Siglfirðingur


Siglfirðingur - 14.09.1935, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 14.09.1935, Blaðsíða 1
VIII. árg. Siglufirði, laugardaginn 14. sept. 1935 29. tbl. Jarðepla- og kálmetis- ræktun í Siglufirði. 1933 var flutt inn til Siglufjarðar jarðepi og kál meti fyrir tæpar 30 þús. krónur. Alíka mikiJl mun þessi innflutningur hafa verið síðastliðið ár, eða mein. Petta fé gætu Siglfirðingar að mestu sparað sér méð því að hefja jarðepla- og kálmetisrækt af kappi á næsta vori. Sjálfstæðismenn flytja tillögu á næsta bæjar- stjórnarfundi um að bærinn láti brjóta land til garðræktar á Saurbæjarási o£ úthluti svo bæjarbúum útmældum og afgirtum garðspild- um til ræktunar. Olafur Jónsson, forstjóri Ræktunarféla^s Norðurlands væntanlegur hingað til leið- .beininga um þetta mikilsverða mál. Nú eru alvarlegir tímar og fólk í miklum vanda statt um lífsbjörg og framfæri fyrir sig og sína. Pað er því eðlilegt og sjálfsagt að allra ráða sé leitað, og þá þeirra fyrst, er líklegust eru til að leysa sem bezt vandræðin. Pað hefir oft verið deilt á ís- lendinga fyrir tómlæti umgarðrækt, og er því sízt að leyna, að sú á- deila er ekki ófyrirsynju. Pað er eins og sumir hafi enga trú ágróð- urmætti íslenzkrar moldar þrátt fyr. ir það þótt sannað hafi verið á síðari árum, að hér má rækta ótal nytjajurtir, og jafnvel korn. Pessi ótrd á ræktunarmöguleikunum er gömul ,og rótgróin. Hvert barn hef- ir lært það í skólabóki/m sínum, að hér væri engin skilyrði fyrir korn- rækt — það væri vísindalega sann- að. Og til skamms tíma hefir því verið trúað, að hér væri ókleift að rækta kálmeti annað en þá helzt gulrófur, enda þótt víðasésjón sögu ríkari um hið gagnstæða. Menn stangast við staðreyndirnar í lengstu lög. Pví er oft haldið fram, að hér á Siglufirði sé hvergi land til né gróðr- ar skilyrði fyrir jarðeplarækt. Hér sé líka svo votviðrasamt, og hér séu sumur svo stutt, o, s. frv. Pað er eins og almenningur al» saki tómlæti sitt með því að kenna náttúrunni um, enda þótt menn viti í raun og veru að þetta er ekki svona, Petta er álíka viðbára eins og þegar menn halda því fram með mesta ákafa, og jafnvel frekju, að hér sé alveg ómögulegt að þurrka saltfisk, enda þótt saltfisksþurrkun hafi verið stunduð hér fyrir tveim áratugum með ágætum árangrí. En saltfiskurinn hefir.verið sendur í aðrar sveitir tíl verkunar (t. d. Ólafsf jarð- ar og Eyjafjarðar) og þannig flutt at- vinna útúr bænum svo stundum hefir skift tugum þúsunda árlega. Svona getur vaninn og viljatregðan leikið fólkið. Nei. Hér er vafalaust nægilega góður og frjór jarðvegur til jarð- epla, og garðræktar og veðráttuskil- yrði hvorki betri né verri en ann- arstaðar í útsveitum þessa lands, þar sem garðrækt hefir verið stund- uð áratugum saman með bezta ár- angri. Ole Hertervig hefir nú átt for- göngu að því, að Sjálfstæðismenn rlytja á næsta bæjarstjórnarfundi til- lögu um, að bæjarstjórn hlutist til um að brotið verði land á Saurbæj- arási til garðyrkju. Verði svo hið brotna land girt og því skift niður í hæfilega stórar, afmarkaðar skák- ir, er bæjarbúum sé leigðar við mjög væg kjör til garðyrkju og greiði þeir leigu sína í afrakstri garða sinna ef þeim þykir það hentugra. Reynt mun verða af tillögumönnum og fleirum, að fá lán til þessa þarfa fyrirtækis, sem gæti orðið tvent í senn, feikna mikil atvinnubót ogtil ómetanlegs búhagnaðar og bjarg- ræðis fyrir bæjarbúa. Landi er svo háttað í Saurbæjar- ási, eins og bæjarbúum er kunnugt, að jörð er grýtt og sendin, en þeg- ar numið hefir verið burtu grjótið að mestu, er jarðvegur ótvírætt hentugur til jarðeplaræktunar og yfirleitt matjurtaræktunar. Pá er og raklendi þarna yfriðnóg og myldin jörð víða. Landið liggur ágætlega við sól og landrými nægilegt og

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.