Siglfirðingur


Siglfirðingur - 31.08.1935, Blaðsíða 3

Siglfirðingur - 31.08.1935, Blaðsíða 3
3IGLFIRÐINGUR 3 varps i þessa átt frá stjórninni eða sósíalistum. Er því sízt vanförf á að bendr öllum er frjalsri verzlun unna en hata kúgun og hverskyns . ínokun og sósíalistiskt ofbeldi, að vera ná vel á verði og fylgja'st' nákvæm- lega með þyí sem gerist í þessu mikiivægasta máli þjóðarinnar. Frjáls óháð verzlun þótti eitt sinn það hnoss er Islendingum og forystumönnum þeirra, Jöni Sig- urðssyni o. fl., þótti líf við liggja að fá og varðveita eins og fjöregg þjóðarinnar. Nú eru sósíaiistar og Framsókn armenn farnir að kasta þessu fjör- eggi milli sín, Og það brotnar í höndum þeirra ef ekki verður aðgert í tíma. Hér er mikill og alvarlegur voði á ferðum. Athugið vel þetta vanda- mál. Leiðbeinin Lömunarveiki (Soliomyelitis acuta) stíngur sér niður í bænum ogvirð,- ist leggjast þungt á. Á skömmum tíma hafa 3 veikzt og þar af eru tveir dánir. Veikin er smitandi, en að ýmsu leyti er enn ókunnugt um gang hennar og því erfitt að hefta "ut- breiðslu hennar. Ráðlegast er að forðast samgöng- ur við heimilin, sem veikin kemur upp á, og til þess að gera bæjar- búum það kleift, mun á næstunni verða tilkynnt í blöðunum á hvaða stöðum veikin stingur sér niður. Undanfarið hefír veikin gert vart við sig á eftirtöldum stöðum: Lindargotu 12 B Lindargötu 22 C Lindargötu 32 F. Héraðslœknirinn. Hvítkál Rauðkál Rauðró íur Gulrætur Gurkur Sellery Tomatar nýkomið í Kjötbúð Siglufjarðar. pb—nýj a-bíó maema S . ..tagir.n i. sept. kl. 4|: Konan, sem þú gerðir fræga. Kl. 64-: „CLEOPATR A“. Heimsftæg mynd! Er í 12 þáttum, Kl. 8L Greifiárt af Monte Chrisío. Tekin eftir hinni frægu skáldsögu eftir Alexandre Dumas. Vegna þess hve myndin er löng verður byrjað á mínútunni klukkan hálf níu. Kl. lOþ: „13 til borðs“. B áðskemmtileg mynd með Georg Alexander f aðalhlutverkinu. „Æskan og framtídirí*. Svo er fyrirsögn á grein í 18. tbl. „Einherja” frá 22. ágúst sl. Rað virðist sem höfundur hafi með þessari grein ætlað sér að gagnrýna kvæði sem birtist í „Neista“ með fyrirsögninni ”Oður öreigans". Rað er ekki tilgangur minn að gagnrýna þetta kvæði, en sökum þess að í höndum greinarhöfundar verður gagnrýni hans að árás á hinn uppvaxandi æskulýð landsins. Verður þessi grein gerð að umtals- efni hér. Greinarhöfundur viðurkennir það rétt, að yngri kynslóðin eigi að taka við af þeirri eldri. — mikið var! En í því sambandi varpar hann fram ýmsum miður gáfuleg- um spurningum samtímis því að kasta framan í hina upprenoandi æsku, að sökum drykkjuskapar og skemmtanafýsna sé ekki mikils af henni að vænta. Vonar.di er fyrir þennan nafn- iausa greinarhöfund, að hann á sín- um- yngr: árum, hafi ekki vantað þann „andlega og líkamlega þroska“, „siðferði", „skapgerð" og „bindind- ishneigð“, _sem hann nú sakar hinn uppvaxandi æskulýð um vöntun á, svo aðhann hafi virkilega ráð á að kasta svo þungum steini á hina yngri samtíð sína. Ef svo er ekki, — þá er grundvöllurinn hruninn undau prédikun þessa siðferðispostula, því að vart getur hann búizt við, að unga kynslóðin geri sér að góðu að taka við vandlætingaskrifum eidri manns, sem kannske á engu fegurri fortíð að baki sér, en lýsing hans er á nútímaæskunni, því geti hann ekki treyst ungu kynslóðinni til að verða að nýtum mönnum, þótt hún kannske að sumra dómi skemmti sér fullrfiikið á æskuárun- um, þá trúir unga kynslóðin því ekki heldur, að hann sem eldri maður sé betri én hún, hafi hann drýgt þær sömu syndir og hann bregður henni um. Pá er þessi siðatneistari hræddur við og varar við þeirri starfsemi, sem hinir pólitísku flokkar hafi innan æsklýðsins og nefnir í því sambandi Sjálfstæðisflokkinn og Kommúnisteflokkinn hér á Siglu- firði. Hann gleymir, sá góði maður, sínum elskulega hálfbróður, Jafn» aðarmannaflokknum, sem til skamms

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.