Siglfirðingur


Siglfirðingur - 24.08.1935, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 24.08.1935, Blaðsíða 1
VIII. árg. Siglufirði, laugardaginn 24. ágúst 1935 26. tbl. Bjargráð. i. Eins og kunnugt er, hefir öllum þeim er á fiskveiðum lifa brugðizt atvinna sín á þessu ári hörmulogar en dæmi eru til á síðustu árum og þótt lengra væri til jafnað. Einna tilflnnanlegast hefir þetta aflaleysi komið niður á Norðlend- ingum og þó einkum og sér í lagi Siglufirði, sem alla afkomu sína á undir sjávarfangi, einkanlega þó síld- veiðunum. Porskveiðarnar brugðust svo að kalla gjörsamlega hér í vor, síld- veiðin sömuleiðis og eru þá upp- taldir þeir bjargræðisvegir, sem bæj- arbúar byggja á alla afkomu sína. Pað er víst ekki of djarft áætlað þó sagt sé, að Siglfirðingum hafi brugðizt í sumar lífsbjörg er nema mundi hálfri miljón króna. Fjöldi heimila er nú á haustnóttum algjör- lega bjargarlaus og hafa enga mögu- leika til þess að afla sér og sínum nauðsynlegs vetrarforða. Er óhætt að fullyrða, að Siglu- fjörður hafi aldrei átt framunaan jafnískyggilegan vetur og nú, né forráðamenu bæjarins úr alvarlegri vanda að greiða. Petta er bæjarstjórn Ijóst, og er hún þegar byrjuð á að athuga og ræða möguieika til bjargráða. Má nærri geta, að slíkt starf er mikið vandaverk og örðugt viðfangs, því að hvortveggja er, að hagur bæjarins var þröngur fyrir fjárhags- lega, sem og þjóðarinnar allrar, og að nú er hart um allar útveganir lána svo að til vandræða horfir, gjaldeyrishömlur og viðskiptaörð- ugleikar meiri og víðtækari en dæmi eru til. Pað er því skylda allra góðra manna að veita bæjarstjórn og öðr- um þeim, er bæjarbúar treysta bezt í þessum vandræðum, alla þá hjálp og aðstoð sem verða má. Verður Innlegasta þakklæti til allra, fjær og nær, er á einn eða ann- an hátt sýndu mér vinsemd og virðingu á sextt'u árá afmæli mínu. Sérstaklega þakka eg söngstjóra og söngfélaginu „Vísi" og öllum meðlimum hans, fyrir hugulsemina að heiðra mig með söng sínum og ræðum félagsmanna, bæði úti og inni- Guð blessi ykkur öll fyrir þessa ánægjustund. JÓSEP BLÖNDAL. allt starf við það mun léttara, er allir sameina getu sína og krafta og allir aðilar sýna hverir öðrum velvild og gagnkvæman skilning. Bæjarbúum er kunnugt um það, að bæjarstjórn hefir kosið fjögra manna nefnd af sinni hálfu til þess að vinna að lausn aðsteðjandi vandamála og styrkja aðstöðu bæj- arfulltrúanna til heppilegra úrlausna verkefnanna. Er þar kosinn einn fulltrúi fyrir hvern flokk í bæjar- stjórn og svo til ætlazt, að 4 félög, er.mest hafa unnið hér að góð- gerðarstarfsemi og líknarmálum. til- nefni sinn manninn (eða konuna) hvert, en bæjarfógeti verði sjálf- kjörinn oddviti nefndarinnar. Má rnikils góðs vænta af starfi nefndar þessarar, og munu nefndar- menn allir einhuga í því, að þetta starf þeirra sé hátt upp hafið yfir allan póliiískan krit og flokkadrátt. II. Tillögur bæjarfulltrúa Fátæranefnd hefir borið fram til- lögur í bæjarstjórn um 10 þús. kr. atvinnubótalán, gegn 20 þús. kr. framlagi bæjarsjóðs í sama skyni, er bæjarsjóður taki að láni, en ríkissjóður ábyrgist lánið. Pá hefir komið fram tillaga frá Póroddi Guðmundssyni um að vinna verði að því að fá 50 þús. kr. lán úr bæjarsjóði, en ríkissjóður leggi til aðrar 50 þúsundir. Pá hefir O. Hertervig borið fram tillögu þess efnis, að fengið sé leyfi ríkisstjórnar til þess að leggja einnar krónu skatt á hvern lítra víns. er hingað flyzt frá Áfengis- verzlun ríkisins. og sé því fé varið til vaxtagreiðslu og afborgana at lánum þeim er bærinn þarf að taka til að afstýra yfirvofandi vandræð- um. Tillaga þessi er sannarlega sann- gjörn, því að ekki þarf að ætla, að ríkisstjórn fáist til að loka áfengis- útsölunni hér, eins og nú er komið hag rikissjóðs. Við þetta verður vínið að vísu dýrara, en þeir, sem það kaupa, eru sannarlega ekki ofgóðir tíl ,að gjalda þennan skatt um leið til þeirra er bágast eiga í bænum. Mundi þessi skattur nema eigi all- litlu fé, sennilega kringum 15 þút. kr. yfir árið. Frá afgreiðslum þessara tillagna í bæjarstjórn verður nánar skýrt annarstaðar í blaðinu í dag. III. Fólkið þarf að fa vinnu! Pað er augljóst mál, að allir, eða meginþorri þeirra er hjálpar burfa vilja vinna fyrir því fé er þeir fá, enda væri æskilegt að því yrði við komið. Verður þá fyrst að athuga hvað á að gera og þar næst, að það verði bænum til varanlegra hags- bóta — og það eitt verði gert, sem

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.