Siglfirðingur


Siglfirðingur - 14.09.1935, Blaðsíða 4

Siglfirðingur - 14.09.1935, Blaðsíða 4
4 SIGLFIRÐINGUR Vinnumiðlunarskrifstofan er opin kl. 1-9% f. h., kl. 12-1 e. h. og kl. 3'2-7 e. h. TILKYNNING. f I sambandi við skýrslusöfnun um nýafstaðna síldar- vertíð, er verkaiólk það á Siglufirði sem átt hefir af- komu sína undir síldarvinnu, beðið að gefa upplýsing- ar um tekjur sínar til Vinnumiðlunarskrifstofuna nú næstu daga. Síldarútvegsnefnd. TILKYNNING. Hérmeð eru allir, sem láta byggja og gera Aið hús, aðvar- aðir um að láta ekki saga neðaní trébita sem ætlaðir eru til að bera loft og gölf, hvorki fyrir ljósa- eða hitaleiðslur eða veikja burðarþol þeirra á annan hátt. Siglufirði, 10. september 1935 Byggingarfulltrúinn. nefna gíraffa, antilópur og vísunda. Ernir eru þar og valir, gammar og strútar. Af skriðdýrum krókodíl- ar, eiturslöngur o. fl„ af skordýrum engisprettur og tern\ítar, sem hvort- tveggja verður oft að skæðustu landplágum. Fjöldi er þar annarra skordýra. Pjóðerni er mjög blandað, þó er aðalkynstofninn af Semítakyni. Fluttust þeir þangað löngu fyrir söguöld frá Suður-Arabíu. Var þá annar Semítakynflokkur tyrir í land- inu og lét sá undan síga vestur á bóginn undan hinum herskáu frændum sínum. Hinir eiginlegu Abessiniumenn sem mest ber á og öllu ráða í landinu eru líka Semítakyns. And- litið er ávalt, nefið frítt, varir þykk- ar, augun fjörleg og tennur fallegar. Hárið er svart og ýmist hrokkið eða slétt, en skeggvöxtur lílill. Peir eru meðalmenn á vöxt en þrek- vaxnir og hraustlegir. Peir kalla sig kristna og mynda alveg sérstaka kirkjudeild. skylda Koptakirkjunni egypzku. Málin eru aðallega tvö og hið þriðja blendingsmál af að- almálunum og er það hið viður- kennda ríkismál. Abessiníumenn eru ekki snyrii- menn og óþrifnir eru þeir taldir, svo að^íáir séu þar af alþýðu manna, sem ekki eru lúsugir. Enda er það siður að bjóða gestum íyrst af öllu prjóna til þess að klóra sér með, og þykir það kurteisi. Taldir eru þeir sukksamir og saurlífir, tor- tryggir og latir. Er tortryggni þeirra skiljanleg af þyí, að þeir eru óáreiðanlegir í viðskiftum, orð- um og gerðum. En metorðagjarnir eru þeir og sækjast eftir opinber- um embættum til að hliðra sér hjá almennri vinnu, Peir eru mjög kenndir til óhófs í mat og drylck og þó helzt er aðrir veita. En gest- risnir eru þeir, en þó nær sú dygéð þeirra ekki til útlendinga. Aðalneyzluvörur þeirra eru brauð, kálmeti, mjólk og kjöf, sem oft er etið hrátt, enda er sullaveiki al- gengur kvilli. Karlmenn klæðast hvítum léreftsbrókum og hvítum, síðum slopp rauðbryddum, en hinir fátækustu klæðast görmum éinum eða þá mittisskýlu úr skinn einni saman. Konur klæðast hversdagslega í lendaskjól úr nautshúð, en við há- tíðleg tækifæri Iéreftsserk. Bæði karlar og konur flétta hár sitt. Hí- býli eru óvönduð, venjulega strýtu- myndaðir strákofar. Menntun er enn á lágu stigi, en fer þó fram hægt og hægt og einkum hin síð- ari ár, Listiðnaður er þar mjög lítill. Atvinnan er vitanlega jarðrækt og kvikfjárræt og hefir allt fram á síðustu ár verið á mjög lágu stigi og áhöld öli og vinnuaðferðir gam- aldags og skera menn enn upp korn sitt með sigð. Akrarnir eru vanalega illa hirtir. í sumum hér* uðum t. d. Kaffa, er jörð mjög frjó* söm. Ræktað er, auk þess sem áð- ur er talið, sennep, pipar (spánsk ur), kaffi, tóbak og baðmull. Hús- dýr eru helzt hestar, ágætir af ara- KjotbuðSiól uíjarðar Miðda£spylsur Kjöttars Winarpylsur bisku kyni, úlfaldar, múldýr, asnar, nautgripir og sauðfé. Mikið er flutt inn af iðnaðarvör* um, þó er þar talsverður baðmull- ariðnaður, leðuriðnaður og vopna- smiði (spjót, sverð, hnífar). Námu- iðnaður er þar lítill, enda þótt nóg sé af málmum, þó er talsvert unn- ið af salti, brennisleini, járni og gulli. Framhald. Ritstjóri og dbyrgðarm. S'ig. Björgól/sson.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.