Siglfirðingur


Siglfirðingur - 10.08.1935, Side 2

Siglfirðingur - 10.08.1935, Side 2
2 SIGLFIRÐINGUR NÝ J A-BÍÓ Til minnis. Sýnir sunnudagskvöld 11. ágúst kl. 4$ Svefnlausar nætur. Fjörugur gamanleikur í 10 þáttum. — Aðaihlutverkin leika: STANLEY LUPINO og POLLY WALKER. í þessari mynd eru sungin fjörug lög og margar skrautlegar sýningar sjást. Efni myndarinnar er um unga miijónamæringsdóttur og fátækan blaðamann, sem komast í gvo mikla klípu, að þau neyðast tii að lýsa því yfir að þau séu ný- gift, þótt þau vitanlega séu ógift. »TengdaforeIdrarnir« koma að alt í einu og fagna »tengdasyninum«. Komast nú ungu hjónaleysin í mestu vandræði og er oft hægt að fá tækiíxri til að skellihlæja. Kl. 6*: Við sem vinnum eldhússtörfin. Tal- og hljómmynd í 10 þáttum tekin eftir sögu SIGRID BOO Aðalhlutverkin leika: TUTTA BERNTZEN-ROLF, BENGT DJURBERG, KARIN SVANSTRÖM Breder verksmiðjustjóri hefir átt tal við ungan hugvitsmann, sem vill selja hon- um einkarétt á nýju bifhjóli, sem hann hefir fundið upp, en þegar Breder víll ekki kaupa, huggar ungi maðurinn hann með því, að hans eigin bifhjól »Eld- ingin skuli bíða iægra hlut fyrir hinu nýja í næsta kappakstri. Breder er f vondu skapi og það gengur út yfir Helgu dóttur hans, sem hann svíkur um Parísar- ferð, sem hanti hafði áður lofað henni, Til að hugga sig, fer hún til Jörgens vinar síns. sem er einnig trúnaðarmaður hennar, og lendir í heilum hóp af ungu fólki á baðstað. Par hefst kappræða um ungar stúlkur nú á dögum, og Jörgen og fleri halda fram, að nútímastúlkan kunni ekki annað en dansa og leika sér. »Eg skal gefa þér demantshring ef þú vilt vinna hjá öðrum í hálft ár og lifa af því, sem þú vinnur þér inn sjálf«. Helga slær til og fer brátt í vist og eftir að hafa upplifað ýmislegt skrítið vinnur hún veðmálið. En hvað hún upplifði ýmis- Iegt skrítið, vinnur hún veðmálið. En, hvað hún upplifði, er best að fá að vita með því að sjá myndina. Hún er nú sýnd í NÝJA BÍÓ. Sýnd í allra síðasta sinn. Kl, 8*. Syndaselur kvennaskólans. Tal- og hljómmynd í 10 þáttum. — Aðalhlutverkið leikur: ANNY ONDRA. Hér er á ferðinni skemmtileg og fjörug gamanmynd, og þar sem Anny Ondra leikur aðalhlutverkið, er fengin trygging fyrir því að myndin er bæði hlægileg og fjörug. Anny Ondra leikur unga lífsglaða stúlku, sem send er af foreldrum sínum á kvennaskóla. Rar kemur hún öllu í uppnám og reynist nokkuð erfitt fyrir kennara hennar að tjónka við hana. Kl 10J: Veðmál um lífið. Afarspennandi »wild West mynd« í 10 þáttum. — Aðalhlutverkin leika: TOM KEENE og HELEN FOSTER. Monty býr f afskektum bæ ásamt Jude gamla. Leiðist honum einveran og heldur til Dan Hurnis, en þar eru margir Cowboys, og fjör og líf. Verða þeir Monty og Rance áslfangnir í sömu stúlkunni og reynir Rance að Iosna við keppinaut sinn með því að fá hann til að fara á bak á óhemju, sem áður er búinn að dr«pa tvo menn. En margt fer öðruvísi en til er ætlast. — Afarspennandi mynd. Almenningur hefir sennilega aldrei athugað það hve geypileg fjáreyðsla Framsóknarstjórnarinnar hefir verið þau átta ár, sem hún og sósíalistar hafa farið með völdin. Islenzka ríkið er álíka fjölmenn og Björgvinjarbær í Noregi. Stjórn- inni hefir þó tekizt að eyða frá þessu litla, fátæka þjóðfélagi 133 miljónum á 8 árum eða hátt á 17. miljón króna á ári. Pegar menn fara að hugsa um þessa óskaplegu fjáreyðslu, furðar menn mest á hvernig þessi litla þjóð hefir farið að því að afla alls þessa fjár. Nú er allur almenningur farinn að skilja það, að þessi voða-eyðsla er í raun og veru meginorsök þess hve afskaplega nú er þröngt í þjóð- arbúinu, atvinnuvegirnir vanmegn- ugir að sjá verkalýðnum fyrir at- vinnu. Prátt fyrir þessar ískyggilegu stað- reyndir, eru fjárlögin fyrir 1935 út- gjaldahæstu fjárlög sem nokkurt Alþingi hefir dirfzt að bera fram og jafnframt allir skattar hækkaðir svo nemur 2—4 miljónum. Auk þessa hefir bitlinga-austurog embættastofnanir aldrei komizt á slikt óhófsstig eins og síðan núver- andi stjórn tók við. Pað er því nauðsynlegt, að almenningur fylgist dálítið með bitlingaaustrinum; skal þvi hér birt skrá yfir nýjar greiðsl- ur sem núverandi stjórn hefirskellt á ríkissjóð og að nokkru á bæjar- og sveitasjóði. Ekki er hér þó talið nema hið helzta, mart er ótalið, og vafalaust ótal margt, sem almenn- ingur veit ekki enn um og vitnast sennilega aldrei. Hér er ágripið: 1. Eflirlit með opinberum rekstri. Prjú þriggja manna ráð, sam- tamtals 9 menn. 2. Eftirlit með sjóðum, 3 menn. 3. Stjórn markaðs- og verðjöfn- unarsjóðs, 9 menn. 4. Samkvætnt lögum um verka- mannabústaði 5 mannastjórn. Auk þess einn eða fleiri í hverjum kaupstað eða kaup- túni. UM 80 MENM. 5. Síldarútvegsnefnd, 5 manna stjórn, 5 varamenn og margt annarra starfsmanna. Alls um 20 menn. 6. Vinnumiðlunarskrifstofur. 5

x

Siglfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.