Siglfirðingur


Siglfirðingur - 14.09.1935, Page 3

Siglfirðingur - 14.09.1935, Page 3
SIGLFÍRÐINGUR 3 wam N Ý J A-R í Ó 8SS Suntiuaaginn 15. sepl. kl. 44: „Sæl ustu ndir“. Kl. 64: King - Kong. ALLRA síðasta sinn. Kl. 84: „ Vermlendingar“. Gullfalleg mynd úr sænsku þjóðlífi. Kl. 10.1: „Viktor ogrViktoria“. Petla er einhver fjörugasta og skemmtilegasta myndin, sem sýnd hef- ur verið á þessu ári, vantar lítið á að hún sé eins skemmtileg • Einkaritari bankastjórans*, enda er aðal hlutverkið í báðum myndunum leikið af sama leikaranum, Hermann Thumig. Sameiginlega hljómleika halda karlakórinn Vísir og sam- einaðar hljómsveitir kafhhúsanna á morgun (sunnudaginn 15. þ. m.). Leikur hljómsveitin þar sígild lög eftir ýmsa fræga höfunda og einn- ig ýms alþýðulög, karlakórinn Vísir syngur nokkur af sínum beztu og vinsælustu lögum og loks leika og syngja Vísir og hljómsveitin saman tvö lög, „ísland“ eftir Sigurð Pórð- arson, söngstjóra Karlakórs Reykja- vikur og „Förumannaflokkar þeysa“ eltir Karl O. Runólfsson (ljóð eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi). Bæði þessi lög mega teljast standa einna fremst af íslenzkum tón- smiðum fyrir karlakóra. „Island" er eitt hið vandasamasta lag sem karlakórinn Vísir hefir flutt á und- anförnum árum. Er það glæsilegt og vandað að byggingu og mun njóta sín prýðilega með hljómsveit. „Förumannaflokkar þeysa“ var fyrst sungið á Akureyri árið 1933 af karlakórnum Geysi, með aðstoð Hljómsveitar Akureyrar og stjórnað af tónskáldinu Karli O. Runólfssyni. Fékk það þá svo góðar undirtektir að fá dæmi eru að karlakórslagi hafi verið tekið eins vel, Hefir það haldið vinsældum sínum óskertum síðan og því til sönnunar má geta þess, að í hinni glæsilegu söngför Karlakórs Reykjavíkur til Norður- landa nú í vor var þetta það af lög- unum sem mesta eftirtekt og hrifn- ingu vakti. Karl O. Runólfsson er nú á förum héðan úr bænum. Er þetta því allra síðasta tækifærið til að hlusta á hljómsveitina og einasta tækifærið til að hlusta á karlakór með hljómsveit. Er vonandi að músíkunnandi bæjarbúar láti ekki þetta tækifæri ónotað. Vínber nýkomin Nýja Kjötbúðin. Siglufjarðarprentsmiðja; Abessinía. Hér er svo mikið ritað og rætt um þefta fjarlæga ríki, að full á- stæða er til þess að fræða fóik of- urlítið um landið og íbúa þess. Abessinía eða Etiopia, eins og það heitir í raun réttri frá fornu fari, er stcrt, hálent landsvæði norðaustan til í Mið Afríku, Suður* takmörk landsins eru rúmum 220 km. norðan við miðbaug og tekur yfir 1450 km. frá norðri til euðurs og góðum spöl er það (engra frá austri til vesturs. Fað er um 800 þús. ferkílómetrar að stærð eða því nær eins og Italía og Spánn til samans. íbúar eru þar um 12 miljónir. Eins og fyr segir er landið mjög hálent og hefir reynzt örðugt til yfirferðar þeim er herjað hafa á það. Hvergi nær landið að sjó, en hefir járnbrautarsambönd við brezka og franska hafnarbæi á Adenflóaströndinni. ítalir, sem nú hyggjast að ná þessu landi undir sig, eiga lönd að því að norðan og suðaustan, Frakkar og Englend- ingar að norðaustan, en Englend- ingar að sunnan, vestan og norðan (Brezka Súdan). Enda þótt Abess- inía sé í hitabeltinu er hiti þar mjög misjafn eftir hæð landsins, í 1600—2400 metra hæð er meðal- hiti árs 15 stig á Celsius. í Norður- Abessiníu er regntíminn frá apríl og þar til í ágúst, og rignir þá oft svo ákaflega, að umferð stöðvast gersamlega. Pá er vetur þar. Hitinn minnkar fljótt eftir hinar voldugu regndembur, svo að hæstu fjöll eru síhulin snjó, en vötn frjósa í byggð (í 2400—3500 m. hæð). í Suður- Abessiníu eru regntímarnir tveir: frá júlí til september og annar styttri frá febrúar til marz, en þá hefst þar sumar. Mest rignir þar um nætur og eru þá þrumuveður tíð. Gróður landsins er eðlilega mjög breytilegur. Par sem bezt eru skil- yrði vaxa tamarindur, akasíur, syko- morafíkjur, brauðaldin og bambus- gras, hærra í hlíðum vaxa olíu- viðartré og kaffirunnar. Auk þessa eru ræktuð bjúgaldin, eiraldin, granatepli, jarðepli, dúrra, bygg og hveiti. Dýralíf er mjög fjölskrúðugt. Par érf margar apategundir, ljón, hlé- barðar, sjakalar, hýenur, gaupur, moskuskettir og er ylmefni þeirra allverðmæt útflutningsvara. Pá eru þar fílar, nashyrningar, vatnahestar og villisvín; af jórturdýrum má

x

Siglfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.