Siglfirðingur


Siglfirðingur - 07.09.1935, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 07.09.1935, Blaðsíða 1
VIII. árg. Siglufirði, laugardaginn 7. sept. 193S 28. tbl. íslenzkrar Endurskipulagnin síldarverzlunar. Ný lánstofnun fyrir síldarútveginn. Veiðarfærabyrgðir fyrirliggjandi í landinu. Síldarverðskráningar- o£ síldarsölu- stöð. (Síldar-börs). i. Það hefir oft verið bent á það víðsvegar, bæði hér í þessu blaði og annarsstaðar, að síldarverzlun vor og flest það, er að síldarútvegnum lit- ur, er í megnu ólagi og mætti vafa- laust fá á mörgu bætt fyrirkomu- lag, ef útgerðarmenn og aðrir, er forystu hafa í málum þessum, væru allir samtak og sammála, verzlun með síldina væri látin óáreitt af „skipulags“-glundroða stjórnarvald- anna, en stjórnin í þess stað styrkti síldarútveginn og legði honum og þeim, er við nann fást, lið, sem að haldi og gagni kæmi. Pað vita allir hvert tjón og bölv- un íslenzk síldarverzlun, og síldar- útvegurinn yfirleitt, hafði af Einka- sölunni illræmdu, og hver hörm- unga endir varð á öllu því fargani. Pað þarf ekki að lýsa því. Pað er alþjóð vel kunnugt. En hvað er það þá, er síldar- verzlunin og sildarútvegurinn þarf til þess að geta þrifizt og blómg- ast eins og aðrir atvinnuvegir? Að þessu sinni skal bent á ým- islegt, sem síldarútveginn vanhag- ar hörmulega um og sem mundi gjörbreyta til batnaðar öllu þv' gamla fyrirkomulagi, og þá eigi hvað sízt þeinr í hag, er hingað til hafa orðið jafnharðast úti í síldar- viðskiptunum yfirleitt: sjómönnum og útgerðarmönnum. II. Sildarútvegsbanki. Hér í blaðinu hefir áður stuttlega verið drepið á nauðsyn þessa máls. Petta er svo þýðingarmikið atriði fyrir síldarútveginn, að með því stendur hann og fellur í raun og veru. Af því að undantekningarlítið hver einasti útgerðarmaður hefir yfir sama sem engu rekstursfé að ráða til þess að afla sér nauðsyn- legasta varnings til hverrar vertíðar, svo sem tunnanna, saltsins, og alls annars er hér að iýtur, (krydd, syk- ur o. fl. o. fl.) hafa þeir orðið að flýja á náðir erlendra firma, er einkum og sérílagi hafa hagnað af verzlun með íslenzka síld, og byggja afkomu sinna fyrirtækja á þeirri verzlun. Svo er t. d, um fiestar stærstu síldarniðursuðuverksmiðjur Svía, tunnuverksmiðjur Norðmanna að ekki sé fleira nefnt. En á náðir þessara firma er vanalega flúið með kaup á nauðsynjum, og greiðslan fer oftast nær, eða því nær ein- göngu fram í síld meðfyrirfram um- sömdu lágmarksverði. sem því nær æfinlega reynist vera nákvæmlega það, sem síldin kostar fob. hér á staðnum, en það verð er margoft, og oftastnær langt undir eftirspurn- arverði eða dagverði síldarinnar. Væri rekstursfé fyrir hendi, og útgerðarmaðurinn og saltandinn gæti fyrir það aflað sér þeirra nauðsynja er að framan getur, væru umgetnir „nauðleitarsaroningar" úr sögunni og hver framleiðandi (og saltandi) frjáls með sölu á sinni eigin síld. Peningastofnanir þær, er fyrir eru í landinu, hafa í mörg horn að líta, — í rauninni of mörg — þótt síld- arútvegurinn væri þeim eigi til „byrði“, enda síldarviðskiptunum svo varið, að hagkvæmast og sjálf- sagt væri, að þau hefðu sína eigin lánsstofnun. í sinni tíð hafa líka peningastofnanirnar verið næsta ó- fúsar á lánveitingar til síldarútgerð- ar og síldarviðskipta, engar ívílnan- ir af hálfu hins opinbera, tollar orð- ið að greiðast um leið og afferm- ing hefir farið fram, eða útskipun. og síldarframleiðslunni iþyngt með útsvörum og gjöldum meira en dæmi eru til um nokkra aðra fram- leiðslu. Yfirleitt má segja, að síld- arútvegurinn íslenzki hafi verið bor- inn uppi af óþreytandi elju og ó- drepandi dugnaði útgerðarmanna og sjómanna. þrátt fyrir slcattaofsóknir ríkis og bæjarfélaga og hafa oft að iaunum njætt kaldranaskap og fyr- irlitningu valdhafanna í stað útrétt- ar handar til hjálpar og léttisíbar- áttunni, eins og skylt hefði verið um svo mikilsverðan þátt íslenzks at- vinnulífs. Pað mætti vitanlega segja, að slík *

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.