Siglfirðingur


Siglfirðingur - 10.08.1935, Blaðsíða 4

Siglfirðingur - 10.08.1935, Blaðsíða 4
SIGLFIRÐINGUR Sildveiðarnar. Framhald af 1. síðu. þýðir ekki að sakast um orðinn hlut. Vonandi verður þessi sára, dýrkeypta reynsla til varnaðar fram- vegis svo menn brenni sig ekki á sama soðinu oftar en orðið er. Menn eru einnig að tala um reynslu og þekkingu manna á síld- argöngum og síldarveiði yfirleitt — þeir viti „nok" hvað þeir geri og hvað sé að gerast. En sannleikur- inn er sá, að enginn veit neitt um háttalag og göngu þessarrar dular- fullu skepnu sem „byltist blikandi í sjónum og bönkunum ríður á slig". Parna, eins og víðast hvar annarsstaðará sviði atvinnuveganna, verða vísindin að vísa leiðina. Þau eiga og munu vissulega skapa þær staðreyndir, sem óhætt verður að byggja á. En þessi róður sækist seint. Pað er einungis einn einasti af öllum vísindamönnum landsins, sem gefur sig að síldarrannsóknum, og verður þó að hafa þann starfa í hjáverkum vegna skilningsleysis og tregðu ailra aðilja. Komið á „rannskóknarstofu" Árna Friðrikssonar hérna á Sigluflrði. Pá munuð þið sjá með eigin augum umhyggjuna, er stjórn ríkisins og þá ekki síður stjórn síldarútvegsins ber fyrir bægindum óg aðstöðu vísinda- mannsins til rannsóknanna. Og kompan sú kann að gefa ykkur of- urlitla innsýn í þau kjör sem þess- um eina vísindamanni sjávarútvegs- ins eru boðin. Og ykkur mun skilj» ast, að fyrst að skilningur stjórnar- innar og atvinnurekendanna er svo sljór og áhuginn fyrir vísindastarf- seminni í þarfir stærstá og örlaga- ríkasta atvinnuvegarins er svo „slapp ur" og kompan sú ber vitni um, — ja — þá er ekki von að vel fari. Nei. Sjáfarútvegurinn og ríkis« stjcrnin eru þess vel um mégnug að byggja hér litla snotra rannsókn- arstofu með nýtízku áhöldum og öllu er til hlýðir, og launa Árna svo vel, að hann þurfi ekki að hafa rannsóknir sínar í hjáverkum. Nú hefir Árna dvalið hér um hríð að rannsóknum í köldu komp- unni austan við Dr. Paulsbrakk- ann. Hann segir að síldin hagi sér með óvenjulegu móti í ár. Venju- lega hafa unr þetta leyti verið þrjú átuhámörk hér fyrir Norðurlandi. Eitt við Langanes þarer fyrsta sild- Hinn rétti sparnaður er að kaupa EINUNGIS það ALLRA BEZTA. Allskonar grænmeti er vœntanl. með e.s. Island Kjötbúð Si^lufj. argangan. eða leyfar hennar að hverfa austur fyrir síldveiðasvæðið norðlenzka. Á Grímseyjarsundi er venjulega einnig átugegnd mikil og síldarmagn, því þar er önnur gang- an á leið austur með norðurströnd- inni. Þriðja hámarkið hecirsvover- íð um þetta leyti norðvestantil á Húnaflóanum. Par er þriðja gangan að koma og byrju göngu sína inná síldarsvæðið og þokast svo austur með eins og hinar. Mjög misjafnlega eru göngur þessar endingargóðar til veiði. Fer það vitanlega eftir síldarmagninu, átunni, hitastigi sjáfar og ýmsum og mörgum fleiri ástæðum. í sumar hefir orðið óvenjuleg truflun á síldargöngunum og síldar- gengd mikil af vorgotssíld komið fram í Faxaflda, en það er mjög óvenjulegt, en rauðátuleysi bagað síldinni hér Norðanlands, svo hún hefir ekki vaðið eins og venjulega, en haldið sig í djúpinu og elt þar Ijósátu og sandsíli, og þótorfurhafi sézt, þá er síldin svo stygg, að ekki hefir nýzt að neinu gagni nema f fyrsta hla'upinu. Pess vegna kaupir alþýðan A-K-R-A BH Pað sem Árni telur óvanalegast er þetta þrennt: 1. Hve síldin var óvenju mikil og feit strax í fyrstu göngunni. 2. Hve mikil gengd af vorgots- síld hefir hafzt við í Faxa- flóa í sumar. 3. Hve síldin er og hefir verið óvenjulega feit. Hér skal sýndur samanburður á þyngd síldar af ýmsum stærðum veiddrar við Langanes í fyrra og nú. sm. 1934 1935 37 423 gr. 410 gr 36 382 - 437 - 35 375 - 403 - 34 337 - 395 - 33 319 - 367 - 32 ' 274 - 340 - Er þarna mikill munurinnogaug- ljós. Fitumagn þessarrar síldar er nú 21,5 prc. Árni telur miklar likur til þess, að síld sú, sem nú er að fylgja áí- unni inn á Húnafióa muni koma austur með ströndinni. En hitt er óvíst. hvort síldarstofninn hefir upp- haflega verið svo mikill að nægi* legt síldarmagn verði í þessari síð- ustu göngu, því báðar þær sem hjá eru gengnar, eða eru nú að hverfa austur, hafa verið mjög miklar, eink- um þó sú fyrsta. Útlitið er því mjög tvísýnt og ískyggilegt, úr þvi serri komið er. Ritstjóri og dbyrgðarm. Sig. Björgölf sson. Siglufjarðarprentsmiðja.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.