Siglfirðingur


Siglfirðingur - 17.08.1935, Blaðsíða 2

Siglfirðingur - 17.08.1935, Blaðsíða 2
2 SIGLFIRÐINGUR Skemmtanir og atvinnuleysi. Grein þessi sem tekin var úr síðasta blaði Siglfirðings til að rýma fyrir auglýsingum er blaðinu bárust, hefir vakið mikið umtal hér í bæn- um vegna árásar Neista á ritstjóra þessa blaðs og Thorarensen, lækni, og hefir Neisti gert greinina frægari en efni stóðu til í upphafi. Er bæj- arbúum mál þetta kunnugt orðið. Pað stóð mikið til fyrir ritstj. Neista síðastlinn þriðjudag. Hann stóð á gatnamótum og tilkynnti lýðnum að nú værí Neisti svo magnaður, að ríða mundi „íhaldinu" í þessum bæ að fullu. Vikaliðugir kratar hlupu og hjóiuðu heim í húsin að tilkynna gleðiboðskapinn, svo kaupendurnir væru betur und- irbúnir er þeim bærist hið magn- aða blað. Sjómaður einn kom þar er ritstj. stóð. „Sæll vert þú Jón íélagi", segir hann. „Sæll vinur“ sagði Jón. „Eg heyri að þú sért orðinn hér ritstjóri og hafir skrifað stóra skammagrein um „íhaldið“ hérna. „Já, eg er nú heldur á því,“ sagði hor.um er kunnugt um að ísafjarðar- Bíó hefir verið með tapi, er að minnsta kosti ekki heppileg frá hans pólitíika sjónarhól séð, því hér er hann ósjálfrátt að mæla með einstak- lingsframtaki. Nei, Siglufjaröarbíó er ekki stór iekjulind, eins og J. S. gefur i skyn, og ef rekstri þess væri ekki hagað þannig, að hægt er að sam- eina mannahald við bíóið og annan ve zlunarrekstur er eg hefi með höud- um. myndi útkoman verða lítið skárri en á ísafirði, Fá talar J. S. um að verð aðgöngu- miða sé of hátt. Ef til vill er hon- um ekki kunnugt um, að skemmtana- skattur er 18 prc. af brutto umsetn- ingu. Og sömuleiðis veit hann máske ekki, að aðgöngumiðarnir kosta eins mikið á ísafirði og hér, og þar er veið þeirra þó ekki of hátt þar sem kvikmyndahúsið ekki ber sig með því verði. H. Thorarerseti. Jón. „Pað verður að láta fólkið vita að íhaldsritstj. hérna hefir selt sannfæringuna fyrir sextíu kiónur“. „Auminginn", sagði inaðurinn. „Pér hefir þótt það lítið. Pú ert víst ekki vanur að selja hana svo vægu verði". Jón varð hvumsa við og stakk báðum höndum í rassvasana, rétt eins og hann geymdi þar sem enn væri eftir ólátið af sannfæringu upp í bein og bitlinga Alþýðusambands og ríkisstjórnar. Má segja að það sé sprenghættu- legur staður fyrir svo arðsaman hlut, því talsverður „vindur“ er í manninum. Pað er ekki gott fyrir Jón eða aðra stórkrata að vera að bríxla öðrum um sannfæringarverzlun, því fáir munu vera hálsliðamýkri en þeir og örlátari á sannfæringu ef bein eru í boði og er það frægt orð ð með endemum. Pað er ekki til neins fyrir Jón að telja Siglfirðingum trú um að ritstj. Siglf. selji sannfæringu sína. Pað trúir honum enginn. En Sigl- firðingi veitir ekki af auglýsingun- um, hann er sem sé hvorki gefinn út af almannafé, og ekki skuldar hann 300 þús. í Útvegsbankanum og ennþá síður að fátæk alþýða sé pressuð til að halda honum uppi með skatti af þurftarlaunum sínum. Pað er ekki rúm til þess að kvitta frekar fyrir greiðann er Neisti gerði ritstjóra Siglfirðings með greininni, énda gerist þess ekki þörf. Fer greinin hér á eftir: Paðhefir víst vakið athygli flestra, hve óvenju mikið hefir verið hér um kaffihúsalíf, dansleiki opinbera og „klúbba", og ýmsar aðrar aura- frekar lystisemdir fólksins. Pær eru alltaf að fjölga stofnanirnar hérna í bænum, sem gera sér atvinnu úr dansfíkn fólksins. Pað vekur ein- kennilegar og margskonar hugsanir að ganga hér um göturnar stutt fyrir miðnættið (um Jl til 11-J-) og gægjast inn á d'ansbúlurnarog kaffi- húsin. Fólkið rennur i þungum straum- um eftir götunni. Bíó er að tæmast þetta kvöld. í þetta sinn erum við stödd hérna upp hjá Ráðhústorginu þar sem í óljósri hylling gnæfir hið „tilkom andi“ ráðhús 4 — 5 — 6 hæðir með turni og óllu tilheyrandi. Við sjáum fyrir oss rétthyrntan, sléttan funkisturninn eða þá gulrófuturn eins og þeir tíðkast á Akureyri. En þetta hverfur fljótt. Veruleikinn blas- ir við: Fjósin gömlu, skökk og skæld, og risavaxinn hálfgróinn haugurinn suðurundan. Sumar fjósbyggingarn- ar eru nú að hrynja í rúst — hafa að því er sagt er, sligast af hinu sífellda, beljandi mannlega vatns- magni, er á þeim hefir dunið ára- tugum saman. Músik og söngur ríður á hlustunum úr 4 stöðum. Píanósnillingurinn í Brúarfossi trakt- erar hljómborð slaghörpunnar svo undir tekur, hljómsveitin á Bíókaffi hamast, daufur ómur berst útaf Bíó úr hljómvélum kvikmynda- hússins og norskur sálmasöngur og organsláttur ómar innan úr Fisker- hjemmet. Úr öllu þessu verður undarlega disharmonisk Symfonía, sem minnir á útvarpsklassik. Undir drynur, eins og brimsog, fótadrátt- ur unga fólksins á Bíókaffi og Brúarfossi. sem er að kiða sér og aka með dýfum og fettum innan um borðin, sem hlaðin eru venju- legum kaffihúsavislum og sígarettu- stúfum úr Tóbakseinkasölu ríkis- ins. Við göngum lengra og ber- umst með straumnum. Við mæt- um tjölda ungra meyja og eldri með yndislega blóðrauðar varir, sem óvart hafa orðið í stærra lagi, og ilmandi púðurlyktin blandast saman við forarlyktina upp úr göt- unni og fúlu stækjuna sunnan af sandinum. Allar eru ungu meyjarnar með leðurtuðrur sínar, sennilega með nauðsynlegustu áhöldum: púðri, varalit, naglalakk', augnabrúnalit og fleiri nauðsynjum. Pað er áreiðan- lega ekki hörgull á innflutningi né gjaldeyri fyrir þessar nauðsynjar. Hjá Maju eru ungfrúrnar að láta snyrta lokka sína. — Maja á að setja kórónuna á sköpunarverkið, og tekst það prýðilega. Nú fer að berast að eyrum gjallandi músik úr austurátt. Hún berst frá Dettifossí, sem er fjölsóttasta kaffihúsið, enda eru þar kunnáttumenn að verki, sem draga að sér „kúnnana" eins og segullinn stálið. Bezta hljómsveit bæjarins. Parna er Sigluf jarðar „Chat noire“. Vér lítum inn. Hvert sæti er þéttskipað í báðum sölum.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.