Siglfirðingur


Siglfirðingur - 31.08.1935, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 31.08.1935, Blaðsíða 1
VIII. árg. Siglufírði, laugardaginn 31. ágúst 1935 27. tbl. Maíjessíldareinkasalan held- ur fersksíldarverdinu nidri. Verð á fersksild tii gröfsöltunar er nú að ra. k. 25 kr. fyrir tunnuna. Hinsvegar íæst engin hækkun hjá Matjessildareinkasölunni fyrir þá er kaupa af islenzkum skipum frá 8 kr. lágmarksverðinu á fersksíld til mat- jessöltunar, Samt fá þeir er fersksíld kaupa af erlendum skipum vilyrði fyr- ir allt að 20 kr. fyrir fersksíldartunnuna til Metjessöltunar gegn því að þeir matjessalti og leggi inn í matjessíldareinkasöluna einn þriðja af þeirri síld, er þeir kaupa af útlendum skipum. Líkindi til, að verð á fersksíld til matjessöltunar væri sjö til átta sinnum hærra en lágmarksverð matjessíldareinkasölunnar, ef einkaslan hindraði ekki hækkun. Hvernig væri ástandið ef einka- sala væri á allri síld? Mjög lærdómríkir viðburðir hafa gerst í sambandi við fersksíldar- verðíð hér á Siglufirði í ár. A haustþinginu síðasta samþykktu rauðu flokkarnir lög um að setja á laggirnar svonefnda Síldarútflutn- ingsnefnd. Pessari nefnd er ætlað að hafa einskonar yfirumsjón með öllum útflutningi Islendinga á verk- aðrisíld. Nefndin ákveður lágmarks- verð á síld til útflutnings og einnig á fersksíld eftir verkunaraðferðum. Einnig ákveður nefndin hvenær sölt- un skuli hefjast og loks var þessari nefnd, samkvæmt heimild í áður nefndum lögum, falin einkasala á allri matjes-verkaðri síld. í vor ákvað síldarútfl.nefndin lágmarksverð á saitsíld til útflutn- ngs kr. 17.50 fyrir tunnuna fob.og kr. 6,50 fyrir fersksíldartunnuna til grófsöltunar. Ymsir síldarsaltendur og útgerðarmenn seldu síðan Svíum síld fyrirfram þar sem þetta verð Síldarútfl.nefndar var lagt til grund- vallar. Síldarútfl.nefndin sendi formann sinn, Finn Jónsson, út af örkinni síðast í apríl, aðallega til þess að semja um sölu á matjessíldinni, en nefndinni hafði verið fengin í hend- ur einkasala á henni eins og áður segir. Form. nefndarinnar kom ekki úr siglingunni fyr en í júlíbyrjun og hafði hann þá í samráði við nefnd- ina selt fyrirfram um 50 þús. tn. af matjessíld. Með tilliti til þeirra samninga á- kvað nefndin svo 23. júlí 8 króna lágmarksverð á fersksíld til matjes- söltunar. Eins og öllum er kunnugt tók að mestu leyti fyrir síldveiðina eftir 13. júlí. Söltun var illu heilli eigi leyfð fyr en 23. júlí. Pá strax og alla tíð síðan, buðu um- boðsmenn hinna sænsku síldar- kaupenda hækkun á samningsverði fyrir saltsíldina, svo að saltendur gætu greitt hærra verð til útgerðar- manna og sjómanna. Pannig hefir fersksíldarverðið fyrir þá síld, er farið hefir upp í sænsku samningana (og þá döusku reyndar líka) hækkað dag frá degi, þar til það nú er a. m. k. komið upp í 25 kr. fyrir fersksíldar- tunnuna. Á sama tíma treystir matjessíld- ^reinkasalan sér ekki til að lofa þeim, er kaupa af ísl. skipum neinni ákveðinni hækkun frá lág- marksverðinu. Samt fá þeir, er fersksíld kaupa af útlendum skipum vilyrði fyrir allt að 20 krónum fyrir fersksíldartunnuna til matjessöltunar gegn því að þeir matjessalti og leggi inn í Matjessíldareinkasöluna’ l|3 af þeirri sild er þeir kaupi af útlendingum. Pegar menn heyra þetta, rekur menn í rogastanz og spyrja hvort enginn hækkun hafi þá orðið á ísl. matjessíld á erlendum markaði. Blaðið, hefir það eftir góðum heimildum að hægt myndi nú vera að fá 70—80 kr. fyrir matjessíldar- tunnuna fob. ef sala á henni væri frjáls og svarar það að minnsta kosti til 55-65 kr, fyrir fersksíld- artunnuna. Hvernig í ósköpunum stendur þá því að því nær engin síld skuli vera matjessöltuð? Á öllum Siglu- firði er ekki búið að matjessalta nema nokkur hundruð tunnur. Pað er vegna þess að Matj- eseinkasalan hefir ekki getað fengið hækkun á sínum fyr- irframsamningum, enda þótt

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.