Siglfirðingur


Siglfirðingur - 17.08.1935, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 17.08.1935, Blaðsíða 1
S v a r. í síðasta tbl. cNeista* skrifar Jón Sigurðsson langa grein um mig og hr. Sígurð Björgólfsson, kennara. Sig- urður mun svara fyrir sig, og vil eg með nokkrum línum leiðrétta frá- sögn J. S. Eg skal taka fram, að aðdróttun- um hans og svfvirðingum svara eg ekki, lýsir hann best sjálfum sér með slíkum rithætti. J. S. talar um að eg reki 2—3 kaffihús hér í bæ, og sjálfsagt sé að athuga, hvort ekki sé rétt að loka ein- hverjum af þ>ssum „sjoppum" mínum. Ástæðan fyrir því að eg setti upp veitingasölu í „Bristol” var sú, að ekki tókst að leigja plásslð út, og til þess að hafa upp sem svaraði húsa- Ieigu. Iét eg selja þarna veitingar í 3—4 mánuði að sumrinu. Hafa sjó- menn oft minnzt á við mig hve þægi- legt þeim þætti að geta keypt þarna mjólk, öl og tóbak eftir lokunartíma búða, og fengið vörurnar með búð- arverði. Á hinn bóginn hefur eng- inn hagnaður verið af verzlun þess- ari, og þegar eg frétti í vor að kaup- menn ýmsir hefðu horn í siðu þess- ara veitingahúsa, tilkynnti eg bæjar- fógeta, að eg myndi í haust loka þessari veitingasölu fyrir fullt og allt, þar sem eg sennilega gæti haft leigu upp úr plássinu á annan hátt. Pá kemur „Turninn". Eins og mörgum Siglfirðingum mun kunnugt. var reynt að taka lóð mína vestanvert við Kaupfélag Siglfirðinga eignarnámi, og beðið um samþykki bæjarstjórnar til þess. Pað var þó fellt. en með jöfnum ajkvæðum. Til þess að verja þessa lóð mína, sem eg ekki vildi selja, keypti eg turn þann sem þar stendur og lét flytja hann á lóðina. Leigði eg turninn til veitingasölu í fyrra sumar. og fyrst í vor fór eg að reka þar veitingasölu. í vor, þegar hr. Aðalbjörn gullsmiður Pétursson bað mig um turninn á leigu, sagði eg honum, að eg myndi hafa leigt honum turninn ef hann hefði beðið um hann fyr, en nú væri búið að ráða starfsfólk til haustsins. Svona er nú málinu varið. Og geti eg leigt turninn út, mun eg frekar gera það en að reka þar veitingasölu. Ágóðinn er nú ekki meiri en þetta. Hr. J. S. þarf því ekki að tala um með mikil- mennsku, að rétt væri að loka þess- um „sjoppum“, eg mun fúslega gera það að sjálfsdáðum þegar ráðningar- tími fólksins er útrunninn. Pá talar Jón um kvikmyndahúsið. Segir hann að myndirnir séu vondar og slitnar af því að ekki sé tfmt að greiða nógu háa leigu til að fá góðar myndir. og að kvikmyndahúsið sé rekið sem gróðafyrirtæki en ekki sem menningartæki. Pað vill nú svo vel til, að flokksbræður J. S. reka sjálfir kvikmyndahús á Ísaíirði (bæjarrekstur). Pað hlýtur þó að vera rekið sem menningartæki, og þar eru þó sjálf- sagt sýndar góðar myndir og há myndaleiga greidd. Hugsa eg að J. S. beri ekki á móti þessu. En nú vil eg skýra almenningi frá, að Akureyri, Siglufjörður og ísafjörður sýna oftast sömu myndirnar og sama myndaeintakið. Myndirnar eru sendar frá Reykjavík til Akureyrar, þaðan hingað til Siglufjarðai og héðan til ísa- fjarðar. Séu myndirnar slæmar hér, batna þær sennilega ekki við að fara nokkrum sinnum gegn um sýningar- vélarnar bér áður en þær koma til ísafjarðar, Og ólíklegt er að sama myndin geti talizt góð og menntandi á ísafirði en vond og ómöguleg hérna. Myndaleigan er sú sama hér og á ísafirði. Pessi fullyrðing J, S. á heldur ekki við nein rök að styðjast, flestar myndir sem sýndar eru hér eru óskemmdar, og Siglufjarðarbíó sýn- ir ekki lakari myndir en önnur kvik- myndahús hér á landi. Pá talar J. S. um að 'óhemjugróði hljóti að vera af rekstri kvikmynda- hússins þar sem sýndar séu 2—4 sýningar á dag. Tvær sýningar á dag er aðeins stuttan tíma um hávertíðina. Bjarni Björnsson, hinn vinsæli gamanleik- ari syngur gamanvísur og les upp í Alþýðuhús- inu í kvöid kl, 9. Aðgangur fyrir fullorðna kr. 1,50, fyrir börn kr. 0,75. Aðeins þetta eina sinn Á veturna er oft ekki nema tvær sýn- ingar á viku. En það fer ekki eftir sýningarfjölda hve gróðinn er mikill heldur eftir umsetningu. Og oft er hér á Siglufirði sýnt fyrir s. a. s. tómu húsi. Er t. d. ekki langt sfðan að sýnt var fyrir 1,50 — einn að- göngumiði seldist —, en samt var sýning ekki látin falla niður. Par sem eg vil ekki gabba fólk, er það regla mfn, að auglýst sýning fari framenda þótt ekki seljist nema 1—2 aðgöngu- miðar, eins og oft kemur fyrir. Hvað gróðanum viðvíkur má halda áfram samanburði á kvikmyndahúsunum á ísafirði og Siglufirði. ísafjörður er fólksfleiri bær en Siglufjörður. og vertíðartíminn lengra þar en hér. í íbúatölu Siglufjarðar er talið fólk er býr á Siglunesi, Héðinsfirði og Dðl- um, og verður fbúatala bæjarins við það hærri en hún raunverulega er. Á ísafirði hefir útkoman orðið sú, að tap hefur orðið á rekstri kvik- myndahússins ár eftir ár sfðan bærinn fðr að reka það. Morgunblaðið flutti einu sinni grein um að ísafjarðarbfó hafi fengið frest eða jafnvel eftirgjðf á skemmtanaskatti vegna þess að rekstur kvikmyndahússins hafi gengið svo illa, að engir peningar voru til að greiða skattinn með. Og naut kvik- myndahúsið þó þeirra miklu hlunn- inda að þurfa ekki að greiða útsvar. Pessi fullyrðing J. S. um að Siglu- fjarðarbfó hljóti að stórgraða þegar

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.