Síldin er á- gæt, prima vara enda þótt hún sé orðin .,slöpp“! — bara hún súrni ekkill í tunnunum." Ber ekki þetta vott um eindæma þekkingu á vöru- vöndun?! En vitringarnir sænsku eru þó ekki alveg frá því að kunni að hlaupa hálfgerður koppakeimur í þessa dæmalausu „þróarfram- leiðslu" þeirra! F*að skal staðhæft, að menn munu sjaldan eða aldrei hafa séðsaltaðan verri „skít“ að útliti en þann, er hrúgað hefir verið í tunnurnar þessa síðustu og verstu daga. — Jú, bara þetta súrni nú ekki! Hvað hefir verkafólkið í landi, sjómennirnir, útgerðarmennirnir, Siglufjarðarkaupstaðar og landið í heild tapað miklu fé á þessari ráð- stöfun í ár? Hver vill svara því? Hvað bíður þessa fólks, og allra þeirra, er hér eiga hlut að máli um fjárhagslega afkomu og lífsbjörg á komandi vetri, ef ekki rætist úr? Hver vill svara því? Er ekki ástæða til nú þegar að fara að gera einhverjar ráðstafanir til bjargar? Pví enda þótt komi nú mikið síldarhlaup, er nýttist skaplega, þá yrði undir öllum kringum6tæðum atvinnutekjur fjöldans svo rírar, og afkomuhorfurnar svo ískyggilegar eigi að síður, að tæplega yrði kom- izt hjá alveg óvanalega gagngerðum og yfirgripsmiklum viðreisnar og hjálparráðstöfunum. Menn munu vafalaust, sumir hverjir, segja sem svo: „Pað er lít- ill vandi að sjá þetta allt saman eftir á!“ En oss er spurn: Er ekki mikil ástæða til að óttast um mink- andi veiði eftir því sem síldarmagn- ið er meira og skarpara í fyrstu göngunni? Jú, vissulega? En hitt er annað mál — það Framhald á 4. síðu. E G G. E G G. Kaupið aðeins stimpluð egg með merkinu (innan í hring), það tryggir yður glæný egg. Egg vor fást að jafnaði í Verzl. Sveins Hjartarsonar. Gests Fanndals. Egils Stefánssonar. Kaupfélagi Siglfirðinga. Verzlunarfélagi Siglufjarðar. H. Thorarensen.

x

Siglfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.