Siglfirðingur


Siglfirðingur - 14.09.1935, Qupperneq 2

Siglfirðingur - 14.09.1935, Qupperneq 2
2 SIGLFIRÐINGUR stutt leið og greið þangað frá kaup- staðnum. Magnús Edvaldsson hefiráþessu vorí og sumri brotið allstórt land í norðanverðum ásnum niður við veginn og ræktað þar jarðepli á allstórum bletti og gefizt ágætlegs. Á hann þakkir skilið fyrir þá til- raun, eigi sízt fyrir það, að með henni heíir hann sýnt og sannað, hvað þarna er hægt að gera og hefir hann þó ekki haft aðstæður né tíma til að stunda svo garð sinn eins og þurft hefði, og hann hefði viljað. Petta mái er eitf hið mesta nauð- synja og bjargræðismál, og um leið metnaðarmál fyrir bæjarbúa. Er þess að vænta, að bæjarstjórn sjái sér fært að fylkja sér óskift um það. en láti þar eigi smásmuglegt póli- tískt nagg og gorgeir verða því til hnekkis. Eigi er enn svo áliðið hausts, áð mikið má vinna þarna ef tíð leyfir. Ráðgert er að fá hingað Olaf Jónsson, forstjóra Ræktunarfélags Norðurlands til þess að leiðbeina um þctta mál, og mun fjárhags- nefnd hafa lofað að greiða kostnað þann er koma hans hingað hefði í för með sér. Mun Ólafur væntan- legur hingað bráðlega i þessum er- indum. Ræktun Saurbæjaráss er vafalaust eitt af merkilegustu og þýðingar- mestu málum. er bæjarstjórn hefir fengið til úrlausnar á seinni árum, og vonandi að henni takist vel og giftusamlega. Pað er varla vanzalaust fyrir ís- lendinga, sem vel gætu ræktað öll þaujarðepli, er þeir þurfa til neyzlu, að inn skuli hafa verið ílutt til lands- ins fyrir meira en fjórðung miljón- ar árlega, (t. d. 1933 fyrir 258,591 krónu. Par af komu 10 prc, á Siglu- fjörð). Eitthvað minna mun ef til vill hafa verið flutt inn á síðastliðnu ári, og það sem af er þessu ári, en það mun fremur vera að þakka eða kenna afleiðingum gjaldeyristak- markana og viðskiftahafta en því, að nreira sé ræktað í landinu en áður. En þetta verður að breyt- ast og breytist vafalaust á næstu ár- um alvég haftalaust — þegar þjóð in er búin almennt að öðlast skiln- ing og vilja þess að bjarga sér sjálf á þessu sviði. Við skulum nú hugsa okkur, Sigl- firðingar, að við yrðum svo ólán- samir, að samgöngur allar tepptust af hafísum á komandi vetri. Pað eru sjálfsagt ekki margir, sem geta gert sér ljóst í flýti, hver voði þá steðjaði að. En Siglfirðingur vill gefa öllum það ráð, að hugsa þetta mál vandlega og gera sér það vel ljóst, að þeirri athugun lok- inni, hvernig hag bæjarbúa — og Norðlendinga yfir höfuð — yrði þá komið, eftir ef til vill margra mánaða iskreppu. Blaðið vill ekki rifja upp neitt af því eymdarástandi, er þá mundi blasa við. Pað er bezt að hver geri að í einrúmi útaf fyrir sig. En á eitt skal þó lögð megináherzla. Grænmetisskortur (og þá sérstaklega skortur jarðepla) mundi valda mestum vandræðum og hörmungum t. d. skyrbjúg o. fl. I sambandi við kálmetis- og jarð eplarækt bæjarbúa, verður eigi bjá því komizt að minna á, að margir — og líklega flest — hafa engin tök á að geyma vetrarforða af græn- meti svo vel sé. Um leið og garðrækt ykist til mikilla muna, væri óumflýjanlegt, að eitthvað yrði gert til þess að fólkið gæti geymt vetrarforða þess- arar nauðsynlegu fæðutegundar. Skal eigi farið nánar úti það mál að þessu sinni, en skorað á bæjarstjórn og bæjarbúa yfirleitt, að fylkja sér einhuga um garðræktarmálið. Karfavinslan. Rúmar 300 smálestir af karfa hafa borizt hingað til vinnslu og unnu um 70 manns, bæði konur og karlar, á miðvikudagiun að lifrartökunni, en karfalifrin var fryst hjá Ásgeiri Péturssyni & Co. Mestallur karfinn kom frá Hala- miðum og var því lifrin orðin lé- legri en æskilegt var. Verksmiðjustjórnin hafði boðið kr. 1.45 um tímann, nótt sem dag, við lifrartökuna. en treystist hins- vegar ekki tll að greiða 2 kr. um tímann í eftirvinnunni. Nokkrir menn innan verka- mannafélagsins fengu því þó ráð- ið, að hætt var vinnu kl. 6, en þá var tæplega hálfnuð löndun, og varð því ekki meira úr Iifrartök- unni í þetta sinn, en karfanum Nýkomið: rvottariillur Pvottavindur rvottabalar Einar Jóhannss. & Co. dembt i þróna með lifrinni í, en fólkið missti tækifærið til að vinna sér inn peninga, og munu þó vissulega margir hafa verið i sárri þörf fyrir þá aura, er þarna hefðu fengizt. Mun almenningur lítið þakklátur þeim, er að því unnu, að hafa af fólkinu vinnuna, og þykir það dá- lítið einkennileg „atvinnubót" hjá þessum forsjónum verkalýðsins er þarna réði. Von mun vera á fleiri togurum með karfa, og mun unnið þá að lifrartöku á daginn. En við það að ekki næst samkomulag um nætur- vinnuna, tapast helmingur þeirrar vinnu er bæjarbúar gætu haft við þetta starf. Er vonandi, að þeir, er þver- astir eru í þessu máli, láti sér skiljast, að þarna er ekki um neina venjulega kaupdeilu áð ræða, held- ur hitt, að verksmiðjustjórnin og þeir, er að þessum málum hafa mest unnið, eru að útvega fólkinu lífsbjörg sem það er í sárri þörf fyrir og greiðir fyrir þessa vinnu sennilega meira en svo, að lifrar takan borgi sig. Menn verða vel að athuga þetta mál og gæta þess, að nú er svo litið um atvinnu, að menn hafa ekki ráð á þvi að fleygja frá sér því litla sem býðst. Parna er ekki um neina kaupkúgun að ræða og fjöldi fólks mundi guðsfegið taka feginshendi við vinnu þessarri, ef það fengi hana og það jafnvel fyrir minna kaup. Bœjarbúi.

x

Siglfirðingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.