Siglfirðingur


Siglfirðingur - 31.08.1935, Blaðsíða 2

Siglfirðingur - 31.08.1935, Blaðsíða 2
SIGLFIRÐINGUR ÍPRÓTTASÝNING K. S. Bæjarbúar! Munið eftir íþróttasýningunni í Bíó-saln- um kl, 3 á sunnudaginn. Auk sýningarinnar verður einsöngur (Aage Schiöth), tvísöngur (drengir) o. fl. skemmtiatriði. Styrkið íþróttastarfsemina með því að fjölmenna á skemmtunina. Inngangseyrir er aðeins: 1 kr. fyrir fullorðna, 50 aurar fyrir börn. Stœrsia málið á nœsta þingi. Stjórnarflokkarnir ætla að bera fram frumvarp um allsherjar ein- okun á alla utanríkisverzlun lands- ins. 2 saltsíldarsaltendur hafi fengið sína samninga hækkaða og greitt síhækkandi dagsverð fyrir síldina. Pegar matjessíldarverzlun var frjáls 1933 voru seldar 9S680 tn, af matjessíld til útlanda. Regar matjessíldarsamlagið fór með söluna í fyrra \oru seldar samtals 54,956 tunnur. Nú í ár er öll matjessíldarsöltun í landinu aðeins 6 — 7 þús. tunnur og þar af hér á Siglufirði nokkur hundruð tunnur! og það nær ein- göngu af útlendum skipum. Matjessildarverkunin var orð- in höfuðstoð síldarútvegsins en virðist nú vera að fara gjörsamlega í hundana. Undanfarin ár fékkst meira fyrir fersksíld til mitjesverkunar en síld til annarar verkunar. Nú hækkar verðið á fersksíldinni til matjes- verkunar ekkert, enda þótt hiklaust megi fá 70—80 krónur fyrir tunn- una af matjesverkaðri síld, ef hún fengist útflutt utan einkasölunnar. Petta verð samsvarar 55—65 krón- um fyrir fersksíldartunnuna. Sjcmenn og útgerðarmenn geta sjálfir reiknað það tap sem þeir bíða við það, að ekki má selja matjessíldina frjálsri sölu. Hvernig ætli ástandið væri, ef einkasala hefði verið á allri síld. Bá hefði engin hækkun orðið á fersksíldinni frekar en nú á síldinni til matjessöltunar. Skrá yfir aukaniðurjöfnun útsvara í Siglufirði 1935, liggur frammi í sölubúð Kaupfélags Siglfirð- inga næstu 14 daga. Kærum sé skilað á skrifstofu bæjargjaldkera lyrir kl. 12 á hádegi þriðjudaginn 10. sept. n. k. Siglufirði, 27. ágúst 1935. Niðurjöfnunarnefndin t*að munuvera sósíalistarnir sem eiga frumkvæðið að þessum banaráðum við þjóðina. Framsóknarmenn hafa jafnan látið á sér skilja, að þeir væri móti ríkiseinokun, en kepptu að samvinnustetnu í verzlunarmálum. Og siðan tókst að koma pólitík inn í starfsemi samvinnufélaganna hefir svo mátt kalla að Tímaflokk- urinn ætti alla sina velferð og af- komu undir samvinnufélögunum. Hefir líka á síðari árum löggjöfin stöðugt hnigið í þá átt að styrkja aðstöðu kaupfélaganna en hnekkja frjálsri, samkeppnishæfri verzlun. Nú er kunnugt öllum lands1 mönnum brölt stjórnarliðanna í gjaldeyrismálum og innflutnings- afskiftum, sem hvorttveggja hefir verið stjórnað 'af þekkingarsnauð- um og flokkspólitískum bitlinga- sr.ápum, enda eru verkin farin að tala þar svo háværum róm, að forystumönnunum er nú ekki leng- ur að verða vært. Sannast á þeim orð skáldsins að „setið er nú meðan að sætt ar senn er nú étið hvað ætt er“. Pegar ekki er annað sýnna, en að bitlingahjörðin muni þarna verða að hrökklast frá stallinum, sakir almennrar fyrirlitningar landsmanna og vantrausti á athæfi þeirra og heimskupörum í þessum málum, taka sósíalistar til sinna ráða og kveða uppúr með lækninguna: Allsherjar ríkiseitiokuti, Parna stingur aftur upp höfðinu niðurskurðarstefna. stefnan sú, að lækna sjúklinginn með því að stytta honum aldur. Nú á að lækna öngþveiti ís- lenzkrar verzlunar með því áð drepa hana algjörlega — skera hana niður. í staðinn kemur einokunin gamla. Sagan endurtekur sig. Landið er selt d leigu i annað sinnl Hvað verður þá úr íslenzka sjálfstæðinu! Pjóðin mun áreiðanlega ekkí láta sósíalisliskan byltingalýð eða bitl- ingalið þeirra steypa sér í glötun meira en orðið er? Er ekki mál komið að vakna og gá til veðurs og hrista af sér klafann? Hrista af sér ok sósíalismans. Sitthvað yrði sennilega sagt og gjört áður en slíkt landráðafrum- varp næði fram að ganga. Nú hefir Timaliðið algjörlega af- neitað öllum sinutn fyrri kenningum i viðskiítamdlum og enn sem fyr látið sósíaiistana svínbeygja sig. Kemur það glöggt fram í því, að sósíalistar hafa heimtað, að Nýja Dagblaðið hefði fyrst máls á „ný- mælinu” og var til fenginn einn af allra ritfærustu mönnum Tíma- liðsins til að skrifa leiðara um þetta mikla „bjargráð”, að einoka alla verzluntil þess, með því, aðbreiðayíir afglöpin sem gerð hafa verið af innfiutnings- og gjaldeyrisnefnd. Svo tók vitanlega Alþj'ðublaðið í sama strenginn og gerði málið að sínu máli. Af þessum nndirbúningi má glögglega sjá, að vænta má frum-

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.